Reykjavík - 18.08.2012, Qupperneq 13
4 16. ágúst 2012AfmælisvAkA AkureyrAr ÁGÚSTFMÆLISV K KUREYR R
Á FYRSTU ÆFINGU hins nýja leikverks. Saga leggur hópnum línurnar og Aðalsteinn Bergal fylgist með af áhuga í bakgrunninum.
Völundur
Er bíllinn tilbúinn fyrir ferðalagið?
Erfiðast að eiga
við efasemdirnar
hjá sjálfri mér
Nýtt leikrit eftir eina ástsælustu
leikkonu Akureyrar, Sögu Jónsdóttur,
byggt á atriðum úr ævi Vilhelmínu
Lever, verður frumsýnt á Akureyri 30.
ágúst nk. Verkið heitir „Borgarinnan“
og segir frá Vilhelmínu sem fæddist
árið 1802 og dó árið 1879. Vilhelmína
var ein af merkustu konum sinnar
samtíðar, lét til sín taka og barðist af
einurð gegn karlaveldinu. Hún stóð
fyrir ýmsu sem ekki var algengt að
konur þess tíma sinntu, s.s. veitinga
sölu, gistihússrekstri, húsbyggingu
og mörgu fleira. Í sögubókunum
verður Vilhelmína þekktust fyrir að
hafa verið fyrst kvenna til að kjósa
til bæjarstjórnar Akureyrar í fyrstu
kosningunum fyrir 150 árum síðan,
þó þá væru enn 19 ár þar til konur
fengju kosningarétt. Hún var þá vel
efnuð og gat leyft sér eitt og annað í
krafti þess, en ekki alveg ljóst hvern
ig stóð á því að henni tókst að kjósa!
Vilhelmína bjó lengst af í Inn
bænum á Akureyri og er saga henn
ar merkileg og skemmtileg að sögn
leikskáldsins Sögu Jónsdóttur. Faðir
Vilhelmínu, Hans Lever kaupmað
ur með meiru var einnig merkileg
persóna, framkvæmda– og uppá
tækjasamur og þótti ansi stríðinn,
ekki síst við yfirvaldið.
„Þetta leikrit segir frá Vilhelmínu,
föður hennar og mörgu samferða
fólki, ástum þeirra og sorgum,“ segir
Saga.
En hvað knúði Sögu áfram til
ritunar þessa verks?
„Stundum gerist það þegar fólk
er ekki í fastri vinnu að það koma
dauðir tímar. Ég var að spjalla við
bróður minn, Hreiðar Jónsson, og
hann fór að tala um þessa konu Vil
helmínu Lever sem ég hafði aldrei
heyrt minnst á. Hann sagði: „Af
hverju skrifarðu ekki leikrit um
hana?“ Mér fannst það sem hann
sagði mér um hana mjög spennandi
og fór að lesa mér til.“
Hefurðu skrifað leikrit áður?
„Ég hef skrifað töluvert í gegn
um tíðina, þætti fyrir sjónvarp fyrir
börn og fullorðna, útvarpsþætti fyrir
fullorðna, bæði með öðrum og ein.
Oft hefur mig vantað stutta leik
þætti þegar ég hef verið að kenna til
dæmis. Síðan hef ég gert leikgerðir
úr ævintýrum og sögum. En aldrei
skrifað heilt leikrit, oft byrjað, en
hent því frá mér.“
Var þetta löng glíma?
“Ja, ég veit ekki hvað telst langt í
svona vinnu. Ég byrjaði, að mig minn
ir, í byrjun árs 2010. Ég hellti mér út
í þetta og skemmti mér vel, fannst
þetta spennandi. Svo komu tímar
sem mér fannst þetta allt ómögulegt,
þetta yrði aldrei sýnt o.s.frv. Í desem
ber 2010 fékk ég styrk úr sjóði Jóns
Kristinssonar hjá LA til að halda
áfram að skrifa og það ýtti hressilega
við mér um tíma. Þegar ég byrjaði á
þessu verki áttaði ég mig ekki á að
150 ára afmæli Akureyrarbæjar væri
svona nálægt og þegar mér var bent
á það fór ég aftur á flug, fannst ein
hvernveginn að það yrði að minnast
þessarar konu á þessum tímamótum.“
„Ég vildi auðvitað hafa þetta stóra
og glæsilega sýningu en vissi ekki
alveg hvernig ég ætti að fara að því
að koma henni á koppinn. Mörgum
sem ég ræddi við fannst að ég ætti
bara að hafa þetta fyrirlestur eða
leiklestur, annað væri fásinna.
Og ég verð að játa að mér óx
þetta í augum, en þegar ég talaði
við nokkra leikara og spurði hvort
þeir væru til í að lesa leikritið saman
fyrir mig nú í vor, þá voru allir svona
áhugasamir og jákvæðir, þá held ég
að þetta hafi verið ákveðið, að keyra
áfram.“
Og það er leikhópurinn Litla
kompaníið sem stendur að uppfær-
slunni?
„Já, við köllum hópinn Litla
kompaníið, eitthvað varð barnið að
heita. Hvort það verður framhald
á hans starfi veit enginn, en ég er
fjárhagslega ábyrg fyrir þessu dæmi.
