Reykjavík - 08.09.2012, Qupperneq 9
98. september 2012
Strætó ekur ekki út á land
Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir misskilnings gæta varðandi strætóferðir
um landið. Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu þurfi að leita nýrra leiða
varðandi almenningssamgöngur og lítur til leigubíla í því sambandi.
Farþegar ferðast nú með strætó víða um landið. Fyrir utan Sel-foss og Suðurland ók strætó á
milli Akraness og Reykjavíkur. Og um
nýliðin mánaðamót hófst akstur um
Vesturland, þar með talið Snæfells-
nes og í Búðardal, um Borgarfjörð og
tengingar við Hvammstanga og Skaga-
strönd og alla leið til Akureyrar. Þá
er í undirbúningi að bjóða út akstur
austur frá Akureyri um norðausturland
sem og innan Suðurnesja. Fólk getur
notað venjulega strætómiða á þessum
leiðum, Strætó bs. heldur utan um
þjónustuna, bílarnir eru með merki
Strætó bs. á sér og fólk því litið svo á
að þarna séu á ferð bílar frá Strætó bs.
En svo er ekki, segir Reynir Jónsson
framkvæmdastjóri Strætó.
„Landshlutasamtök hafa komið til
okkar og spurt hvort að við séum til-
búin að annast þetta þannig að þau geti
sett sín kerfi inn í okkar miðasölukerfi,
að þjónustuverið okkar svari, kúnn-
inn geti hringt til okkar og farið inn á
okkar heimasíðu því að það geri það
einfaldara fyrir íbúana að nota þjón-
ustuna. Og um það snýst samkomu-
lagið á milli okkar og viðkomandi
landshlutasamtaka og við fáum bara
þóknun fyrir. Þessi samningur er al-
gjörlega óháður aksturssamingi sem er
gerður á milli viðkomandi landshluta-
samtaka og akstursaðila.“
-Þannig að Strætó keyrir ekki á þessum
leiðum?
„Nei, við keyrum ekkert. Það eru
bara verktakar sem bjóða í og lægst-
bjóðandi fær.“
-Umræðan hefur verið þannig að Strætó
bs. sinni þessum akstri.
„Ég skil bara ekki þá umræðu. Menn
vita betur, tel ég, vegna þess að þessir
sömu aðilar hafa boðið í, en ekki
fengið. Það eina sem við gerum er að
annast alla markaðssetningu, þjón-
ustuver tekur við öllu og farmiðasölu-
kerfi okkar er notað, en allar tekjur af
farmiðasölunni renna til viðkomandi
landshlutasamtaka. Við gerum upp
magntölur og sendum landshlutasam-
tökunum tölvupóst sem og rekstrar-
aðilanum um hvað reikningurinn eigi
að vera hár hverju sinni.“
-Leggur Strætó þá ekki til neina bílstjóra
eða bíla?
„Nei. Það eru gerðar sérstakar kröfur
um svokallaða intercity bíla, sem eru
svona strætó í rútulíki. Þar er fyrst
og fremst lagt upp með fjölda sæta
og öryggisbelti og svo framvegis, en
í stað þess að vera með þessar miklu
farangurslestar undir eru bílarnir lækk-
aðir til að lækka innstigið í þá. Síðan
eru kröfur um standandi farþega, sem
er kannski enn einn misskilingurinn.
Við áttum okkur alveg á því og öll þessi
landshlutasamtök, að það þýðir ekkert
að bjóða farþegum upp á það að standa
frá Höfn til Reykjavíkur. En um leið og
bíllinn keyrir inn í Norðlingaholtið er
hann orðinn strætó í Reykjavík, þannig
samnýtist þetta tæki. Reykvíkingar geta
notað bílinn til að ferðast úr Mjódd og
upp í Norðlingaholt, Akureyrarbílinn
þjónustar líka Mosfellssveit, Kjalarnes,
Leirvogstungu og Akranes þegar hann
keyrir þar í gegn. Ef Akurnesingar vilja
nota hann og standa í ferð sem tekur
30 mínútur þá er það valkostur. Þú
stendur frá Hafnarfirði til Reykjavíkur í
50 mínútur. Við leggjum þetta að jöfnu
og þess vegna er þessi krafa um stand-
andi farþega.“
-Svo það sé alveg á hreinu, þá er með
þessum landsbyggðaakstri ekkert tekið
frá Strætó?
„Við erum milliður eða miðlari,
við erum að miðla þjónustunni. Við
tökum fyrir það þóknun samkvæmt
samningi og hún miðast við 15% af
samningsverðmæti milli landshluta-
samtakanna og akstursaðilanna. Sem
dæmi má nefna þá skapar þessi Vest-
urlands- og Akureyrarrúta Strætó
tekjugrunn upp á 30 milljónir króna á
ári, við höldum úti þjónustuveri, tölvu-
kerfum og markaðssetjum alla þjón-
ustuna. Í raun er þetta áætlun um að
útgjöld vegna þjónustunnar séu greidd
af viðkomandi landshlutasamtökum,
en ekki Strætó bs.“
-Þannig að aksturþjónusta sem Strætó
býður upp á einskorðast við höfuð-
borgarsvæðið?
