Reykjavík - 26.05.2012, Blaðsíða 1
26. maí 2012
20. tölublað 3. árgangur v i k u b l a ðMORGUNBLAÐIÐ | 41
• 20 vel búin sumarhús
frá 15 m2 upp í 60 m2
• Heitir pottar eru við flest húsin,
einnig sauna í nokkrum
• Húsin eru leigð út í vikuleigu,
helgarleigu og einn dag,
allt eftir óskum hvers og eins
• Gott tjaldsvæði á skjólgóðum stað
Opið allt árið • Sími 820 1300, 690 3130
gladheimar.is • gladheimar@simnet.is
Glaðheimar
sumarhús Blönduósi
Opið allt árið
Frábær staður
á góðu verði
GRÍMSEYJARDAGAR
1.-3. JÚNÍ
Gistiheimilin Básar og Gullsól
við heimskautsbauginn
Verið velkomin
Beint flug frá Akureyri kl. 13 alla dagana
www.grimsey.isMyn
d:
Fr
ið
þj
óf
ur
He
lg
as
on
Þ
etta er þrettánda hátíðin og
hún hefur alltaf verið að
vinda upp á sig með hverju
árinu sem líður,“ segir
Gunnsteinn Ólafsson, listrænn
stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar á
Siglufirði, en
hann er jafnframt
stofnandi hátíð-
arinnar. Þjóð-
lagahátíðin vann
Eyrarrósina árið
2005, sérstök
verðlaun fyrir
menningar-
starfsemi á lands-
byggðinni sem
þykir með ein-
hverjum hætti
skara fram úr. Þjóðlagahátíðin á
Siglufirði verður haldin 4.-8. júní og
er yfirskrift hennar að þessu sinni
Söngvaskáldin góðu.
Varðveita þjóðlög
„Með því að efna til hátíðar viljum við
meðal annars hvetja til varðveislu ís-
lenskra þjóðlaga, stuðla að nýsköpun
íslenskrar tónlistar, safna saman
listamönnum úr ólíkum áttum og
varpa ljósi á menningararfinn,“ segir
Gunnsteinn.
„Við reynum eftir bestu getu að
höfða til allrar fjölskyldunnar og síð-
ast en ekki síst viljum við halda nafni
þjóðlagasafnarans séra Bjarna Þor-
steinasonar á lofti, en á Siglufirði er
einmitt starfrækt þjóðlagasetur sem
heitir í höfuðið á séra Bjarna.“
Gunnsteinn segist ekki í vafa um
að Héðinsfjarðargöngin hafi gert það
að verkum að fleiri gestir taki þátt í
hátíðinni.
„Í fyrra héldum við stærstu hátíð-
ina fram til þessa, bæði hvað aðsókn
og fjölda gesta snertir, og ég er sann-
færður um að í ár verði það sama
uppi á teningnum. Með tilkomu gang-
anna er lítið mál fyrir Eyfirðinga að
heimsækja Siglufjörð. Við vorum
með hátt í tuttugu tónleika í fyrra og
fjöldinn í ár er svipaður og flestir
ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Síðasta daginn verður til dæmis
ópera Mozarts, Don Giovanni, frum-
flutt á íslensku á tónleikum í Siglu-
fjarðarkirkju. Sinfóníuhljómsveit
unga fólksins leikur og fram koma
fjölmargir ungir og efnilegir söngv-
arar. Sjálfan Don Giovanni syngur
Fjölnir Ólafsson barítón.
Fest sig í sessi
Jafnhliða þjóðlagahátíðinni eru fjöl-
mörg námskeið. Að þessu sinni verð-
ur til dæmis hægt að sækja námskeið
í búlgörskum þjóðdönsum, sænskri
vísnatónlist, flókagerð og vegg-
hleðslu. Einnig verður hægt að læra
að syngja í kór og að spila á úkúlele.
Námskeiðin hafa notið vinsælda.
„Það er erfitt að segja til um
hversu margir sækja hátíðina því
margir sækja alla viðburði en aðrir
aðeins staka. Okkur telst til að í fyrra
hafi um 2.000 sæti verið setin á tón-
leikunum. Fólk kemur alls staðar að
af landinu. Aðgangur er ókeypis fyrir
börn og við reynum að stilla verði á
tónleika og námskeið í hóf. Sumir
koma ár eftir ár. Frakki nokkur kom
að hlusta á Sigur Rós spila með
Steindóri Andersen á hátíðinni fyrir
nokkrum árum og nú er hann fasta-
gestur. Ég segi hiklaust að þessi há-
tíð hafi fest sig í sessi,“ segir Gunn-
steinn Ólafsson, listrænn stjórnandi
Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði.
karlesp@simnet.is
Norðurland eystra
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gunnsteinn
Ólafsson
Ljósmynd/Gunnsteinn Ólafsson
Dans Torgið á Sigló er upplagður staður fyrir þjóðdansa sem fólk stígur ekki nema í tilheyrandi þjóðbúningum.
Ljósmynd/Gunnsteinn Ólafsson
Trommað. Á þjóðlagahátíðinni verða ýmis námskeið sem eru hvert öðru ólíkara
Siglufjörður Bærinn er nú hluti hins víðfeðma sveitarfélags, Fjallabyggðar. Æ
fleiri ferðast um þessar slóðir. Með opnun Héðinsfjarðarganga er leið greið.
Þjóðlagahátíðin á Siglu-
firði verður haldin 4.-8.
júní. Hátíðin hefur fest
sig í sessi og verður
veglegri og viðameiri
með hverju árinu sem
líður. Söngvaskáldin
góðu er yfirskrift hátíð-
arinnar í ár.
Varpa ljósi á menningararfinn
folkmusik.is
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
Skylda á skólastjórnendur til
að sjá kvikmynd um einelti
Stofn andi Regn boga barna seg ir kvik mynd ina Bully með al ann ars sýna blindni
skóla stjórn anda gagn vart ein elti í skól an um, slík blindni sjá ist oft hér á landi
Stef án Karl Stef áns son leik ari og stofn andi sam tak anna Regn bogabarna, sem berj ast gegn ein elti, tel
ur það skyldu kenn ara, skóla stjórn enda
og nem enda að sjá kvik mynd ina Bully.
Kvik mynd in, sem er banda rísk, sýn ir af
leið ing ar ein elt is og er hún að mati Stef án
Karls af ar raun sæ.
„Og það er maka laust hvað hún er ís
lensk, ver andi am er ísk. Það munu all ir
sjá eitt hvað í þess ari mynd sem þeir geta
tengst.“
Með al þess sem sýnt er í mynd inni er
of beldi sem fram fer í skóla bíl, en þeg
ar skóla stjór an um er sýnt það, sér hann
það ekki.
„Það er þessi blindni sem mað ur verð ur
mjög oft vitni að hérna heima. Þetta er
ekk ert ann að en ótti við að tak ast á við
eitt hvað sem þú þekk ir ekki.“
Stef án Karl seg ir vanta skil grein ingu
á hug tak inu ein elti, slíkt sé ekki til í ís
lensk um lög um, en lög festa þurfi bann
við ein elti.
Dæmi eru um að þeir sem beitt ir eru
ein elti hrökkl ist úr skóla og flytji jafn vel á
milli sveit ar fé laga. Stef án Karl vill af nema
skóla skyldu, en taka þess í stað upp náms
skyldu. Slíkt gæti til dæm is gagn ast þeim
sem lagð ir eru í ein elti í s ól an um.
Sjá nán ar á bls. 8-9
520 0000 - Dugguvogi 4 - 104 Reykjavík