Reykjavík


Reykjavík - 08.09.2012, Síða 8

Reykjavík - 08.09.2012, Síða 8
8 8. september 2012 Sorg eftir sjálfsvíg Að missa einhvern, sem maður elskar og/eða elur önn fyrir, vegna sjálfsvígs, er eitt versta áfall sem hugsast getur. Enginn er við- búinn slíku og einungis þau sem reynt hafa á eigin skinni vita hvað slíkt hefur í för með sér og hvaða tilfinningar fylgja í kjölfarið. Í fyrstu, þ.e.a.s. á fyrstu vikum og mánuðum sorgarferlisins, munuð þið þarfnast eins eða alls af eftirfarandi: Að gera ykkur grein fyrir að tilfinningar ykkar eru eðlilegar; að verða ykkur úti um stuðning; að læra meira um sjálfs- víg; að öðlast innsýn í eigin missi og að minnka hættuna á öfgafullum sorgar- viðbrögðum, t.d. að kaffæra ykkur í vinnu, læsa tilfinningar ykkar inni eða drekka áfengi í óhófi. Nú spyrjið þið sjálfsagt hvernig líðan ykkar í augnablikinu geti mögulega talist „eðlileg“. En það er hún einmitt. Það sem gerðist og sá/sú sem þið mis- stuð var úr takti við tilveruna. Sjálfsvíg er óeðlilegasti dauðdagi sem hugsast getur og missir í kjölfar slíks dauðdaga sá óeðlilegasti. Tilfinningar ykkar eru fullkomlega eðlilegar, en það þarf að vinna rétt úr þeim. (úr heftinu Ást- vinamissir vegna sjálfsvígs. bls. 3. – 5.) -Hefur þú áhyggjur af einhverjum sem gæti verið í sjálfsvígshættu? Þakka þér fyrir hugrekkið til að ná til einhvers sem þér þykir vænt um. Það er vegna fólks eins og þín, sem okkur tekst að draga úr sjálfsvígum og sjálfssköðum á Íslandi. -Hefur þú áhyggjur af einhverjum í sjálfsvígshugleiðingum? Hver sem er, getur dottið ofan í sjálfsvígshugsanir einhvern tímann á lífsleiðinni. Þessar hugsanir geta spannað allt frá „hver er tilgangurinn með þessu?“ til „ég vil ekki vera hér lengur.“ Þú verður að skilja að sá eða sú sem þú hefur áhyggjur af langar innst inni ekki til að deyja, heldur einungis binda enda á sálarangist sína og sárs- auka. -Hvað er það í daglegu fari þessa einstak- lings sem veldur áhyggjum þínum? Hefur viðkomandi einangrað sig? Hefur persónuleikinn breyst? Er hann hlédrægari? Hefur frammistaðan breyst í skóla eða vinnu ? Er dauðinn eða tilgangsleysi lífsins aðal umræðu- efnið? Hefur viðkomandi gefið í skyn að fjölskylda eða vinir væru betur sett án hans? Ef eitthvað af ofanskráðu á við þarftu að finna út hvor viðkomandi íhugar að svipta sig lífi með því að spyrja hreint út: ,,Ertu í sjálfsvígshugleiðingum?” Ekki hræðast þessa spurningu, því hvað yrði það versta sem gæti gerst? Viðkomandi myndi annað hvort svara neitandi (og hugsanlega spyrja hvort það væri í lagi með þig?) eða játandi. Reynslan hefur sýnt að í raun og veru létti viðkomandi þegar þeir heyra spurninguna borna upp. Loksins - þegar slíkar hugsanir eru komnar fram í dagsljósið – getur viðkomandi farið að deila angist sinni með öðrum. Svari viðkomandi neitandi, máttu til með að segja að þú hafir verið áhyggju- full (-ur) því hann hafi hagað sér öðru- vísi en venjulega undanfarið. Spurðu hvort þú megir hjálpa á einhvern hátt. Kannski er viðkomandi langt niðri, hefur misst vinnuna, er nýkominn úr brotnu sambandi eða hefur fallið á prófi. Það sem viðkomandi er í mestri þörf fyrir núna er að heyra að ein- hverjum þykir vænt um hann og sé að bjóða fram stuðning sinn. Svari viðkomandi játandi, er skiljan- legt að þú fyllist hræðslu og vitir ekki hvað gera skuli næst. En næsta skef er mjög einfalt: Þú segir viðkomandi að þú ætlir að útvega hjálp og að þú munir hjálpa honum í gegnum þessa tilfinningakreppu. Þó svo að viðkom- andi hafi talað við þig í hreinskilni – þá er líf hans ekki á þína ábyrgð – mundu það! Hins vegar er það á þína ábyrgð að finna viðeigandi hjálp. Þetta felur í sér þátttöku annarra vina eða fjöl- skyldumeðlima, því á næstunni mun þessi manneskja þurfa heilt stuðnings- net. Það stendur engin einn undir svo þungri byrði. Sértu beðinn um að segja engum frá, máttu til með að fá við- komandi til að ræða við einhverja aðra utanaðkomandi. Fáir