Reykjavík - 08.09.2012, Síða 4
8. september 2012
Breyttur útivistartími barna
Frá og með mánaðamótum stytt-ist útivistartími barna. Fram til vors mega 12 ára börn og yngri
ekki vera úti lengur en til klukkan 20
og börn á aldrinum 13 til 16 ára mega
vera úti til klukkan 22. Miðað er við
fæðingarár.
Um eldri hópinn gildir sú undan-
tekning að þau mega vera ein á ferð
úti eftir leyfilegan útivistartíma þegar
þeir eru á heimleið frá viðurkenndri
skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
4
Glóperur heyra
sögunni til
Bannað er að selja glóperur á Íslandi, en bannið tók gildi
um síðustu mánaðamót. Glóperur
hafa lýst upp heimili Íslendinga
frá fyrri hluta síðustu aldar. Í stað
þeirra koma svokallaðar sparperur
sem nýta orkuna betur. Þær passa í
perustæði glóperanna, en hægt er
að fá breytistykki fyrir halógenperur
þannig að þær passi líka.
Með banninu, sem gildir innan
Evrópusambandsins, er áætlað að
orka sem sparist nemi heils árs raf-
orkunotkun Rúmeníu, að því er fram
kemur í Neytendablaðinu.
Réttindagæslu-
menn fatlaðra
teknir til starfa
Átta réttindagæslumenn fatlaðs fólks hafa verið ráðnir víðs
vegar um landið og hafa þeir allir
tekið til starfa.
Helstu verkefni þeirra eru sam-
kvæmt lögum að aðstoða og leið-
beina fólki sem vegna fötlunar
sinnar á erfitt með að gæta réttinda
sinna sjálft. Þeir eiga að fylgjast með
högum fatlaðs fólks á sínu svæði og
vera því innan handar við réttinda-
gæslu hvers konar. Það á við hvort
heldur er um að ræða meðferð
einkafjármuna fólksins, þjónustu
sem það á rétt á eða varðandi önnur
persónuleg réttindi eða einkamál.
Réttindagæslumenn í Reykja-
vík og á Seltjarnarnesi eru Halldór
Gunnarsson og Magnús Þorgríms-
son. Þeir eru báðir með aðsetur í
Borgartúni 22. Halldór er með
síma 858-1550 og netfangið hall-
dor.gunnarsson@rett.vel.is og sími
Magnúsar er 858-1627 og netfang
hans er magnus@rett.vel.is.
Nýtt og fagurt fley með fornum blæ
Þetta glæsilega fley lá í Reykja-víkurhöfn í vikunni. Þetta er barkskipið Alexander von
Humboldt II, þriggja masta skip.
Eðlilega mætti halda að um afar
gamalt skip væri að ræða, en það er
alls ekki, því kjölur þess var lagður í
desember árið 2008 og skipið sjósett
í maí 2011 og gefið nafn í september
sama ár, eða fyrir réttu ári. Skipinu
svipar mjög til forvera síns Alexand-
ers von Humboldt, en það skip var
smíðað árið 1906. Skipin heita eftir
þýska landfræðingnum, náttúru-
fræðingnum og landkönnuðinum
Friedrich Wilhelm Heinrich Alex-
ander Freiherr von Humboldt, sem
einna fyrstur kom fram með kenn-
inguna að lönd beggja vegna Atl-
antsála hafi eitt sinn legið saman,
einkum og sér í lagi Suður-Ameríka
og Afríka.
Fleyið er skólaskip þar sem nem-
endum á aldrinum 14 til 75 ára er
kennt að sigla. Það er 65 metra langt
og skartar 24 seglum, sem samanlagt
eru 1.360 fermetrar, en auk þess er
það knúið díselvél.
Heppilegur tími til að hækka
virðisaukaskatt á gistingu
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir skattalækkun árið 2007 að mestu
hafa farið til gistihúsanna sjálfra, því gisting hafi lítið lækkað.
Ríkið áformar að hækka virð-isaukaskatt á gistingu úr 7% í 25,5%. Fjölmargir hafa brugðist
ókvæða við þeim hugmyndum og fullyrt
að greinin geti ekki borið slíka hækkun og
að hækkunin muni litlu skila í ríkissjóð.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
fékk Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
til að taka saman áhrifin af hækkun
á gistiþjónustu. Samkvæmt skýrslu
stofnunarinnar má ætla að heildar-
útgjöld erlendrar ferðamanna hér á
landi hækki um 2% við hækkunina.
Í skýrslunni er bent á að erlendum
ferðamönnum hér á landi hafi fjölgað
jafnt og þétt undanfarin ár og að lang-
tímavöxturinn sé 7,7%, en 565 þúsund
erlendir ferðamenn sóttu Ísland heim
í fyrra og að það hafi verið 16% aukn-
ing frá árinu á undan. Þessi þróun hafi
haldið áfram og hafi aukningin verið
17,2% fyrstu sjö mánuði þessa árs.
Haldi Ísland áfram að vera vinsæll
áfangastaður geti verið heppilegur tími
núna til að hækka virðisaukaskatt á
ferðaþjónustu. Gert sé ráð fyrir að
hækkunin fyrirhugaða skili ríkissjóði
allt að 3,4 milljörðum króna í viðbótar-
tekjur.
Þar kemur einnig fram að hlutur
ferðaþjónustu í vergri landsfram-
leiðslu hafi árið 2009 verið 5,9%, en
vægi fiskveiða hafi verið 5,8% og fisk-
vinnslunnar 4,3%. Þá sé hlutur ferða-
þjónustu í ríkissbúskapnum hærri hér
en í nágrannalöndunum, en árið 2009
hafi 5% starfa verið í ferðaþjónustu.
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
segir skattbyrði á gistiþjónustu, bæði
virðisaukaskattur og tekjurskattur á
fyrirtæki, sér lægri á Íslandi en í Dan-
mörku og í Noregi.
Þá er bent á að árið 2007 hafi virð-
isaukaskattur á gistingu farið úr 14% í
7%, en mestur hluti þeirrar lækkunar
viðist hafa farið til gistihúsanna sjálfra,
því verð á gistingu hafi lítið lækkað.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
lögðu til að borgarstjórn mótmælti
skattahækkuninni, en þeirri tillögu
var vísað frá.
„Það gengur ekki að þeir borg-
arfulltrúar sem skipa meirihlutann
í Reykjavík fyllist valkvíða þegar
kemur að því að standa vörð um mikla
hagsmuni borgarbúa og atvinnulíf-
isins í Reykjavík. Hér er augljóslega
verið að hlífa ríkisstjórninni í stað
þess að gegna því hlutverki sem þeir
eru kjörnir til - að gæta hagsmuna
borgarbúa. Meirihluti borgarstjórnar
stendur ekki með þeim fjölda fólks
sem hefur atvinnu af ferðaþjónustunni
og það er miður,“ sagði Júlíus Vífill
Ingvarsson borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins við það tækifæri.
Alexander von Humboldt II við miðbakkann í reykjavík. skipið er aðeins
ársgamalt, þótt annað mætti halda.
Þegar dagurinn styttist, styttist líka
útivistartími barna.
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939
Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00
Opið um helgar frá 18:00 - 23:00
frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com
Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar
Þrír Frakkar
Café & Restaurant
Ferskur léttsteiktur bláugga-
túnfiskur m/soya-smjörsósu
og wasabi-kartöflumús