Reykjavík - 12.05.2012, Qupperneq 6
12. maí 20126
MatuR
Andrea Guðmundsdóttir mat
gæðingur í Listaháskóla Íslands
býður lesendum Reykjavíkur
upp á forvitnilegar uppskriftir
frá öllum heimshornum.
Þá er komið að salati númer
tvö. Síðast vorum við með pasta
og rækjusalat og núna er það
saltfiskssalat, ættað frá Spáni. Ef
nemendurnir í Listaháskólanum eru
glaðir með það sem boðið er uppá,
þá er vitað að það er í lagi með
matinn. Þau hafa reynst ákaflega
góðir dómarar. Þetta salat fékk
toppeinkunn svo ég læt það vaða.
Saltfiskssalat með
heimabökuðu brauði og aioli
Fyrir fjóra
1 poki spínat
700 gr vel útvatnaður saltfiskur
600 gr soðnar kartöflur í sneiðum
2 vænir tómatar í sneiðum
1 gul paprika í sneiðum
1 rauð paprika í sneiðum
1 rauðlaukur í sneiðum
1 væn lúka ólífur
Dressing
2 msk hvítvínsedik
5 msk ólífuolía
salt og pipar
Setjið spínatið á fat og raðið öðrum
hráefnum fallega yfir. Helling
dressingu yfir í lokin.
Aioli
2 eggjarauður
1 egg
1 tsk salt
3 hvítlauksrif smátt söxuð
1/2 sítróna, safi
1 1/2 dl bragðlítil olía
Þeytið eggjarauður og egg ásamt
salti þar til blandan er orðin létt
og ljós. Hellið þá olíu saman við í
mjórri bunu þar til blandan þykknar
verulega. Bætið þá hvítlauk og
sítrónusafa saman við. Best er að
nota töfrasprota.
Olívubrauð með oregano
1 msk þurrger
1 tsk sykur
2 1/4 bolli léttmjólk
5 1/2 bolli hveiti
1/3 bolli olívuolía
1 1/4 bolli svartar olívur, skornar
í tvennt
2 msk oregano
Velgið mjólkina og setjið gerið
og sykurinn saman við í stóra
skál. Setjið þá 3 bolla af hveiti út í.
Blandið saman og látið standa og
hefast á heitum stað í 30 mínútur.
Setjið þá olíuna út í og restina
af hveitinu og hnoðið saman á
hveitistráðu borði í ca 10 mínútur
eða þangað til deigið er orðið
fallegt og meðfærilegt. Smyrjið skál
með olíu og látið deigið í skálina
og hyljið með volgu viskustykki
eða plastfilmu. Látið standa þar til
deigið hefur tvöfaldast.
Setjið ólívur og oregano á
hveitistráð borð, síðan deigið
og hnoðið, stráið smá hveiti yfir
brauðið áður en það fer í ofninn.
Brauðið er síðan bakað í ca 45
mínútur við 190 gr ca.
Verði ykkur að góðu!
Salt fiSkS Sal at
með heima bök uðu
brauði og ai oli
Spánn
www.reykjavikblad.is
www.hafnarfjordurblad.is
www.reykjanesblad.is
www.vesturlandblad.is
www.akureyrivikublad.is
Reykjavíkurborg
Skóla- og frístundasvið
Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Norðlingaskóla.
Skólinn er heildstæður grunnskóli með rúmlega 400 nemendur á komandi skólaári og um 70 starfsmenn.
Stefna og starf skólans grundvallast á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búin námsskilyrði svo hann megi þroskast
og dafna á eigin forsendum og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og lífsglaður einstaklingur. Áhersla er á
samkennslu árganga og að starfsfólk skólans vinni í teymum. Skólinn leggur áherslu á að vera í nánum tengslum við
grenndarsamfélagið.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og góðri fagþekkingu á skólastarfi og skólaþróun.
Meginhlutverk aðstoðarskólastjóra er að:
Vera í forystu um mótun og framkvæmd faglegrar
stefnu skólans innan ramma laga og reglugerða og í
samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu
Reykjavíkurborgar.
Vera staðgengill skólastjóra og bera ábyrgð á og
stjórna daglegri starfsemi skólans í samstarfi við
hann.
Hafa í samráði skólastjóra umsjón með starfs-
mannamálum s.s. ráðningum, vinnutilhögun,
starfsþróun o.fl.
Menntunar og hæfniskröfur:
Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
Viðbótarmenntun í stjórnun æskileg eða
kennslureynsla á grunnskólastigi.
Reynsla af faglegri forystu á svið kennslu og
skólaþróun.
Færni og metnaður til að leita leiða fyrir framsækið
skólastarf.
Lipurð og færni í samskiptum.
Vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins.
Umsókninni skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf umsækjanda, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari,
upplýsingar um þátttöku umsækjanda í framsæknum verkefnum og skólaþróun og annað sem málið varðar.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2012.
Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2012.
Laun eru skv. kjarasamningi LN og KÍ. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar,
www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Sif Vígþórsdóttir skólastjóri í síma 411-7640 eða 664-8445 eða Ellert Borgar
aðstoðarskólastjóri í síma 411-7640 eða 664-8446. Athygli umsækjenda er vakin á heimasíðu skólans www.nordlingaskoli.is.
Staða aðstoðarskólastjóra Norðlingaskóla
· Nautakjöt í ostrusósu
· Núðlur með grænmeti
· Kjúklingur í sataysósu
· Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu