Íþróttablað Hafnarfjarðar

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Íþróttablað Hafnarfjarðar - 01.12.1947, Qupperneq 3

Íþróttablað Hafnarfjarðar - 01.12.1947, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTABLÁÐ HAFNARFJARÐAR 8 Fimleikafélag Hafnarfjarðar Starfsemi þess og árangrar Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefir nú ný- lega hafið seytjánda starfsár sitt, svo ég ætti ekki að vera í vandræðum með að finna efni þennan pistil minn, því í starfsemi F. H. þessi seytján ár, má eflaust finna efni í stórt fræði- rit. — En þar sem stuttur tími er fyrir hendi, aðeins ein dagur frá tilkynningu í. B. H. um útgáfu blaðsins og þar til handritinu skal skila og í öðru lagi er farið fram á að hafa þennan pistil í sem skemmstu máli, hefi ég tekið þann kostinn að fara ekki í neina sérstaka yfirlits- sögu yfir starfsemi félagsins, heldur taka starf- semi þess fyrir að mestu leyti eins og hún er nú í dag. næst hve árangur íþróttaæsku Hafnarfjarðar hefir orðið, og þáttur hennar mikill í því að auka og glæða áhuga landsmanna fyrir íþrótt- mn og líkamsrækt. Þennan árangur má í fyrsta lagi þakka hinni þrautseigu baráttu þeirra manna sem fremst hafa staðið í starfi íþrótta- hreyfingarinnar hér í bænum. í öðru lagi má þakka árangurinn góðu samstarfi félaganna og meðlima þeirra og þó sérstaklega hinu dug- andi og baráttusama starfi íþróttamannanna sjálfra til aukins árangurs á íþróttasviðinu. LEIÐTOGAR OG GÓÐIR ÍÞRÓTTAMENN: ins og starfsemi þess, þá hefir krafan um bættar íþróttaaðstæður vaxið að sama skapi. Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefir því ávallt laggt mikið kapp á það, að vinna að bættum aðbúnaði íþróttastarfseminnar hér í bænmn. Ljósasta dæmi þessa, er íþróttasvæði félags- ins að Hörðuvöllum, sem að vísu, að félagið kom upp, með styrk frá bæjarsjóði, — en sem er eina og um leið það fyrsta íþróttasvæði, sem reyst hefir verið hér í bænum, sem hefir verið bjóðandi til iðkunnar frjálsíþrótta. ÍÞRÓTTAGREINAR F. H. FIMLEIKAR: STOFNUN OG ÍÞRÓTTAGREINAR: Aðalfrumkvöðull að stofnun Fimleikafélags Hafnarfjarðar var Hallsteinn Hinriksson, íþróttakennari, en hann var svo til nýkominn hingað til bæjarins er hann ásamt nokkrum ungum mönnum stofnuðu F. H. þ. 15. okt. 1929. Þær íþróttagreinar, sem félagið lagði lengst af stund á voru fimleikar og frjálsíþróttir. Síð- ar er árin liðu var bætt fleiri í þróttagreinum inn á stefnuskrá þess, og eru nú í dag á stefnu- skrá félagsins fimleikar, frjálsíþróttir, knatt- spyrna, handknattleikur og sund. ERFIÐAR ÍÞRÓTTAAÐSTÆÐUR: Eins og öllum Hafnfirðingum er kunnugt þó sérstaklega þeim er íþróttir iðka eða eru áhugamenn íþrótta, eru og hafa ávallt verið hinar verstu aðstæður til íþróttaiðkana hér í Hafnarfirði. Það má því teljast kraftaverki komin, að ekki þarf að líða á löngu áður en hægt verður að fara að hafast þar við. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar á skilið miklar þakkir fyrir þann skilning, sem hún hefur sýnt máh þessu, með því að veita S. S. H. rausnar- legan styrk til skálabyggingarinnar, kr. 15000. Einnig mun félagið fá styrk úr íþróttasjóði Ríkisins. Skálinn hefur að mestu leyti verið byggður í sjálfboðavinnu, og þótt hann sé ekki orðinn gamall, eiga þeir, sem hafa unnið við hann, margar skemmtilegar endurminningar frá veru sinni þar um helgar. Það er gaman að heyra hamarshöggin hveða við í hverju horni og sjá alla keppast við eftir beztu getu. Hér verða allir smiðir af guðs náð um leið og þeir eru komnir inn fyrir dyrnar. Að vísu kemur fyrir, að einn og einn nagli bogni, en hvað sakar það meðan allir fingurnir eru óskemdir. „Margar hendur vinna létt verk“. — Þessa þurfum við að minnast eftir áramótin, þegar vinna hefst að nýju við skálann. Ef við erum aðeins nægilega samtaka um að fjölmenna um hverja helgi upp í skála, verður þess ekki langt að bíða, að draumurinn rætist. Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefir alla sína tíð verið sérstaklega heppið með val manna til hinna ýmsu forustustarfa félagsins, og einn- ig hefir ávallt innan fél. ríkt góður íþrótta- andi, sem skapað hefir heilbrigði, ánægju og árangursríka félagsstarfsemi. Þessum tveim staðreyndum er fyrst og fremst að þakka það að vegur F. H. er eins glæsilegur nú í dag og rami ber vitni um. Af þeim forustumönnum F. H. er ég tel mestan þátt eiga í gengi félagsins allt frá fyrstu tíð vil ég nefna hér: Hallstein Hinriks- son, Sigurð Gíslason, Guðjón Sigurjónsson, og Gísla Sigurðsson. Af íþróttamönnmn þeim er lagt hafa drúgan þátt að því að vinna félaginu frægðar, (að þeim undanskildum er áður eru nefndir) má nefna: Olíver Stein Jóhannesson, Þorkel Jó- hannesson, Sævar Magnússon, Jóhannes Ein- arsson, Svein Magnúss., Magnús Guðmundss. Sigurð, Harald og Ingimund Sigurjónssyni og Kjartan Elíasson, sem nú er vafalaust bezti knattspyrnumaður Hafnarfjarðar. FJÖLÞÆTTASTA ÍÞRÓTTAFÉLAG HAFNARFJARÐAR: Mörg hafa þau árin verið, sem Fimleika- félag Hafnarfjarðar, hefur verið að mestu leyti eitt um að halda uppi íþróttastarfsemi hér í Hafnarfirði. Félagið hefir allt frá stofnun þess vaxið jafnt og þétt að aukinni starfsemi og meðlimatölu. — Nú í dag er Fimleikafélag Hafnarfjarðar fjölþættasta íþróttafélagið hér í bænum. Það segir sig sjálft, að við aukningu félags- Það má telja að fimleikar hafi verið ein helzta orsök þess að Fimleikafélag Hafnar- fjarðar var stofnað. Og sú var tíðin, að aðal- starfsemi félagsins, í það minsta að vetrinum til, var helguð þeim. Og á hverju ári var það mikil ánægja bæjarbúa að horfa á hina mörgu góðu og glæsilegu fimleikamenn félagsins, er þeir sýndu listir sínar. En raunin hefir orðið sú, að í Fimleikafélagi llafnarfjarðar, sem og í mörgum öðrum fél., hefir þessi holla og skemmtilega íþróttagrein, orðið að lúta í lægra haldi, fyrir hinum ýmsu keppnisíþróttum, þó einkanlega handknatt- leiknum. Sterk orsök þessa, er einnig sú, að við erfiðar aðstæður til iðkunnar fimleika hef- ir verið að etja. Hús það, sem félögin hafa til starfrækslu vetrarstarfsemi sinnar, er hið sama og er félagið var stofnað. Þá þegar á stofnár- um þess voru tímar þeir er félagið hafði til af- nota í húsinu fullskipaðir. Síðan hefir félagið vaxið og starfsemi þess aukizt, en tímafjöldi félagsins,, í íþróttahúsi Barnaskólans hefir eigi verið hægt að auka að sama skapi. — Áhugi fyrir fimleikum er þó ekki með öllu dauður innan félagsins, og má það fyrst og fremst þakka því að kennsla yngri flokkanna, hefir ávallt verið hagað svo að fimleikar hafa verið aðalatriði hennar. Nú í ár hefir verið gerð tilraun til að vekja aftur við lýði, hina fögru íþrótt, meðal eldri flokka félagsins og virðist sú tilraun standa til hins betra. FRJ ÁLSÍÞRÓTTIR: Hjá félaginu hófust frjálsíþróttir 1934. Starf það er frjálsíþróttamenn F. H. og stjórnir fé- Sýningargluggi á 15 ára afmæli F. II. Verðlaunagripir og Verðlaunapeningar.

x

Íþróttablað Hafnarfjarðar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/1083

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.