Verð að standa og falla með verk
inu. Ég fékk styrk frá Eyþingi til
að klára handritið, 500.000 krónur
og afmælisnefndin ætlar að styrkja
okkur líka, en það vita allir að það er
ekki auðvelt að fá styrki nú til dags.“
„Samstarfið við LA hefur verið
frábært, við fáum æfinga– og sýn
ingaaðstöðu ofl. í leikhúsinu. En
það sem skiptir öllu máli er ótrú
lega flottur hópur fólks á aldrinum
15 til 65 ára, leikarar og fólkið sem
sér um leikmynd, búninga, ljós, hljóð,
hár, förðun, grafíska hönnun o.fl.
Mér finnst það kraftaverki líkast að
þekkja svona margt hæfileikaríkt,
frábært fólk og það er heiður að
vinna með því. Allir voru tilbúnir,
sama við hvern ég talaði. En ég er
hrædd um að ég sé að ganga fram
af fjölskyldu minni og ættingjum,
mörg taka þau þátt í vinnunni og
hafa að auki þurft að hlusta á mig
allan þennan tíma tala um Vilhelm
ínu! Og kallinn minn Guðmundur
Óskar hefur staðið við bakið á mér
og hvatt mig áfram, svo smíðar hann
leikmyndina núna af miklum krafti.
Ég er afar þakklát öllu þessu fólki,
þetta er ómetanlegt!“
Og þetta er búið að vera gaman?
„Að skrifa þetta leikrit og kynnast
Vilhelmínu aðeins, setja síðan verkið
upp, er eitt af því skemmtilegasta
sem ég hef gert og kannski stærsta
verkefni sem ég hef tekið mér fyrir
hendur um æfina. Ég vil taka það
fram að þetta er alls ekki sagnfræði,
það eru skáldaðar persónur með og
atriðin að sjálfsögðu. Ég breyti jafn
vel tímaröð en reyndi að ímynda mér
hvernig ástandið var á þessum árum.
Erfiðast var að eiga við efasemdirnar
hjá sjálfri mér, en þegar ég heyrði
efasemdir hjá öðrum eins og: „Hver
hefur áhuga á að sjá leikrit um löngu
dauða kellingu! Til hvers ertu að
þessu? Ætlarðu ekki bara að hafa
eina sýningu? Er það ekki heldur
mikil bjartsýni að hafa fleiri!“, þá
hljóp einhver púki í mig og ég setti
undir mig hausinn.“
Og gefandi að fá aftur tækifæri
í leikhúsinu eftir nokkurt hlé – eða
hvað?
„Það er ótrúlega gaman að fá
tækifæri til að vinna aftur í leik
húsinu þó í stuttan tíma sé, ég sakna
þess auðvitað. Ég byrjaði þarna níu
ára gömul og á sínum tíma ætlaði
ég aldrei að fara þaðan! En enginn
ræður sínum næturstað, eins og sagt
er. En ég er ekki hætt að leika eða
vinna að leiklistinni, alls ekki.
Þú situr nú í stjórn LA á
stormasömu skeiði. Hefur það verið
krefjandi?
„Já ég er í stjórn LA. Það hefur
verið mjög erfitt svo ekki sé meira
sagt, en það tókst að halda rekstrin
um í húsinu sem er afar mikilvægt
og leikárið er spennandi framundan.
Ragnheiður Skúladóttir er kraftmik
il og skapandi kona og við vorum
heppin að fá hana sem listrænan
stjórnanda. Ég hef heyrt rætt um
að það verði að sameina LA, Hof og
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Þó tölur á blaði segi að það sé hag
kvæmt að sameina stofnanir þá er
það mín skoðun að það sé oft alveg
galin hugmynd. Við getum og eigum
að vera stolt af leikhúsinu okkar. Það
koma alltaf tímar sem eru erfiðir í
leikhúsi, ekki bara hjá LA. Einhvern
veginn virðist aldrei hægt að komast
hjá því, sama hvað reynt er.
Akureyri er bær sem hefur upp
á mikið að bjóða og það er gott að
búa hér. Yndislegt að sjá allt þetta
fólk í bænum, sitja úti á kaffihúsum
eða hlaupandi og gangandi um allt,
bærinn er skemmtilega skreyttur og
alltaf eitthvað að bætast við. Ég hálf
kvíði því þegar afmælið er búið, vona
samt að okkur takist að hafa bæinn
svona fallegan og fjörlegan áfram.“
Hvað ertu ánægðust með hér í
bænum?
„Við getum verið stolt og ánægð
með svo margt, það er t.d. fullt af
hæfileikaríku og flottu fólki hér
sem við ættum að styðja betur við
og leyfa að njóta sín.“
Frumsýning á Borgarinnunni
verður 30. ágúst, sýnt verður 31.
ágúst og 1. sept. kl. 20.00 í Samkomu
húsinu á Akureyri og eru aðeins ör
fáar sýningar fyrirhugaðar. Miðasala
fer fram á leikfelag.is og midi.is. a
Einkarekið Apótek
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta