Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Page 15
Fimmtudagur 12. desember 2002
Fréttir
15
KRAKKARNIR tóku lagið.
Kröftugir tíundubekkingar í Hamarsskóla:
250 mættu á fjáröflunarkvöld
-þar sem safnað var fyrir Noregsferð
ÞAU Anna Kristín, Eyþór, Haraldur og Eva Brá eru ákveðin í að
safna nógu miklum peningum til að komast með bekkinn til Noregs
og endurgjalda með því heimsókn norskra jafnaldra þeirra.
Það var líf og fjör í Höllinni sl.
fimmtudagskvöld þegar nemendur
tíunda bekkjar Hamarskólans
héldu fjáröflunarkvöld vegna fyrir-
hugaðs ferðalags þeirra til Noregs.
Norskir nemendur komu hingað til
lands í október sl. og er hugsunin að
endurgjalda heimsóknina og að
kynnast starfsháttum norskra skóla
og menningu þeirra og tungumáli.
Nemendumir sáu um undirbúning
og að sögn Svövu Bogadóttur kennara
stóðu þau sig með mikilli prýði. „Ég
er mjög ánægð með krakkana, þau
hafa verið afskaplega jákvæð og dug-
leg.“
Svava sagði ennfremur að þetta
væru fyrirmyndarunglingar og hún
kviði ekki framtíðinni ef allir ung-
lingar væm svona duglegir. Margt var
gert til skemmtunar og sáu Eva Brá
Barkardóttir og Haraldur Karlsson um
að kynna herlegheitin fyrir gestum.
Þau, ásamt Eyþóri Björgvinssyni og
Önnu Kristínu Magnúsdóttur, spjöll-
uðu við blaðamann eftir skemmtunina
og voru ánægð með útkomuna. „Við
fengum um 250 gesti sem var nokkuð
betra en við áttum von á,“ sagði Eva
Brá. Haraldur tók við og fór að lýsa
því sem fram fór. „Litlu lærisveinamir
byrjuðu kvöldið og síðan tóku tveir
meðlimir hljómsveitarinnar Made in
China lagið, það var Freestyle sýning,
reyndar þrir dansar, Ema Sif, Annaka
og Ama Hmnd sýndu, Sædís Birta og
Erna Sif og loks sjö stelpur úr tíunda
bekk Hamarsskólans. Svo vom líka
tvær tískusýningar. Annars vegar frá
Axel Ó og Jazz og líka sýning á fötum
sem nemendur tíunda bekkjar hafa
verið að búa til.“
Þau héldu áfram að telja upp og var
þar meðal annars happadrætti. „Það
komu jólasveinar í heimsókn og drógu
vinningsnúmerin. Meðal þess sem var
í verðlaun var Herjólfsferð og flug
fram og til baka með íslandsflugi.
„Svo var leikrit þar sem fjórir nem-
endur vom í aðalhlutverki, Guð-
mundur, Eyþór, Pálmi og Jóna
Heiða.“
Eyþór bætti við að fyrirhugað hafi
verið að hafa bingó en hætt var við
það. „Það hefði tekið of langan tíma,
við ákváðum frekar að hafa happa-
drætti og svo stefnum við á að hafa
sérstakt bingókvöld eftir áramót.“
Lokaatriðið var að sögn þeirra fjór-
menninga tilvalið til þess að enda
kvöldið. „Þá tókum við lagið og sagði
Rúnar hljóðmaður að þetta hefði verið
falskasti kór sem fram hefur komið í
Höllinni," sagði Haraldur og tóku allir
undir það.
„Þetta var svaka gaman, við tókum
lagið meiri snjó.“ Þetta er ekki fyrsta
fjáröflun þeirra tíundu bekkinga sem
em að reyna að safna sér fyrir ferð til
Noregs. „Það komu hingað krakkar
frá Noregi sl. vetur og við erum að
reyna að safna fyrir ferð til að
endurgjalda þá heimsókn," sagði
Anna Kristín. Þau sögðu það kosta
eitthvað um eina og hálfa milljón
króna og þetta kvöld gaf þeim um 170
þúsund krónur upp í það.
„Svo vomm við með kleinusölu
fyrr í vetur og gekk það vonum
framar," sagði Eva og Haraldur bætti
við: „Við náðum eingöngu að selja í
litlum hluta bæjarins þar sem
kleinurnar seldust upp en ég vil bara
koma því á framfæri að Eyjamenn
þurfa ekki að óttast, við munum koma
aftur með kleinurnar okkar og þá
vonandi náum við að fara í þá
bæjarhluta sem eftir em.“
Þau vildu að lokum koma á fram-
færi þakklæti til allra þeirra fyrirtækja
sem hafa styrkt þau með einum eða
öðrum hætti. „Eins viljum við þakka
þeim sem mættu á fimmtudags-
kvöldið og styrktu okkur og að
sjálfsögðu Svövu Bogadóttir kennara
sem kom þessu öllu af stað og Rúnari
hljóðmanni viljum við þakka sérstak-
lega fyrir liðlegheitin,“ sögðu fjór-
menningamir að lokum.
GÍSLI og Haraldur í hljómsveitinni Made in China tóku lagið.
Volare á íslandi:
Siyrkir Umhyggju
Á jólafundi Volare seni haldinn var
í Reykjavík 9. desember sl. var af-
hentur styrkur til tveggja fjöl-
skyldna sem eru með langveik
börn.
Volare ehf„ sem býður upp á
heilsu- og snyrtivömr sem framleiddar
eru úr Aloe Vera plöntunni, ákvað á
síðasta ári að láta eitt prósent af veltu
fyrirtækisins ganga til styrktar góðu
málefni. Umhyggja, félag langveikra
bama, var styrkt í ár um 420 þúsund
krónur sem fóm til tveggja fjölskyldna
á þeirra vegum.
Á myndinni sést Sjöfn Jónsdóttir
sem á þrjú langveik böm taka við 210
þúsund krónum ásamt gjafakörfu úr
höndum Guðmundu Hjörleifsdóttur,
framkvæmdastjóra Volare á Islandi.
Fyrir hönd hinnar fjölskyldunnar tók
Dögg Káradóttir, framkvæmdastjóri
Umhyggju, við sömu upphæð ásamt
gjafakörfu.
Einnig er á myndinni Ragna Mar-
inósdóttir formaður Umhyggju.
K I ■ U ' f H f
Jólatónleikar Kórs Landa-
kirkju ó sunnudagskvöld
Jólatónleikar Kórs Landakirkju
verða kl. 20.00 sunnudaginn 15.
desember í Landakirkju. Að þessu
sinni höfum við fengið góðan gest
að norðan, einn af hinum sívinsælu
Álftagerðisbræðrum, Oskar Pét-
ursson sem syngja mun með kórn-
um auk einsöngslaga.
Einnig mun Anna Alexandra Cwal-
inska, sópransöngkona syngja með
kórnum. Stjómandi og orgelleikari er
Guðmundur H. Guðjónsson,
Flutt verða innlend og erlend lög í
anda jólanna. Er tilvalið fyrir fólk að
líta upp úr jólaundirbúningnum og
slappa af við fallega tónlist.
Aðgangseyrir er krónur 1000.
Stjómin.
ÓSKAR
Skipalyftan:
Erfið staða núna
-En þetta ár hefur verið mjög gott,
aivinnulega séð, segir forstjóri
„Verkefnastaðan er slæm hjá
okkur og hefur verið um nokkurt
skeið,“ sagði Gunnlaugur Axelsson,
forstjóri Skipalyftunnar, aðspurður
um hvað væri framundan hjá
fyrirtækinu.
„Fyrirtækið hefur aðeins haldið uppi
dagvinnu það sem af er vetri og það er
nokkuð annað en við höfum átt að
venjast á undanfömum ámm. Á
þessum árstíma hafa alltaf verið næg
verkefni og vinna við skip milli
úthalda. En nú hefur þetta verið mjög
dauft. Ég veit ekki með vissu hvað
veldur þessu, kannski eru það breyttir
útgerðarhættir, skipin em orðin færri
og stærri og þau stærri leita annað.“
Gunnlaugur segir ekkert fast í hendi
með verkefni eftir áramót, ekkert sem
vitað er um á þessari stundu. „Aftur á
móti hefur nú ekki alltaf verið langur
fyrirvari á þeim verkefnum sem við
höfum fengið þannig að sú staða getur
verið fljót að breytast. En þetta ár,
sem slíkt, hefur verið mjög gott,
atvinnulega séð, hjá okkur. Það var
Núpur sem bjargaði því og ég vil helst
ekki þurfa að hugsa það dæmi til enda
ef hann hefði ekki verið hér. Það
verkefni hélt uppi háu atvinnustigi hjá
okkur alveg fram í september."
Þrátt fyrir að staðan sé ekki sem best
í dag, segir Gunnlaugur að það sé svo
sem ekkert svartnætti. „Þetta er frekar
erfitt eins og málin standa í dag en við
höfum áður staðið frammi fyrir svip-
uðu og alltaf hefur þetta bjargast. Ég
hef ekki trú á öðru en að þessi staða
komi til með að breytast með
hækkandi sól,“ sagði Gunnlaugur að
lokum.