Íþróttablað Hafnarfjarðar - 01.12.1947, Page 4
4
ÍÞRÓTTABLAÐ HAFNARFJARÐAR
þeim fimm bæjarkeppnum sem fram hafa
farið, höfum við Hafnfirðingar (sem allir hafa
verið úr F. H.) unnið keppnina tvö s. 1. ár.
F. H.-INGUR Á ERLENDUM
ÍÞRÓTTAVETTVANGI:
Einn F. H.-ingur hefir hlotið þann sóma
að véra valinn til þess að keppa fyrir land
vort á erlendum íþróttavettvangi. Var það
Olíver Steinn Jóhannesson, er keppti í lang-
stökki á Evrópumeistaramótinu, sem fram fór
í Oslo sumarið 1946. Vakti árangur Olívers
geysimikla athygli, og jafnframt var stökkstíll
hans einn sá bezti er sást á mótinu.
Bróðir Olívers, Þorkell Jhannesson, er einn
meðal hinna ungu manna er valdir hafa verið
til þjálfunar undir hina væntanlegu Olýmpíu-
leika, er haldnir verða á smnri komanda í
London. íþróttagrein sú er Þorkell æfir er þrí-
stökk, en í þeirri grein hefir hann sýnt sig vera
með færustu íþróttamönnum lands vors.
ÍSLANDS- OG DRENGJAMEISTARAR:
íslands- og drengjameistar hefur F. H. átt
marga á undanförnum árum, og er eigi rúm
að telja það hér, en til gamans mætti máske
nefna, að Olíver Steinn, var sjö sinnum í röð
íslandsmeistari í langstökki.
Árangur einstaklinga F. H. hafa eigi orðið
einungis til þess að hefja nafn félagsins til
hinna mestu virðingar, heldur og til lofs fyrir
dugnað og áræði hafnfirzkrar íþróttaæsku.
er hefur náð beztum árangri það ár, sam-
kvæmt finnsku stigatöflunni. Er skjöldurinn
farandgripur og vinnst eigi til eignar, nafn
handhafa skal ávallt letrað á skjöldinn. F. H.
skjöldurinn var fyrst afhentur 1940 og hlaut
hann þá Olíver Steinn. 1941 hlaut Magnús
Guðmundsson skjöldinn, en 1942 hlýtur Olív-
er skjöldinn aftur og hefir verið handhafi hans
síðan. Fyrir árið í ár er ekki farið að afhenda
skjöldinn, en í ár mun annaðhvort Olíver St.
hljóta skjöldinn eða bróðir hans Þorkell Jó-
hannesson.
AFREKSBIKAR DRENGJA:
Afreksbikar drengja (innan 19 ára) er gef-
inn Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, af íþrótta-
bandalagi Vestmannaeyja. Bikar þessi skal ár-
lega afhendast þeim dreng í Hafnarfirði, er
nær beztum árangri í frjálsum íþróttum sam-
kvæmt finnsku stigatöflunni. Nafn handliafa
skal í hvert skipti grafið á bikarinn. Handhaf-
ar þessa bikars hata verið : 1943 Sævar Magn-
ússon, 1944 Þorkell Jóhannesson og 1946 Árni
Gunnlaugsson. í ár hefur þessi bikar ekki ver-
ið afhentur, en hann mun hljóta hinn ungi
og glæsilegi hástökkvari F. H. Sigurður Frið-
finnsson. Sigurður er aðeins 16 ára að aldri,
en það er álit allra er veitt hafa honum at-
hygli, að eigi verði langt að bíða þess, að
hann verði sér, félagi sínu og bæjartélagi til
hins mesta sóma, sem íþróttamaður ekki ein-
ungis hér heima, heldur og erlendis líka.
Olíver Steinn
Jóhannesson stekkur
tjfir 7 m. fyrstur
allra íslendinga.
lagsins hafa unnið að aukinni iðkun frjáls-
íþrótta hér í Hafnarfirði er hið markverðasta
og vert þess að eftir því sé tekið. Er félagið
hóf starfsemi sína á þessu íþróttasviði, var ekki
neitt það til hér í bænum er kallast gæti, að-
stæður til iðkunar frjálsíþrótta. En með þraut-
seigu starfi hefir hinn sérstæði árangur náðst.
