Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 12. desember2002
Fréttir
17
Árbók sveitarfélaga:
Vestmannaeyjar með
skuldsettustu sveitarfélögunum
-Ýmis gjöld í meðallagi í samanburði við sambærileg sveitarfélög
UNGLINGAR eru tiltölulega fáirí Eyjum samkvæmt Árbókinni.
Árbók sveitarfélaga hefur að geyma
margt athyglisvert um rekstur og
stöðu einstakra sveitarfélaga. Bæði
er um að ræða fjárhagslega stöðu
sem og stofnana þeirra. Fréttir
ákváðu að bera þau sveitarfélög
saman sem næst okkur standa í
íbúafjölda. Borin var saman
skuldastaðan í árslok 2001, aukning
skulda milli ára, íbúaþróun og
leikskólagjöld. Alls voru borin
saman sex sveitarfélög. Þau eru auk
Vestmannaeyja, Fjarðabyggð, Isa-
fjörður, Akranes, Seltjarnarnes og
Árborg sem er fjölmennast af
þessum sveitarfélögum með rétt
rúmlega sex þúsund íbúa.
Fjarðabyggð er það fámennasta
með rúmlega þrjú þúsund íbúa.
Skatttekjur sveitarfélaga fylgja
íbúafjölda en það er misjafnt hversu
mikið af skatttekjunum fer í rekstur á
málaílokkum sveitarfélaganna. í Eyj-
um fara tæplega 92% af
skatttekjunum í reksturinn.
Skagamenn eru verst settir hvað þetta
varðar, með um 98% í rekstur.
Árborg er það sveitarfélag þar sem
minnst fer af skatttekjunum í rekstur
eða 85%.
Skuldir Vestmannaeyjabæjar
tveir og hálfur milljarður
Skuldastaða sveitarfélaganna er nris-
jöfn en þó eru Vestmannaeyjar skuld-
settastar af þeim sveitarfélögum sem
úttektin náði til. Alls eru skuldir
Eyjamanna tæpir 1,7 milljarðar króna
og með lífeyrissjóðsskuldbindingum
eru skuldimar komnar upp í 2,5
milljarða. Ekki kemur á óvart að
Seltjamames kemur best út þegar litið
er á hreinar skuldir, en sveitarfélagið
skuldar 575 milljónir króna. Næst
skuldsettasta sveitarfélagið á eftir
Vestmannaeyjum er Isafjörður með
1,3 milljarða króna skuld. Aftur á móti
er peningaleg staða þeirra, miðað við
eignir, jákvæð upp á 131 milljón
króna áður en lífeyrissjóðsskuldbind-
ingar em teknar inn í dæmið. Þegar
heildarpakkinn er gerður upp, þ.e.
allar skuldir mínus allar eignir er það
Isafjörður sem stendur best. Skuldir
hans er tæpar 300 milljónir króna.
Vestmannaeyjar, Akranes og Árborg
em einu sveitarfélögin með skuldir
yftr milljarð og Vestmannaeyjar það
eina með skuldir yfir tvo milljarða.
Mestar skuldir á íbúa
Þegar skuldir em reiknaðar á hvem
íbúa er það einnig hæst í Eyjum, hver
íbúi hér skuldar 375 þúsund krónur.
Ibúar Fjarðabyggðar skulda næst-
mest, hver um sig 340 þúsund krónur
en íbúar Seltjamames minnst, eða 123
þúsund krónur rúmar. Skuldir á hvem
íbúa hækkuðu lítillega í Eyjum á milli
áranna 2000 og 2001, um 0,2%.
Fjarðabyggð jók skuldir um 20% á
milli ára. Ákranes um 12%, Árborg
um 11 %. Aftur á móti dró úr skuldum
íbúa Isafjarðar og Seltjamamess,
ísftrðingar skulda 10% minna og íbúar
Seltjamarness 11 % minna.
Mikil fækkun í Eyjum og
fyrir vestan en aukning á
Selfossi
Þegar litið er til þróunar á íbúafjölda
milli áranna 2000 og 2001 kemur í
ljós að mest er fækkunin í Bolungar-
vík en breytingin þar á milli ára var
4,1% fækkun. Vestmannaeyjar em í
ellefta sæti yftr íjölmennustu sveitar-
félög landsins með 4522 íbúa sem er
fækkun um 1,4% á milli ára. Svipuð
fækkun hefur verið á ísafirði, Fjarða-
byggð og uppi á Skaga en athygli
vekur að 3,2%^ fjölgun íbúa hefur
verið í Árborg. íbúum Seltjarnarness
hefur fjölgað um 0,2%. Mesta fjölg-
unin yfir landið er svo í Bessa-
staðahreppi en á einu ári fjölgaði
íbúum þar um 12,4%.
