Reykjavík - 18.08.2012, Síða 15
6 16. ágúst 2012AfmælisvAkA AkureyrAr ÁGÚSTFMÆLISV K KUREYR R
Náttúruvörur úr íslenskri ætihvönn
Mikið mál?
Minna mál með SagaPro
www.sagamedica.is
Tíð næturþvaglát eru heilmikið mál fyrir marga
einstaklinga. SagaPro er náttúruvara úr íslenskri
ætihvönn ætluð þeim sem eiga við þetta vandamál
að etja. Með SagaPro fækkar næturferðum á
salernið og þar með færðu betri hvíld.
SagaPro fæst í heilsubúðum, apótekum,
stórmörkuðum og Fríhöfninni.
08
12
-1
Páll Skúlason
aðalræðumaður
Páll Skúlason fræðimaður og fyrr
um rektor Háskóla Íslands verður
aðalræðumaður þegar Akureyringar
fagna 150 ára afmælinu. Afmælis
nefnd ákvað að leita til Páls en hann
er heimspekingur, fæddur og upp
alinn á Akureyri, fyrrverandi rektor
Háskóla Íslands og virtur fræði– og
ræðumaður og þekktur fyrir að vekja
fólk til umhugsunar með orðum sín
um, að sögn Sigríðar Stefánsdóttur,
framkvæmdastjóra afmælisársins.
Páll er fæddur árið 1945 á Akur
eyri. Kvæntur Auði Þorbjörgu Birg
isdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá
MA og doktorsprófi í heimspeki árið
1973. Deildarforseti heimspekideild
ar var hann 1977–79, 1985–87 og
1995–97 og rektor Háskóla Íslands
1997–2005. a
Einstök kórahefð á Akureyri
Segir bæjarlistamaður 2011–2012, tónagjöf færð bæjarbúum
29. ágúst nk. verður svokölluð tóna
gjöf til bæjarbúa afhent í Hofi, ekk
ert kostar inn en enginn fær fleiri en
fjóra miða til ráðstöfunar. Afmæli
skór Akureyrar flytur ný kórverk eft
ir tónskáld frá Akureyri en í tilefni
af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar
setti Eyþór Ingi Jónsson, organisti
Akureyrarkirkju og kórstjóri, sér
stakan afmæliskór saman, sem flytur
fjölbreytta tónlist sem hvergi hefur
verið flutt áður.
Eyþór leitaði til nokkurra tón
skálda sem tengjast bænum og bað
þau um að semja tónverk sem verða
frumflutt á tónleikunum. Tónleikar
þessir verða gjöf kórfólksins, tón
skáldanna og Eyþórs til bæjarins.
„Tónagjöfin er hugmynd sem ég
gekk með í kollinum nokkuð lengi.
Ég fékk nokkur tónskáld sem tengj
ast Akureyri til að semja kórverk og
gefa bænum. Flutningur verkanna er
svo gjöf okkar allra, tónskáldanna,
kórfólksins og mín til bæjarins,“ seg
ir Eyþór.
Hann segir kórahefðina á Ak
ureyri einstaka. „Það er gríðarleg
gróska í kórastarfi og hefur lengi
verið. Mörg tónskáld sem koma
frá Akureyri semja fyrir kór og
gríðarlega margir aðilar sem hafa
kynnst tónlist í gegn um kórastarf
í bænum eru í dag tónlistarmenn
að atvinnu. Mig langaði líka með
þessu til að þakka fyrir þann heiður
sem mér var sýndur í fyrra þegar
ég var útnefndur Bæjarlistamaður
Akureyrar.“
Að sögn Eyþórs tóku allir hlutað
eigandi afskaplega vel í hugmyndina.
„Bæði tónskáld og kórfólk. Ég fékk
líka afskaplega falleg og sterk við
brögð frá starfsfólki Akureyrarstofu,
en ég bar hugmyndina fyrst undir
þau.“
Eyþór segir tónverkin öll afar
vel skrifuð. „Gríðarlega ólík en öll
skemmtileg. Allir gefa sína vinnu.
Hvað hugsar Eyþór þegar hann
heyrir orðið: Akureyri?
„Spennandi og stórkostlega falleg
ur staður þar sem ég mun vonandi
alltaf búa.“
Verkin sem flutt verða eru:
Aldamótakvæði (Michael Jón
Clarke við texta Páls J. Árdal)
Akureyri (Birgir Helgason
við texta Jóns Sigurðssonar ljós
myndara)
Hvíld (Hörður Áskelsson við
texta Snorra Hjartarsonar)
Lítil kveðja til Akureyrar (Jón
Hlöðver Áskelsson við texta Böðvar
Guðmundssonar)
Tröppurnar (mini–ópera eftir
Gísla Jóhann Grétarsson við texta
Margrétar Brynjarsdóttur)
Þrusk (Sigrún Magna Þórsteins
dóttir við texta Svavars A. Jónssonar)
Auk þess flytja allir viðstaddir
afmælissöng Jóns Hlöðvers Áskels
sonar, Akureyri 150 ára.
Ástkær akureyrskur tenór mun
fara með hlutverk í einu verkinu,
landsþekkt útvarpskona líka og svo
munu nokkrar ungar stúlkur syngja
með í einu verki, segir í upplýsingum
frá aðstandendum. a
EYÞÓR INGI
alltaf á kafi í tónlist.
V
ölu
n
du
r
Garðyrkjufélag Íslands
færir Lystigarðinum gjöf
Á meðfylgjandi mynd eru Helgi
Þórsson listamaður og Björgvin
Steindórsson forstöðumaður Lysti
garðsins að opna pakkann en Kristín
Þóra Kjartansdóttir formaður Garð
yrkjufélags Akureyrar bíður spennt
eftir að sjá innihaldið.
Á þessu ári er 100 ára afmæli
Lystigarðsins á Akureyri fagn
að. Af því tilefni ákváðu félagar í
Garðyrkjufélagi Akureyrar að færa
garðinum veglega gjöf fyrir hönd
Garðyrkjufélags Íslands. Lista
maðurinn Helgi Þórsson í Kristnesi
var fenginn til að smíða bekk sem
afhentur var aðstandendum og unn
endum Lystigarðsins við hátíðlega
afmælisathöfn garðsins þann 29. júlí
síðastliðinn. Bekkurinn forláti var
þá borinn á sinn stað við norðurhlið
hringstígsins um gamla gosbrunninn
og fer hann afar vel þar enda sér
hannaður inn í umhverfið. Viðurinn
í bekkinn, sem er lerki, var fenginn
úr Vaðlareit en Beate Stormo útbjó
skínandi áletraðan skjöld. Bekk
urinn er þannig úr garði gerður
að heilu fjölskyldurnar eða vina
hóparnir komast fyrir á honum og
eins er hægt að leggja sig í sólinni
og hlusta á þyt í laufi. „Unnendur
Lystigarðsins eru hvattir til þess að
líta gripinn augum og njóta hans sem
skyldi, en gott er að hvíla þarna lúin
bein á rölti um Lystigarðinn á Ak
ureyri,“ segir í fréttatilkynningu. a