— Iþróttasvæðið að Hörðuvöllum, er hið sam-
eiginlega tákn staðreindanna. — Við íþrótta-
svæðið á Hörðuvöllum minnast frjálsíþrótta-
menn F. H., með hlýleik og aðdáun, þess
starfs, er liggur að baki því, að svæðið komst
upp. Enginn skal halda að erfiðleikar byrjun-
aráranna séu gleymdir. F. H.-ingum er enn
í fersku minni, hástökksútbúnaðurinn hans
Sigga Gísla, er hann æfði sig við, á túninu
fyrir framan húsið heima hjá sér. Ekki heldur
er gleymd hin harða og óslétta hlaupabraut
Skólabrautarinnar. Og ógleymanleg er stökk-
grifjan hans Hallsteins, sem hann útbjó á
Grímstúninu fyrir vestan gamla sundskálann.
Þarna í grifjunni æfði Hallsteinn stangarstökk,
og var það álit margra manna að hvert stökk
hans væri djörf tilraun til sjálfsmorðs. —
BÆJARKEPPNIN
OLLI MIKLUM BREYTINGUM.
Frjálsíþrótamenn F. H. hafa til margra ára
tekið þátt í flestum og öllum íþróttamótum er
haldin hafa verið hér í bænum og í Reykjavík.
En mestan þátt í aukningu frjálsíþróttaiðk-
anna hefur þó bæjarkeppnin við Vestmanna-
eyjar átt. Við þá keppni hefir hinn einbeitti
vilji íþróttaæsku F. H. komið skýrast í ljós.
Er fyrst var stofnað til þessarar keppni, var
öllum Ijóst að ógjörningur var fyrir F. H. að
vinna hana. Gerði þar bæði val ííþróttagreina,
þeirra er keppnin saman stóð af, og einnig
ójafnar íjDróttaaðstæður. — En átak jíarf til, ef
verk á að vinna---svo varð og um F. H. —
Fyrir atbeina þáverandi fonnanns félagsins
GísJa Sigurðssonar, var íþróttasvæðinu að
Hörðuvöllum lirundið í framkvæmd. Hin
góðu skilyrði sögðu fljótlega til sín, bæði Jivað
árangur íþróttamanna snerti, sem og fjölda
þeirra sem æfðu. Og nú er svo komið, að af
FRJÁLSÍÞRÓTTAVERÐLAUN F. H.
Undanfarin ár hefir það verið venja innan
Fimleikafélags Hafnarfjarðar, áð veita árlega
afreksverðlaun þeim íþróttamönnum í Hafn-
arfirði, er ná beztum árangri í frjálsíþróttum,
og eru árangrarnir reiknaðir út samkvæmt
finnsku stigatöflunni. Verðlaun þessi eru sem
liér segir:
F. Ii. SKJÖLDURINN: HANDHAFI
„BESTl ÍÞRÓTTAMAÐUR
HAFNARFJARÐAR“.
F. H. skjöldurinn var gefinn Fimleikafélagi
Hafnarfjarðar á 10 ára afmæli þess. Gefendur
skjaldarins voru fyrstu lieiðursfélagar félags-
ins, en það eru þeir: Benedikt G. Waage, for-
seti Í.S.Í., Hallsteinn Hinriksson, íþróttakenn-
ari, og Bjarni Bjarnason, skólastjóri og íþrótta-
kennari að Laugavatni.
Skjöldur þessi er liinn fegursti gripur, út-
skorinn af Ríkarði Jónssyni. Skjöldurinn skal
árlega veitast þeim íþróttamanni í Ilafnarfirði,
METBIKAR DRENGJA:
Glímuufélagið Ármann í Reykjavík færði
F. H. þennan bikar að gjöf á 15 ára afmæli
F. H. Metbikar drengja er veittur þeim dreng,
er bezta met setur, og ef eigi er sett met ár-
lega, skal bikarinn í vörzlu handhafa, þar til
betra met verður sett. Metbikarinn var fyrst
aflientur í fyrra og lilaut liann þá Árni Gunn-
laugsson. í ár hefir eigi formleg afhending
bikarsins átt sér stað, en hann á að liljóta að
þessu sinni Sigurður Friðfinnsson.
KASTBIKAR HAFNARFJARÐAR:
Er Vestmannaeyjingarnir voru liér að keppa
1946 ,afhentu þeir í. B. H. að gjöf silfurbik-
ar, er ætti að afliendast árlega þeim íþrótta-
manni hér í bænum er beztum árangri næði í
köstum á árinu. í fyrra lilaut bikar þennan
Sigurður Kristjánsson. í ár hefur þessi bikar
eigi verið afhentur en hann mun liljóta Sig-
urður Júlíusson, sem er mjög áhugasamur og
efnilegur kastmaður.