Flestir með útsvar í botni
Útsvarsprósenta upp á 13,03% er í
fimm af þeim sex sveitarfélögum sem
úttektin náði til og er það aðeins Sel-
tjamames með útsvar 12,46%.
Fasteignaskatturinn er einnig lægstur
á Seltjamamesi eða 1,48%. Síðan
koma Akranes og Vestmannaeyjar
með um 1,7%. Hæsti fasteigna-
skatturinn er í Fjarðabyggð, rétt rúm
2%.
Sorphreinsunargjald og sorpeyð-
ingargjald er 8000 krónur í Eyjum og
er það næstlægsta af þessum sex
sveitarfélögum. Seltjamames er með
minni álögur í sorphirðu, aðeins 4800
krónur. Mest borga íbúar Fjarða-
byggðar, 11000 krónur.
Leikskólagjöld í lægri
kantinum í Eyjum
Leikskólagjöld eru lægst í Fjarða-
byggð en þar kostar níu klukkustunda
vistun 16.514 krónur. Seltjamames er
með hæsta gjaldið 24.290 krónur.
Vestmannaeyjar em þarna mitt á milli
og kostar níu stunda vistun 20.277
krónur. Þegar morgunverður og
hádegismatur er reiknaður með er
fullt gjald 23.532 krónur.
Fjarðabyggð og Akranes eru með
lægri leikskólagjöld.
Hlutfall greiðslna foreldra í heildar-
rekstrarkostnaði leikskólanna er
31,5% í Eyjum. Hæst er það á Sel-
tjarnarnesi þar sem hlutur foreldra er
36,18% en Fjarðabyggð er með
minnstan hlut foreldra, 25,46%.
Árborg og ísafjörður reka sex leik-
skóla, Fjarðabyggð og Akranes reka
þrjá eins og Vestmannaeyjar en
aðeins tveir leikskólar eru á
Seltjamamesi.
Miðað við tjölda barna er þrengst
um þau á Seltjarnarnesi en þar eru
112 böm á hvomm leikskólanum fyrir
sig. Þó ber að geta þess að ekki er
tekið tillit til stærðar leikskólanna í
fermetrum. Á ísafirði eru 44,6 börn
að meðaltali á hverjum leikskóla en í
Eyjum 86,3.
Lítið um menntað starfsfólk
á leikskólum
Það vekur sérstaka athygli þegar litið
er á tölur um starfsfólk hversu lágt
hlutfall er af menntuðum leikskóla-
kennurum. Þar eins og í öðmm
samanburðartölum hér eru Vest-
mannaeyjar í meðallagi, 28,70%
starfsfólks er menntað í uppeldis-
fræðum. Hæst er hlutfallið á Sel-
tjamamesi þar sem 43,4% starfsfólks
hafa menntun til starfans en minnst er
hlutfallið í Fjarðabyggð þar sem það
er aðeins 16,6%. Miðað við fjölda
starfsfólks á hverjum stað fyrir sig er
mest að gera hjá fóstrum í Árborg en
hver fóstra þarf að gæta um sjö bama.
Leikskólarnir eru best mannaðir á
ísafirði með um fjögur böm á hverja
fóstru. í Eyjum er hlutfallið um fimm
böm á hverja fóstm.
Færri unglingar í Eyjum en
annars staðar
Aldursskipting íbúa sveitarfélaganna
er afskaplega svipaður en þó skera
Vestmannaeyjar og Seltjarnarnes sig
úr þegar kemur að aldrinum 16 til 25
ára þar sem aðeins rétt rúmlega 14%
íbúanna em á þeim aldri. í öðrum
sveitarfélögum er hlutfallið um og
yftr 16%. Þetta snýst svo við þegar
kemur að aldurshópnum 26 til 55 ára.