þú ekki samþykki fyrir því, biddu viðkomandi um leyfi til að þú megir tala við einhvern. Þú verður að upplýsa þá sem er í tengslum við viðkomandi, til að tryggja áfram- haldandi umönnum og umhyggju. Næsta skref er að hringja í 1717 og fá ráðleggingar. -Hræðist þú að einhver muni valda sjálfum sér skaða? Hafir þú þessar áhyggjur, er ekki víst að þú áttir þig á því að fyrir mörgum er sjálfsskaði leið til að takast á við lífið eða að tjá vanlíðan sína. Líklegast er að sjálfsskaði þeirra sé ekki sjálfsvígstil- raun. Nú þegar þú hefur áttað þig á að þetta eigi við í þínu tilfelli, eru komin í smá vandræði. Í fyrsta lagi: Er hér um barn eða full- orðinn að ræða, vin eða starfsfélaga? Nálgunin fer eftir þessu. Mikilvægast er að þú vitir að þessi hegðun hefur verið haldið leyndri þar sem viðkomandi skammast sín svo mikið fyrir hana. Þess vegna reynum við ekki að grafast fyrir um ástæðurnar. Í öðru lagi þarfnast þú skilnings á því að sjálfsskaði snýst um tjáningu – viðkomandi er ófær um að tjá vanlíðan sína munnlega og er einungis fær um að tjá þær líkamlega. Fyrir marga sem þannig er ástatt fyrir, er það stundum auðveldara að einbeita sér að líkam- legum frekar en andlegum sársauka. Talaðu við viðkomandi. Byrjaðu á að segja: ,,Ég veit að þú skaðar sjálfan þig og mig langar til að hjálpa þér”. Hvatn- ing þín og fjölskyldu viðkomandi til að þiggja hjálp skiptir miklu máli. Samúð og hlýleg leiðsögn eru vænlegastar til árangurs. Leitaðu upplýsinga hjá 1717. Hjálparsími Rauða Krossins er opinn allan sólarhringinn. (af vefnum www.sjalfsvig.is) 10. september – Sjálfsvíg – Minning – forvarnir • Kyrrðarstund • Málþing • Gular slaufur – gulir borðar 10. september er tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga víða um heim. Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Talið er að í heiminum öllum verði sjálfsvíg á 40 sek. fresti. Tíðni sjálfs- víga á Íslandi sveiflast frá ári til árs og er á bilinu 33­37 sjáfsvíg á ári undan­ farin ár. Það segir okkur að tveir til þrír einstaklingar að meðaltali svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi Að þessu sinni verður athygli vakin á sjálfsvígum og forvörnum gegn þeim með ýmsum hætti; • Sala á gulum slaufum • Gulir borðar verða festir á tré í kringum Tjörnina í Reykjavík. • Málþing um sjálfsvíg og forvarnir í safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Tjörnina. Kl. 15-17 • Minningarstund í Dómkirkjunni kl. 20 og kertafleyting á Tjörninni . Málþing um sjálfsvíg - forvarnir og stuðningur við aðstand- endur Dagskrá: (kl. 15-17:00 safnaðarheim­ ili Dómkirkjunnar v. Tjörnina) • Upp á líf og dauða - Um sjálfs- vígsáhættu ungs fólks; Jónína Le- ósdóttir rithöfundur • Umfang sjálfsvíga á Islandi og við- brögð heilbrigðiskerfisins: Óttar Guðmundsson, geðlæknir • “Veldu þá lífið…”Sigrún Halla Tryggvadóttir, félagi í Hugarafli talar um reynslu sína • Sjálfsvíg: Forvarnir, öryggisnet og tengslanet. Hrefna Ólafsdóttir fé- lagsráðgjafi • Staða aðstandenda eftir sjálfsvíg: o Trúir þú á líf fyrir dauðann? Elín Ebba Gunnarsdóttir • Vandi fólks sem upplifir sjálfsvíg. Benedikt Tónlistarflutningur: Elvar Bragason forstöðumaður og ráðgjafi hjá Lífsýn forvarnir og fræðsla. o Guðmundsson • Neyðarnúmerið 1717: Símtöl frá fólki í sjálfsvígshugleiðingum: Haukur Árni Hjartarson starfsmaður Rauða krossins. • Stjórnandi Halldór Reynisson Kyrrðarstund til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi Dómkirkjan kl. 20:00 Dagskrá kyrrðarstundarinnar verður á þessa leið: • Árelía EydísGuðmundsdóttir að- standandi segir frá reynslu sinni. • Benedikt Guðmundsson aðstandandi fjallar um stuðning við þau sem hafa mist í sjálfsvíg • sr. Sigurður Pálsson flytur hugvekju. • Tónlist: o Páll Óskar Hjálmtýsson o Jónas Sigurðsson o Fabúla o Kári Þormar dómorganisti Dagskrárröð: Forspil Fólk boðið velkomið Tónlist: Páll Óskar Hjálmtýsson (1- 2 lög?) Árelía Eydís Guðmundsdóttir Tónlist: Jónas Sigurðsson Benedikt Guðmundsson; stuðningur við aðstandendur Sálmur í flutningi Fabúlu: Lag: Fabúla, texti sr. Sigurður Pálsson Hugleiðing: sr. Sigurður Pálsson Eftirspil um leið og gengið er út. Að lokinni athöfn í kirkjunni verður gengið niður að Tjörn þar sem kertum verður fleytt til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa frá fyrir eigin hendi. Þær stofnanir og samtök sem að þessu átaki standar eru: Þjóðkirkan; Embætti landlæknis; geð- svið Landspítala háskólasjúkrahúss; Ný dögun, samtök um sorg og sorgar- viðbrögð; Rauði krossinn; Hugarafl og Geðhjálp, auk aðstandenda. Alþjóðadagur sjálfs­ vígsforvarna 10. sept. Alþjóðahei lbr igðismála-stofnunin hefur tilnefnt 10. september sem alþjóðadag sjálfsvígsforvarna. Af því tilefni hefur þverfaglegur hópur fagfólks og aðstandendur sem misst hafa ástvin vegna sjálfsvígs staðið fyrir kyrrðarstund í Dómkirkjunni síðustu fimm ár á þessum degi. Næstkomandi mánudag, 10. september 2012, mun hópurinn standa fyrir málþingi og strax að því loknu verður kyrrðar- stund og kertafleyting á tjörninni í Reykjavík. Sjálfsvíg er raunveruleiki sem fæstir vilja vita af en alltof margir þurfa að takast á við afleiðingar af. Á hverju ári eru 33–40 einstaklingar á Íslandi sem af einhverjum ástæðum treysta sér ekki til að halda áfram að lifa lífi sínu og ákveða að binda sjálfir enda á það. Þá má nefna að á hverju ári eru u.þ.b. 500–600 manns sem gera sjálfsvígstilraun en er giftu- samlega bjargað. Oftast hafa þeir sem falla fyrir eigin hendi átt við erfið- leika að stríða, s.s. þunglyndi, kvíða, fíknisjúkdóma, óöryggi, skerta sjálfs- mynd, áföll eða félagslega erfiðleika. Sumir einstaklinganna eru komnir í öngstræti með líf sitt og upplifa al- gjört svartnætti meðan aðrir virðast hafa í hvatvísi tekið líf sitt og eftir sitja aðstadendur sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Enginn er eyland, það er mikil- vægt fyrir alla að eiga góða að til að tala við og finna að á þá sé hlustað og á þetta enn frekar við ef einstak- lingur þjáist af sálrænum vanda eða glímir við aðra erfiðleika. Oftar en ekki þurfa þó einstaklingar sem upp- lifa sálræna vanlíðan að hafa gott aðgengi að fagfólki. Fyrsta skrefið ætti að vera að leita eftir aðstoð á heilsugæslu sem síðan getur vísað áfram þeim einstaklingum sem þurfa sérhæfðari aðstoðar við. Sjálfsvíg er alltaf harmleikur sem hefur gríðarleg áhrif á umhverfi þess sem sviptir sig lífi, fjölskyldu, vini, vinnu- og skólafélaga og aðra í nær- samfélagi einstaklingsins. Þeir sem eftir lifa eru oft uppfullir af sárum tilfinningum, undrun, dofa, afneitun, ákafri sorg, reiði, sjálfsásökunum og/ eða ásökunum á aðra. Sjálfsmynd að- standenda verður í kjölfarið brothætt, þeir eiga á hættu á að verða kvíðnir, einangra sig og þeir sitja uppi með áleitnar spurningar sem erfitt getur verið að finna svör við. Í kjölfar sjálfs- vígs er því ávallt mjög mikilvægt að sinna eftirlifendum vel. Það er dýr- mætt að eiga góða fjölskyldu og vini, en oft þurfa eftirlifendur að fá frekari aðstoð hjá fagaðilum og/eða tækifæri að lesa sér til í einrúmi til að skilja betur líðan sína. Fræðslusvið Biskupsstofu og Skálholtsstofu hafa nú endurútgefið handbók sem ætluð er aðstandendum sem hafa misst ástvin vegna sjálfvígs. Handbókin er vel uppbyggð og svarar mörgum spurningum sem brenna á aðstandendum í kjölfar sjálfsvígs. Hana er að finna á vefnum www.sjal- fsvig.is en þar er líka margs konar annar fróðleikur sem gagnast getur aðstandendum við þessar aðstæður. Auk þess má nefna að á vefnum www.landlaeknir.is er fjölbreytt efni er varðar geðraskanir, sjálfsvígs- forvarnir og sorg eftir sjáfsvíg. Þá má og nefna að í fyrsta sinn mun verða seld gula slaufan í minningu þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Höfundur er Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Embætti Landlæknis Höfundur er Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.