„Já.“
-Og er sú þjónusta fullnægjandi?
„Menn vilja alltaf meira og það er
eðlilegt. Auðvitað eigum við okkur
draum um annað, meira og betra.
Við erum búin að leggja fram hug-
myndir um hvernig megi efla núver-
andi strætókerfi til næstu ára, en það
eru aðvitað takmörk fyrir því hvað er
hægt að bjóða upp á góða þjónustu með
gulum strætisvögnum. En við höfum
lagt til, sem er þróun sem hefur átt sér
stað undanfarna áratugi, en þó aðallega
síðustu fimm til tíu ár í Skandinavíu og
Vestur-Evrópu, sem er það sem menn
kalla „flex services“. Til að útskýra þá
eru strætó og lestar skilgreindar sem
„fixed route“ þjónustur, það er að segja
þau fara ákveðna leið á ákveðnum
tímum með ákveðnu millibili. Það
kemur til af því að ökutækin eru stór
og geta ekki athafnað sig þvert á þessa
stóru ferðaleggi. Til dæmis sinnir leið
1 Hafnafirði og Kópavogi og svo eru
leiðarnar upp í Breiðholt og Grafar-
vog, sem eru nánast eins og lestar á
strætóhjólum. En þegar fólk ætlar að
ferðast þvert á þessar leiðir eða utan
annatíma, þá eru færri möguleikar í
boði. Mjög víða eru yfirvöld farin að
líta á leigubíla sem hluta af almenn-
ingslausninni. Og í tengslum við það
má nefna ferðaþjónustu fatlaðra og
aldraðra, þar eru tæki á ferðinni sem
almenningur getur ekki nýtt sér. Menn
hafa því sagt að þessi tæki þurfum við
að nota, þau eru lítil, geta tekið nokkra
farþega og skutlað þvert á leiðir þessara
stóru ferðaleiða. Við erum með þá til-
gátu byggða á reynslu annarra þjóða að
þetta sé eitthvað sem við getum gert.
Þetta er tiltölulega auðvelt, við færum í
samvinnu við rekstraraðila á leigubíla-
stöðvum og aðila sem aka fyrir ferða-
þjónustu fatlaðra. Þriðji ferðamátinn
sem við gætum hugsað okkur er það
sem úti í heimi er kallað „rapid bus
transit“ og ef við tækjum öfgafyllstu
myndina af því væri hægt að ímynda
sér sérstakar akreinar í miðjunni á
Miklubraut þar sem strætó færi fram
og til baka, stoppaði á færri stöðum en
tíðnin væri mjög mikil, svona nokkurs
konar léttlest eða metro á hjólum. Þetta
er miklu ódýrara en að byggja lest, en
mjög sveigjanlegt.“
-Varðandi hugmyndirnar um að nýta
leigubílana, myndu þeir þá fara ákveðna
leið á ákveðnum tímum?
„Það yrði pöntunarkerfi. Maður yrði
ekki eini farþeginn og ekki víst að hann
aki með mann stystu leið á milli A og
B, heldur tekur hann á sig sveig til að
taka upp og setja af aðra farþega. Það
hefur verið til í Bandaríkjunum í ára-
tugi fyrirbæri sem kallast „shared cab“.
Við sjáum fyrir okkur að í leigubílum
geti verið búnaður til að skrá þá inn
í svona þjónustu í almenningssam-
göngum. En svona þjónusta yrði ekki
í boði á annatíma á milli Hafnarfjarðar
og Reykjavíkur, þá nota menn strætó.
En til að ferðast þvert, utan annatíma,
mjög snemma á morgnana eða seint á
kvöldin, þá væri hægt að nota svona.“
-Eruð þið byrjaðir að ræða við leigu-
bílastöðvarnar?
„Nei, þetta er allt ennþá á hug-
myndastigi.“
-Stjórnmálamenn tala oft um að efla
þurfi almenningssamgöngur, en finnið
þið að hugur fylgi máli?
„Já, ég verð að svara þessari spurn-
ingu játandi. Við sjáum það til dæmis
á frekar nýlegum samningi sem er að
taka gildi og ríkið gerði við sveitarfé-
lög á höfuðborgarsvæðinu um eflingu
almenningsamgangna á svæðinu. Sá
peningur sem kemur þar gerir okkur
kleift að efla þjónustuna á svæðinu. Ef
við horfum fram til ársins 2070, sem er
fljótt að líða, miðað við mannfjöldaspár
og skipulagsmál og við ætlum ekki að
dreifa byggðinni frekar og byggja vegi
sem væri mjög dýrt fyrir okkur, þá
eigum við ekki landrými undir vega-
kerfi og ekki fjármuni til að bæta það
gamla þannig að við þurfum að finna
upp á einhverju öðru og nýju. Og ef
við lítum til annarra landa sjáum við
að þau fara í þær lausnir sem ég nefndi
hér að framan.“