I þeim hópi eru um 42% íbúa
Vestmannaeyja og Seltjamamess en
annars staðar 39 til 41%. Eins er
hlutfall bama á aldrinum 1 til 15 ára í
Vestmannaeyjum hærra en á hinum
stöðunum. Hér er það um 26% en
annars staðar 22-24%.
svenn i @ eyjafretti r. is
Landnytjcmefnd klofnaði í afstöðu til
samþykktar um búf járhald í Eyjum
Tværtillögur aðsamþykktum um
búfjárhald í Vestmannaeyjum
verða teknar fyrir á fundi bæjar-
stjórnar seinna í dag. Land-
nytjanefnd lét frá sér tvær tillögur
og vakti það sérstaka athygli að
fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vest-
mannaeyjalista voru einhuga í
málinu en fulltrúi Framsúknar-
flokks kom með sértillögu. Er þetta
einstakt í samskiptum þessara
flokka enda hefur andað frekar
köldu þar á milli þá mánuði sem
liðnir eru frá sveitastjórnar-
kosningum.
Umhverfisráð samþykkti svo að
mæla með tillögu þeirra Omars
Garðarssonar (D) og Páls Scheving
(V). Taldi hún hana betur unna og á
faglegri nótum en tillögu Benedikts
Frímannssonar (B). Fyrir bæjarráði á
mánudag lá fyrir bréf frá Hesta-
mannafélaginu Gáska og Fjáreig-
endafélagi Vestmannaeyja þar sem
bæjarstjóm er hvött til að samþykkja
tillögu Benedikts. Telja þessir hags-
munaaðilar að margt sé við tillögu
Omars og Páls að athuga og sumt
gangi hreinlega ekki upp þar sem
blandað er saman Iögum um búfjár-
hald og sérákvæðum sem stangast á
við þau lög. Jafnframt telja þeir til-
löguna talsvert mglingslega.
Meginmunur á tillögunum tveimur
liggur í orðalagi þeirra og er talsvert
harðar kveðið að orði í tillögu Omars
og Páls sem flokkast undir tillögu B.
Tillaga A, þ.e. frá Benedikt, gengur út
frá að hver sá sem vilji fá leyfi til
búfjárhalds skuli senda umsókn til
bæjarstjómar þar sem tilgreint er um
tjöida búfjár og hvemig geymslu þess
skuli háttað, ásamt öðra sem máli
skiptir.
Tillaga B gengur aftur á móti út á
að umsókn skuli senda inn til land-
nytjanefndar og leyfi sé gefið til
fjögurra ára í senn. Leyfið skal miðast
við ákveðinn hámarksfjölda og er
bundið við nafn umsækjenda.
Óheimilt er að framselja leyfið og er
það einungis veitt þeim sem hafa yfir
að ráða viðunandi beitilandi og gripa-
húsi að mati landnytjanefndar. Þeir
vilja að leyfisgjald sé greitt sam-
kvæmt gjaldskrá landbúnaðarráð-
herra hveiju sinni og á að standa
undir kostnaði við forðagæslu og
búfjáreftirlit.
I áttundu grein tillögu A segir að
bæjarstjóm geti ákveðið að greiða
skuli gjald vegna búfjárhalds og skal
gjaldtakan vera samkvæmt heimild-
um í lögum um búfjárhald. I báðum
tillögunum er gert ráð fyrir að bú-
fjáreftirlitsmaður verði ráðinn. í
tillögu B er sjöunda greinin á þá leið
að þeir sem hafa í umsjón sinni búfé
sem fellur undir ákvæði sam-
þykktarinnar skulu tilkynna búfjár-
hald sitt til landnytjanefndar og sækja
um leyfi til búfjárhalds innan tveggja
mánaða frá gildistöku þessarar
samþykktar.
Ekkert er minnst á þetta í tillögu A.
Sama gildir um reglur vegna leigu
Vestmannaeyjabæjar til úteyjafélag-
anna vegna nytjaréttar í úteyjum.
Ekkert er minnst á þetta í tillögu A en
í tillögu B er talað um að allar úteyjar
utan Surtseyjar fái úthlutað nytjarétti
til fjögurra ára í senn. Ennfremur
segir að aðskilja skuli beitar- og
veiðirétt. „Brot gegn samþykkt
þessari varða sektum eða fangelsi, ef
sakir eru miklar..." segir í níundu
grein tillögu B en tillaga A gerir ráð
fyrir að búfjáreftirlitsmaður gangi í
málið samkvæmt lögum um bú-
fjárhald ef maður heldur búfé án
heimilda. Með gildistöku, hvort sem
það er tillaga A eða B sem verður
samþykkt þá fellur fímmti kalli
lögreglusamþykktar Vestmannaeyja
um búfjárhald úr gildi.