Íþróttablað Hafnarfjarðar - 01.12.1947, Side 5
ÍÞRÓTTÁBLÁÐ hafnarfjarðar
5
HANDKNATTIEIKUR:
Innan F. H., sem og annarra félaga, hefur
áhugi fyrir handknattleik sem keppnisíþrótt,
farið ört vaxandi. Fyrstu árin var reynt að
halda þessari stefnu niðri, með því að æfa
hann aðeins til þess að hressa upp, í lok erf-
iðra leikfimistíma, en svo fór að lokum, að
fimleikamir urðu að lúta í læægra haldi og
handknattleikurinn tók stöðu þeirra á æfinga-
töflu félagsins.
Árangrar F. H. hafa verið mjög svo glæsi-
legir í þessari íþróttagrein, þó sér í lagi hin
síðari ár. í fyrra var til dæmis félagið í úr-
slitum í öllum flokkum á Landsmóti íslands
(innan húss).
Með áröngrum sínum í ár hafa handknatt-
leiksflokkar félagsins, fært sönur á að F. H.
er þegar orðið hið leiðandi félag hér í Hafn-
arfirði í þessari vinsælu íþróttagrein. Vann
félagið mjög svo glæsilega Handknattleiks-
meistaramót Hafnarfjarðar, með því að vinna
í meistaraflokki kvenna með 5 mörkum gegn
engu, í 2 fl. kvenna vann félagið með 5 : 1 og
í 2. flokki karla vann F. H. með 9 mörkum
gegn 4. í meistaraflokki karla tapaði félagið
aðeins með einu marki gegn 3.
Eins og kunnugt er er mörgum erfiðleikum
bundið af æfa þessa íþrótt hér í Hafnarfirði,
sem keppnisíþrót, svo vel sé við unandi. Sér-
staklega koma erfiðleikarnir til greina innan-
húss, þar sem hús það, sem félögin hafa til
afnota, er svo lítið, sem raun ber vitni um.
Smæð þess verður þess valdandi, að ógjörn-
ingur er að setja saman fullkomið og heil-
steypt lið, eða æfa staðsetningar.
Mikill áhugi er því fyrir því hjá forráða-
mönnum F. H. að breyta jafnvel nú á þess-
um vetri um og taka upp að æfa körfuhand-
knattleik í staðinn. Körfuhandknattleikurinn
er að vísu algerlega ný íþróttagrein hér á landi
en á vafalaust eftir að ryðja sér mikið til rúms,
og jafnvel svo, að vera má að handknatt-
leikur verði þar að víkja nokkuð til. Ástæð-
an fyrir því, að stjórn F. H. hefur þetta í
hyggju, er sú, að betra þykir að æfa körfu-
handknattleik í litlu húsi, heldur en hand-
knattleik.
SUND:
Síðan sundlaugin tók til starfa, hefir áhugi
fyrir sundi farið mjög í vöxt innan F. H. Þó
bar mest á honum fyrstu tvö árin eftir bygg-
ingu laugarinnar, þ. e. 1944 og 1945. Og
voru árið 1945 reglubundnar æfingar á veg-
um félagsins. Sundmót Hafnarfjarðar fór fram
bæði þessi ár, og var árangur F. H. svo glæsi-
legur í bæði skiptin, að varla eru dæmi til í
íþróttakeppni. Bæði árin vann félagið næst-
um allar sundgreinarnar og í sumum hverj-
um átti félagið 3 til 4 fyrstu menn að marki.
KNATTSPYRNA:
Félagið tók að æfa knattspyrnu, sem keppn-
isíþrótt árið 1939. Það ár var og stofnað til
flokkakeppni í knattspymu við Knattspyrnu-
félagið Haukar hér í bæ. Þessi keppni hefir
farið fram árlega síðan. Keppnin er reiknuð
út í stigum og eru stig félaganna í vor- og
haustmótunum lögð saman. Það félag, sem
fær flestan stigafjölda úr báðum mótunum,
hlítur svo heitið „Knattspyrnumeistarar Hafn-
arfjarðar", og í viðurkenningarskyni silfurbik-
ar gefin af í. S. í. Alls hefur keppni þessi far-
ið átta sinnum fram, af þeim hefur F. H.
unnið hana fimm sinnum, þ. e. 1940, 1941,
1942, 1946 og 1947. — Bikar keppni er einn-
ig í öllum aldursflokkunum, og hefir F. H.
jafnframt unnið nokkra þeirra til fullrar eign-
ar.
