Íþróttablað Hafnarfjarðar

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Íþróttablað Hafnarfjarðar - 01.12.1947, Qupperneq 7

Íþróttablað Hafnarfjarðar - 01.12.1947, Qupperneq 7
ÍÞRÓTTÁBLAÐ IIAFNARFJARÐAR 7 hagstætt veður í sumar, sýndu stúlkurnar mjög lofsverðan áhuga í æfingasókn. Voru það sérstaklega yngri stúlkumar sem sýndu þann áliug, enda flestar eldri stúlkurnar ekki heima vegna atvinnu sinnar. Þess skal getið, að flestar yngri stúlkurnar í fél. eru á aldr- inmn 13—14 ára og kepptu þær við Knatt- spymufélag Reykjavíkur. Unnu „Hauka“- stúlkurnar glæsilega þennan leik, eða með 4 : 0. Má búast við að þær yngri stúlkur, sem nú æfa á vegum félagsins, muni ekki verða síður skeinuiiættar í handknattleiknmn, en þær eldri. Félögin hér hafa undanfarin ár haft fim- leikahús Barnaskólans til afnota fyrir vetrar- starfsemina. Á seinni árum hafa æfingar ekki getað hafist fyrr en einmn til einum og hálf- um mánuði seinna á hverju hausti. Þetta er mjög bagalegt, því áhuginn dofnar hjá með- limunum, auk þess sem þetta hefur sína ó- kosti gagnvart þjálfuninni að sleppa svona löngum tíma úr, frá því að æfingar hætta á haustin og þar til æfingar hefjast aftur innan- húss. Félögin í Reykjavík byrja t. d. æfingar mjög snemma á haustin, eða urn leið og æfing- ar hætta úti. Þetta ásamt því, að fimleika- húsið hér er allt of lítið, hefur orsakað það, að handknattleikslið héðan eru orðin mun lakari en reykvísku liðin. Meðan aðstæður voru svipaðar hjá hafnfirskum og reykvískum íþróttafélögmn, sýndu hafnfirðingar að þeir gátu fyllilega staðið reykvíkingmn á sporði í handknattleiksíþróttinni. Vegna þessara að- stæðna hér, til æfinga, vildi ég skora á íþrótta- nefnd bæjarins að beita sér fyrir því, í sam- vinnu við hafnfirska íþróttamenn að bætt verði úr brýnustu þörfum íþróttamanna, svo sem með byggingu íþróttahúss og íþrótta- svæðis. ENGIDALUR OG FRAMKVÆMDIR FÉLAGSINS ÞAR Eins og áður er getið hefur félagið und- anfarin ár haft lítinn hluta af Engidal, en nú undanfarin tvö ár haft allt svæðið á leigu. Á árinu 1946 hafði félagið nokkrar skemmt- anir þar til að afla félaginu tekna og til að standa straum af kostnaði þeim, sem þurfti að framkvæma á svæðinu. Skemmtanir þess- ar gáfu töluverðan ágóða. Áformað var að hafa svipað fyrirkomulag s. 1. sumar, en eins og kunnugt er, var einstaldega vont tíðarfar og brugðust þar með vonir félagsins um fjár- hagslegan ágóða, en þar sem félagið hefur svæðið á leigu til langs tíma, þá má gera ráð fyrir að úr rætist. Flestum er það ekki kunnugt, að Engidal- ur er ríkiseign og má því ekki selja svæðið nema með samþykki Alþingis. Félagið hefði fullan hug á því, að geta keypt það og mun beita sér fyrir því að svo verði, þegar ástæð- ur eru fyrir hendi. Ilafnfirðingar vita, að stað- urinn liggur mjög vel við til hverskonar í- þróttaiðkana og skemmtistarfsemi. Einnig mætti gera þarna annað Hellisgerði, því að hraunið umlykur svo að segja svæðið, en of fáir slíkir staðir eru til á landi voru. Að endingu vill félagið óska meðlimum síti- um, mótherjum og Hafnfirðingum gleðilegra jóla og farsæls nýjárs. Guðsveinn Þorbjörnsson. Sundfélag Hafnarfjarðar Það er yngsta íþróttafélagið hér í bæ. Það er stofnað 1945, um vorið. Það tók strax forystu um sundkennslu og í sundmál- unum. Var þá og talsverður áhugi fyrir sundi í öðru félagi hér í bæ, F. H. Varð þetta til þess, að drjúgir árangrar náðust í sundi þetta sumar. Kom það í ljós á sundmóti, sem haldið var um haustið. Sumarið næsta, 1946, var augljós minnk- andi áhugi meðal manna á æfingum fyrr- nefndra félaga. Þó sóttu sundæfingar hjá fé- lögunum milli 30 og 40 manns, eldri og yngri. ÆFINGATAFLA KNATTSPYRNUFÉL. HAUKAR veturinn 1947—48. Kvenfl. Þriðjud. kl. 8—9. Föstud. kl. 8—9. I. og II. fl. karla Þriðjud. kl. 9-10. Föstud. kl. 9—10. III. fl Karla Þriðjud. kl. 7—8. Föstud. kl. 7—8. Eftir áramót verður Garðar S. Gíslason. Smávægilegar breytingar kunna að verða á æfingatöflunni og verður breytingin þá auglýst síðar. Úr sundmóti varð ekki um haustið.Það er nauðsynlegt að koma af stað mótum og halda þau til þess að örfa menn og konur til þátttöku og iðkunar þessarar fögru íþróttar. Nokkuð mikill hluti þessarar deyfðar liggur hjá félag- inu S. H. og stjórn þess, sem hefur verið óvirk þetta ár. Sökin liggur einnig í öðru. Tveir til þrír sumarmánuðir eru ekki einhlýtir til að koma upp og æfa flokk sundfólks. Til þess þarf starf- ið að vera aðallega að vetrinum til. Vetrar- tíminn hefur ekki notast hingað til, vegna þess að sundlaugin er ekki yfirbyggð og á vetrum aðeins helmingur hennar nothæfur. Ekki er mögulegt að halda kennara við kennslu á kvöldin í hvaða veðri sem er, í op- inni laug og hálfri. Verði bót ráðin á þessu atriði, er enginn vafi á að úr muni rætast. Verkefni þau, sem bíða í sundmálum Hafn- arfjarðar, eru svo mörg, að enginn vafi er á því að S. H. mun sjá ,að það má ekki bregðast köllun sinni. Hér í Hafnarfirði verður að alast upp ný kynslóð sundæska. Kynslóð, sem elst upp í Sundlaug Hafnarfjarðar. En slíka kynslóð, er ekki hægt að ala upp nema á nokkuð löng- um thna. Slík kynslóð verður ekki alin upp nema við bætt skilyrði frá því sem nú er. Þessi kynslóð sundæska Hafnarfjarðar verð- ur að koma frá skólunum. Þegar slík sund- æska kemur fram, mun Sundlaug Hafnar- fjarðar verða fjölsóttur og vinsæll samkomu- staður. Þegar hægt verður að kenna sund í Sundfé- lagi Hafnarfjarðar tíu mánuði, í stað tveggja til þriggja, þú munu hér koma fram sund- menn og sundkonur á borð við þá íþrótta- menn aðra, er fram hafa komið í öðrum grein- um íþrótta.

x

Íþróttablað Hafnarfjarðar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/1083

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.