Reykjavík - 18.08.2012, Blaðsíða 23
14 16. ágúst 2012AfmælisvAkA AkureyrAr . ÁGÚST FMÆLISV K KUREYR R
RANGÁRVÖLLUM | 603 AKUREYRI | SÍMI 460 1300 | FAX 460 1301 | no@no.is | www.no.is
Ert þú að flytja?
Er búið að lesa af mælunum?
Norðurorka minnir alla þá sem eru að flytja á nauðsyn þess að skilað sé inn
álestrum af hitaveitu- og raforkumælum. Gott er að hafa þetta í huga á
þessum árstíma þegar mikið er um að skólafólk sé að koma til náms í bænum.
Álestur er forsenda þess að rétt uppgjör geti farið fram.
Hægt er að skila inn mælaálestrum á heimasíðu Norðurorku undir slóðinni:
http://www.no.is/is/einstaklingar/maelaalestur
Þá eru viðskiptavinir einnig minntir á kosti þess að vera í bein- og boðgreiðslur en
einnig er hægt að sækja um þær á heimasíðu Norðurorku undir slóðinni:
http://www.no.is/is/einstaklingar/bodgreidslur
„Spilum það sama og 1965“
Laugardaginn 25. ágúst verða tón
leikar á Ráðhústorgi þar sem tvennir
tímar mætast. Þá koma á sömu tón
leikum fram „gamla“ unglingasveitin
Bravó Bítlarnir og Brák, nýlegt band
sem þykir framúrstefnulegt. Sævar
Ben, meðlimur Bravó, segir í samtali
við Akureyri vikublað að Bravó hafi
verið stofnuð árið 1964. Þeir hituðu
upp fyrir stórsveitina Kinks, 12 ára
gamlir í Austurbæjarbíói, sem verður
að teljast nokkuð góð byrjun á ferli.
Sævar segir að hljómsveitarmeðlimir
hafi komið við og við saman sl. þrjú
ár og hann spáir stuði. „Ég held að
þetta hljóti að verða skemmtilegt,
þarna mun ægja saman gjörólíkum
straumum,“ segir Sævar sem leikur á
bassa. Kristján Guðmundsson spilar
á hljómborð, Gunnar Ringsted á gítar
og Þorleifur Jóhannsson á trommur.
Nýr í bandinu er Brynleifur Hallsson.
„Við munum bara spila það sem við
vorum að spila árið 1965. Þetta er
bara svoleiðis,“ segir Sævar.
Brák flytur tónlist Þorsteins Kára
en hann hefur samið lög og spilað
með mörgum mismunandi hljóm
sveitum. Tónlist Brákar sver sig um
margt í ætt við tónlist sem hann
hefur áður spilað, t.d. sveitaballa
bandið Buxnaskjóna, en þó kveður
nú við glænýjan tón. Tónsmíðarnar
eru sveipaðar dulúðugum og draum
kenndum blæ. Nú fyrir skömmu kom
út sex laga platan Tómhyggja. Allur
hljóðfæraleikur á plötunni, söngur,
hljóðvinnsla og blöndun er í höndum
Þorsteins Kára. Plötuna má nálg
ast öllum að kostnaðarlausu á brak.
bandcamp.com en sveitina skipa auk
Þorsteis Kára, Áki Sebastian Frosta
son, Jón Haukur Unnarsson og Ingi
Jóhann Friðjónsson. a
GÖTULISTAHÁTÍÐIN HAFURTASK Á AKUREYRI 20.–25. ÁGÚST
Búum okkur til viðurværi sjálf
og sköpum okkar eigin tækifæri
Hugmyndin að Hafurtaski kviknaði á milli tveggja vina í lest á leiðinni
frá Helsingjaborgar til Kaupmannahafnar sumarið 2011. Þessir tveir vin-
ir, skólasystkini úr Menntaskólanum á Akureyri, bæði rétt skriðin yfir
tvítuginn, voru jafnframt stofnmeðlimir Leikhópsins Þykistu og höfðu þegar
hér kemur við sögu erindrekast í tvær vikur í borg Hamlets á alþjóðlegu
götulistahátíðinni Passage11.
„Afhverju gerum við þetta ekki
heima?“
„Gerum það“
Með vindinn í fangið og heims
yfirráð á to–do listanum gengu
vinirnir inn á næsta fund Leikhóps
ins Þykistu þar sem hugmyndin að
Götulistahátíð á Akureyri sumarið
2012 skyldi seld hinum meðlimun
um. Neistar kviknuðu, stormar
geisuðu í höfðum, pennar hripuðu
og fólk sló sér á lær. Ákveðið var
að láta slag standa og láta áherslur
þessa stærsta verkefnis Leikhóps
ins hingað til endurspegla tilgang
og markmið Þykistu– að skapa
vettvang fyrir ungt fólk til að læra,
skapa og koma sér og verkum sínum
á framfæri. Verkefnið fékk nafnið
„Götulistahátíðin Hafurtask“ og
áhersla lögð á sviðslistir utan sviðs
– allt hafurtask ungra Akureyringa
skal borið út á götur og sýnt hverj
um sjáandi. Gréta Kristín Ómars
dóttir og Svava Björk Ólafsdóttir
tóku að sér framkvæmdastjórn
Hafurtasks og hafa leitt vagninn
síðan.
Gengið var á náðir Menning
arráðs Eyþings og Evrópu Unga
fólksins til að fjármagna verkefnið
– og Þykista fékk skjól yfir höfuð
storma sína og athvarf til athafna
í Ungmennahúsinu í Rósenborg,
Menningarhúsinu Hofi og Tónlist
arskólanum á Akureyri.
