Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Side 14
14
Fréttir
Fimmtudagur 12. desember 2002
MIKILL kraftur var í Samkúrnum og Anna lét ekki sitt eftir liggja og lagði sig alla í stjúrnunina.
Jólatónleikar sem stóðu
svo sannarlega undir nafni
Árlegir júlatónleikar Samkórsin
Vestmannaeyja voru á sunnu-
daginn í Vélasalnum. Uppselt var á
tónleikana og hefur örugglega
engum leiðst því sjaldan hefur
kórinn veriö betri og lagavalið bæði
fjölbreytt og skemmtilegt. Nýr
stjórnandi hefur tekið við kórnum
og er hann að gera góða hluti.
Tónleikar kórsins hafa átt sér sama-
stað í Safnaðarheimilinu en nú flutti
hann sig um set í Vélasal Listaskólann
sem þrátt fyrir að vera mjög hrár
hentar vel undir tónleika sem þessa.
Það hefur fleira breyst því nýr stjóm-
andi hefur tekið við af Báru
Grímsdóttur sem hafði stjórnað Sam-
kómum l'rá því hann var endurvakinn
árið 1994. í hennar stað er komin
önnur kona, Anna Cwalinska, sem
hefur aðrar áherslur. Kom það
greinilega fram í flutningi kórsins sem
hefur sjaldan verið kraftmeiri og betri.
Það er líka gaman að fylgjast með
Önnu sem lifir sig inn í stjórnanda-
hlutverkið.
En eitt hefur Anna tekið eftir Bám,
sem er fjölbreytt Iagaval en ekki bara
sungin þessi hefðbundnu jólalög sem
sum hver að minnsta kosti em farin að
hljóma óþægilega oft.
Tónleikar Samkórsins á sunnudag-
inn stóðu fyllilega undir nafni sem
jólatónleikar og vom sannarlega sá
gleðigjafi sem maður vill sjá á
jólaföstu því það þarf líka að sinna
andlegu hliðinni, ekki síst á jólaföstu
þegar stutt getur verið í myrkur og
dmnga þrátt fyrir öll jólaljósin.
omar@ eyjafrettir. is
MK býður upp á
myndlistarsýningu og
hlöðuball á Lyngfelli
Magnús Kristinsson, útvegsbóndi
til sjós og lands, ætlar að fá
hcsthúsinu á Lyngfclli nýtt
hlutverk þegar hann opnar þar
myndlistarsýningu annað kvöld
með 23 málverkum eftir Stúrval.
„Tilefnin eru eru nokkur en ég
ætla ekki að tíunda þau hér,“ sagði
Magnús í samtali við Fréttir.
„Málverkasýningin verður annað
kvöld og til klukkan tvö á
laugardaginn. Þegar sýningunni
lýkur mun séra Kristján
Björnsson vígja skeiðvöllinn sem
ég og mitt fólk höfurn verið að
koma upp á Lyngfelli. Ætli hann sé
ekki eini einkaskeiðvöllurinn á
landinu? Um klukkan fjögur
kemur Simmi rútubflstjóri með
hóp eldri borgara sem ég hef boðið
á hlöðuhall að Lyngfelli sem byrjar
klukkan hálf fimm. Það verður því
nóg um að vera á Lyngfelli um
helgina,“ sagði Magnús að lokum.
MAGNÚS er tilbúinn í slaginn á hlöðuballinu.
Eyverjar skrifa:
Jarðgöng milli lands
og Vestmannaeyja
MYNDIN er tekin eftir að gengið hafði verið frá samkoniulaginu. F.v. Davíð Guðmundsson í Tölvun,
Jún V. Gunnarsson EJS, Guðmundur Ingi Júhannesson, verslunarstjúri í Tölvun og Örn Þúr Alfreðsson,
tæknistjúri EJS.
Tölvun verður umboðsaðili fyrir Dell
Samgöngur við Vestmannaeyjar eru
ekki í þeim farvegi sem þorri
Eyjamanna vill sjá þær í. Sumir
ganga jafnvel svo langt að halda því
fram að samgöngur séu okkar akkil-
esarhæll í byggðaþróun.
Eyverjar, félag ungra sjálfstæðis-
manna hefur markað sér skýra stefnu
hvað samgöngur varðar þar sem við
teljum mikilvægt að horft verði til
framtíðar og tillit tekið til krafna um
sveigjanlegan brottfarar- og komutíma
sem og kröfunnar um hraðar og ör-
uggar samgöngur. Nútímalifnaðar-
hættir, sem einkennast meðal annars
af áherslu á símenntun og aukinni
sókn í hvers kyns menningu og
dægradvöl, gera það að verkum að
ferja í Þorlákshöfn kemur aldrei til
með að svara kröfum samtímans, og
hvað þá kröfum framtíðarinnar.