Til hinnar svo nefndu Rafhakeppni, var
stofnað 1943. F. H. vann keppni þessa þrjú
fyrstu árin og þar með bikar þann er Raf-
tækjaverksmiðjan h.f. gaf, til fullrar eignar.
Árið 1946 gaf Rafha á ný bikar til keppninn-
ar, svo hún félli eigi niður. Knattspyrnufé-
lagið Haukar unnu keppnina þá, en í ár vann
F. H. keppnina og er því handhafi bikarsins
f / /
nu í ar.
F. H.-INGAR TEKNISKIR
KNATTSPYRNUMENN:
Frá því sjónarmiði hve erfiðar aðstæður
til æfingar knattspyrnuíþróttarinnar eru hér
í bænum, sakir hinna slæmu skilyrða, má telja
að knattspymumenn F. H. séu á góðri leið
með að verða hinir efnilegustu knattspyrnu-
menn. Má það fyrst og fremst þakka því, að
ávallt frá fyrstu tíð, hefir sú regla verið ríkj-
andi meðal knattspymumanna félagsins, að
leggja ríka áhrezlu á hina tæknilegu hlið
knattspyrnunnar, bæði hvað knattspyrnumeð-
ferð, staðsetningar og skipulagningu leiks
snertir. Ef leikmaður hefir sýnt „égisma“
eða byggt leik sinn á líkamlegum yfirburð-
um, hefir hann fljótlega fundið að samastað-
ur var eigi fyrir hann, meðal knattspyrnu-
manna F. H.
Hér að framan hefi ég í sem styðstu máli
leitast við að draga fram það helzta ogmark-
verðasta í starfsemi Fimleikafélags Hafnar-
fjarðar. Hefi ég eigi stuðst við annað en per-
sónulega vitneskju mína, um starfsemi félags-
ins, og á sama grundvelli gæti hver einasti
F. H.-ingur skrifað slíka grein sem þessa, —
því táknrætt dæmi fyrir félagslíf F. H. er,
hve félagarnir eru nánir hver öðrum og stjórn
félagsins og framkvæmdum hennar. Þótt að-
aláhugamál einhvers F. H.-ings sé t. d. knatt-
spyrna, er áhugi hans eigi síðri fyrir starfsemi
frjálsíþróttamanna félagsins, og á vetrum get-
ur hann verið með virkustu mönnum meðal
fimleika- og handknattleiksmanna félagsins.
Framkvæmdastarf F. H. er unnið að mestu
leyti af nefndum, sem skipaðar eru af stjórn
félagsins, en stjórn félagsins samanstendur
jafnan af formönnum nefndanna. Með þessu
skipulagi er stjórnin jafnan í nánu sambandi
við allar starfsgreina félagsins, sem og félag-
ana sjálfa. Þetta samstarf félaganna er eigi
sízt að þakka hið heilbrigða og frjálslynda
félagslíf, sem ávallt hefir ríkt innan félagsins,
og árangrar þeir er félagið og einstaklingar
innan þess hafa náð á undanförnum árum.
En gott félagslíf og efnilegir einstaklingar
eru aðeins hin félagslegu atriði til þess að
skapa góða íþróttamenn og heilbrigða og
frjálsa íþróttaæsku. Góðar aðstæður til í-
þróttaiðkunnar eru stærstu og veigamestu at-
riðin í því að geta alið upp góða íþrótta-
menn og konur. Þess vegna byggist framtíð
F. H., sem annarra íþróttafélaga hér í bæn-
um, að miklu leyti við framtakssemi bæjaryf-
irvaldanna hér í bænum og framkvæmdmn
þeirra í því að bæta hinar slæmu aðstæður,
sem eru hér í bænum til iðkunar hverskonar
íþrótta.
Ámi Ágústsson.
íjiróttamenn og konur í
Sundlaug Hafnarfjarðar
við heimsókn forseta
íslands Herra Sveins
Björnssonar.