Ráðnir voru fimm faglærðir snill
ingar til að annast listasmiðjur sem
verða dagana 20.–25. ágúst – þar sem
öllum á aldrinum 15 til 30 ára er
boðið að skrá sig til leiks og taka
þátt í því að búa til sýningar fyrir
Götulistahátíðina Hafurtask.
Þessir snillingar eru Arna Vals
dóttir með RÖDD Í RÝMI – safaríka,
leikræna raddgjörningasmiðju.
Anna Richardsdóttir með DANS
INN ÚT – einlæga og orkumikla
dansspunasmiðju.
Guðrún Daníelsdóttir (Garún)
með RÁÐGÁTULEIKHÚS – krefj
andi og krassandi leiklistarsmiðju
Heimir Ingimarsson með
HLJÓÐAKÓRINN – nýstárlega og
lærdómsríka kórasmiðju
Ragnar J. Ragnarsson (Humi) með
TÓNSJEIK – sjúklega grúvaða og
skemmtilega tónlistarspunasmiðju.
Upplýsingar og skráning í smiðj
urnar er enn í gangi á hafurtask.is
Að mati Þykistu hefur ungmenni
Akureyrar lengi vantað opinn vett
vang eins og Götulistahátíðina
Hafurtask – þar sem ekki einung
is er boðið upp á tækifæri til að
drekka í sig þekkingu, efla færni
sína og víkka sjóndeildarhringinn
undir handleiðslu fagfólks – heldur
gefst ungu fólki einnig færi á að
sýna sig og sanna á eigin forsend
um. Öllum ungmennum stendur til
boða að koma fram á Hafurtaski,
sér að kostnaðarlausu – hvort sem
þau tilheyra formlegum hóp, óform
legum eða engum hóp. Þykista að
stoðar alla hópa við kynningar og
undirbúning sinna atriða. Þegar
hafa skráð atriði Nemendafélag
TónAK, Hjólabrettafélag Akureyr
ar, Fjöllistahópurinn Fönix, Lopa
bandið, Eikverjar og margir, margir
fleiri – Bæði einstaklingar og hóp
ar. Þetta er einstakt tækifæri fyrir
upprennandi listafólk Norðurlands
og ómetanleg reynsla sem hlýst af
þátttöku.
Götulistahátíðin Hafurtask 25.
ágúst verður allsherjar uppskeruhá
tíð hæfileika, sköpunar og metnaðar
ungs fólks á Akureyri og öllum er
boðið að mæta til veislunnar.
Gréta Kristín Ómarsdóttir, einn
aðstandenda Hafurtasks.
Íþróttabærinn Akureyri
Mikið og öflugt íþróttalíf hefur ein
kennt Akureyri síðustu áratugi. Sam
einað handknattleikslið bæjarins í
meistaraflokki karla hefur staðið sig
mjög vel, sameinaður kvennameist
araflokkur í fótbolta situr á toppi
efstu deildar, Þór hefur átt mjög góðu
gengi að fagna og er í toppbaráttunni
í 1. deild og þá eru ónefndir ótal aðrir
hópar sem gert hafa garðinn frægan,
skíðamenn, krulluspilarar, íshokkílið,
blakfólk, bridgespilarar, sundmenn
og svo mætti lengi telja.
Aðstaða til íþróttaiðkana er enda
með því besta sem þekkist í 18.000
manna samfélagi en mikil upp
bygging hefur orðið á sviði íþrótta
undanfarið og hefur miklum fjár
munum verið varið til frístunda
starfs. a
Afmælisrit Lystigarðsins
Bækur hafa komið út á árinu sem tengja má sögu
legum tímamótum Akureyrar. Ein þeirra er bók um
sögu Lystigarðsins í 100 ár (1912–2012). Mjög ítarlega
er farið í upphafið, hvernig garðurinn varð til og
þá miklu sjálfboðavinnu sem konur fyrst og fremst
unnu allt til ársins 1953 þegar Akureyrarbær yfirtók
rekstur garðsins. Í bókinni er mikið af myndum frá
öllum tímabilum.
Bókin er rituð af Ástu Camillu Gylfadóttir lands
lagsarkitekt. Meðhöfundur er Björgvin Steindórsson
forstöðumaður Lystigarðsins. a
Heimilisiðnaðarskólinn
býður úrval námskeiða
Kennum fólki að framlei a fallega og ytsama
hluti með rætur í þjóðlegum menningararfi
• Þjóðbúningar kvenna,
barna og karla
• Skyrtu- og svuntusaumur
• Víravirki
• Baldýring
• Sauðskinnsskór
• Jurtalitun
• Knipl
• Orkering
• Útsaumur
• Harðangur
• Skattering
• Spjaldvefnaður
• Miðaldakjóll
• Tóvinna
• Spuni
• Vattarsaumur
• Vefnaður – sjöl úr hör og ullarkrep
• Dúkavefnaður
• Svuntuvefnaður
• Myndvefnaður
• Prjón og hekl fyrir örvhenta
• Prjón fyrir byrjendur
• Prjónalæsi
• Dúkaprjón
• Englaprjón
• Dóminó prjón
• Prjónaðir vettlingar
• Hekl fyrir byrjendur
• Heklaðir lopavettlingar
• Leðursaumur
• Skírnakjólar
• Rússneskt hekl - grunnnámskeið
• Rússneskt hekl - Handstúkur
• Rússneskt hekl - Sjöl
• Rússneskt hekl - Hetta í miðaldastíl
• Rússneskt hekl - Lopapeysa
• Tauþrykk
• Lissugerð
• Blautþæfing
Heimilisiðnaðarfélag Íslands | Nethylur 2e | 110 Reykjavík | Sími 551-5500 | www.heimilisidnadur.is
Frjáls útsaumur