Það er skoðun Eyverja að einungis
tvennt geti fullnægt þörfum nútíma
samfélags í Vestmannaeyjum og er
þar rætt um jarðgöng og ferjulægi í
Bakkafjöru, og þá sérstaklega jarð-
göng. Á meðan ríkið stendur í fjár-
mögnun jarðganga og alls konar
vegaframkvæmda um allt land er ekki
óeðlileg krafa Eyjamanna að sitja við
sama borð og krefjast samgangna sem
eru eins góðar og tækni leyfir.
Eyverjar hafa jafnframt bent á að
samgöngur ntilli lands og Eyja hvort
sem er með ferjulægi í Bakkafjöru
og/eða jarðgöngum eru ekki einkamál
Eyjamanna heldur stórt hagsmunamál
fyrir öll sveitarfélög á Suðurlandi.
Leiða má líkur að því að straumur
ferðamanna um Suðurland stóraukist
við slíkar samgöngubætur svo ekki sé
nú minnst á greiðari leið Sunnlend-
inga að útskipunar og uppskipunar-
höfn. Jafnframt myndu slikar sam-
göngur stytta leið margra Sunn-
lendinga að þjónustu sem Vest-
mannaeyjar bjóða upp á svo sem
framhaldsskóla, sjúkrahúsi, íþrótta-
miðstöð og mörgu lleira.
Eyverjar hvetja Vestamannaeyinga
til að setja markið hátt í öllum kröfum
um samgöngur. Krafa okkar er
einföld. Við krefjumst þess að nú
þegar verði lagt fé í að gera sam-
göngur við Þorlákshöfn eins góðar og
þær geta orðið til að brúa bilið þar til
fúllnægjandi samgöngum verði komið
á. Um leið krefjumst við þess að
tafarlaust verði hafist handa við
rannsóknir og síðan framkvæmdir við
jarðgöng. Með þessu eru Eyverjar að
fylgja eftir frumkvæði þingmanna
Sjálfstæðisflokksins um vegtengingu
milli lands og Eyja.
Við munu halda áfram að vinna að
þessu máli þrátt fyrir að nefnd á
vegum samgönguráðherra sé að
störfum og stefnum því til að mynda
að fundi (sem nánar verður auglýstur
síðar) um vegtengingu milli lands og
Eyja og hvaða möguleika það skapar
fyrir Eyjar og nánasta umhverfi nú
strax á nýju ári.
Eyverjar
Nýlega gerðu fyrirtækið EJS og
Tölvun í Vestmannaeyjum með sér
samkomulag sem felur í sér að
Tölvun bætist í hóp endursölu- og
þjónustuaðila Dell vélbúnaðar.
í upphafi árs 1998 gerðu EJS og
bandaríski tölvurisinn Dell Computer
Corporation með sér sölu- og þjón-
ustusamning og með honum var
grundvöllur lagður að framboði á
vörum frá Dell á Islandi. Fram að því
höfðu Islendingar ekki notið þjónustu
Dell sem skyldi þar sem ein af grund-
vallarreglum Dell er að selja vöruna
beint til viðskiptavina sinna.
Starfsmenn EJS kynntu sér starfsemi
Dell í Bandaríkjunum og fylgdust
með framgangi fyrirtækisins í Evrópu.
Eftir þá undirbúningsvinnu var tekin
sú ákvörðun að EJS seldi og
þjónustaði vörur frá Dell, þar sem ljóst
var að búnaður Dell hentaði vel
kröfuhörðum fyrirtækjum og stofn-
unum. Og nú hefur Tölvun bæst í hóp
þeirra sem sjá um þjónustu fyrir
þennan búnað. Jón V. Gunnarsson,
söiustjóri hjá EJS, segir það mikið
ánægjuefni að ganga til samstarfs við
Tölvun. Verið sé að auka þjónustu
Dell á markaðnum og þetta sé liður í
því átaki.
„Tölvun er að útvíkka starfsemi sína
með það að markmiði að auka
þjónustu við Vestmannaeyinga. Dell
er heimsþekkt hágæðavörumerki og
Dell tölvur eru vinsælustu tölvumar í
heiminum í dag. Það er okkur því
mikil ánægja að geta boðið þessa vöru
í Vestmannaeyjum," segir Davíð
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Tölvunar.