Alþýðublaðið - 10.06.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.06.1924, Blaðsíða 3
AL.&S éSU miL a.~$í I £» kaupum skipanna hvers fyrir sig. Ég geri mér ljóst, aÖ mörgurn flnnist eigi til um þessa hugmynd mína, og berji þá því einu við, aö litur reykháfanna só svo fallegur. Pví skal eigi neitaö, að fallegur er hann. En hvað um það; úr því að sparnaðar er þörf, þá verður að gæta hagsmunanna í stað hégóm- ans. Það hefir verið bent lítils háttar á, hversu spara megi, og skal nú athuga, hver sparnaður yrði, ef fækkun eða breyting eigi hefði farið fram, Éar skal þá fyrst nefnt, að vanir skipverjar geta unnið flest þeirra verka, sem erlendir málarar vinna á skipum, og engum mun detta í hug að halda því fram, að þeir (þ. e. hásetar) muni kaup- dýrari vera heldur en málarar. Pess utan gætu þeir á margvísleg- an hátt bætt viðhald skipsins, sem við aldur þess hefði það í för með sór, að viðhaldskostnaður yrði minni í stað meiri. T. d. við klössun, því að það vita menn vel, að só vandað viðhaldið frá fyrstu byrjun, þá bæði endast skipin lengur og þurfa minni aðgerða við en ef þeim er illa við haldið frá byrjun. Einnig má nefna það, að því fleiri og vanari sem skipverjar eru, því betur má auka eftirlitið með lestun og losun skipanna, og því lengur sem góðir menn eru saman, því betur samtaka verða þeir. Éað er og engum efa undirorpið, að betra væri skipunum að hafa rýmri áætlun á veturna. Pá gætu skipsmenn oft lagfært ýmislegt, sem nú er keypt dýru verði 'hjá erlendurn skipasmiðastöðvum. Nei; látum þetta >óskabarn< okkar verða barn framtíðar og þroska, er verðí okkur til gagns og sóma á komaadi árum. Gætum þess vel, að það verði okkur ekki eftirlætisbarn, er af illu uppeldi fjarlægist okkur ár frá ári. Margt fleira mætti um þetta segja, en hór skal staðar numið að sinni. Sjáandi. Peningagengi Dana. Svo segir í fregnum frá Dan- mörku, að gengi dönsku krón- unnar hafi faiið síbatnandl i apríl og maí eða síðan séð var fyrlr endann á stjórn burgeisa. Sterlingspund féli úr d. kr. 25 95 1 d. kr. 25,78 írá 1. apríl til 7. mai. Þó hefir danska jafnaðar- mannástjórnin ekki haft bol- magn til að koma því skipulagi á gengismálið, sem hún vildi, iyrir mótspyrnu burgeisa, hægri og vinstri, i íandsþinginu. Gjald- eyrisnefndin hefir látið 6. gr. gengislaganna koma til fram- kvæmda. Er það efhi hennar, að erlendur gjaldeyrl fæst ekki i Konur! ÆcGtiafni(vitamineí) eru notué i„Smdrau~ smjörlíRié. cSiéjio því ávalt um það 11,1— TeggföBur, yfir 100 tegundir. Odýrt, — Yandað. — Enskar stærðir. Hf. rafmf. Hiti & L jús. Laagavcg 20 B. — Sírni 830. keyptur nema með vottorðl nefndarinnar, ef ekki er hægt að vita með vissu, að gjaldeyr- inn eigi að nota til greiðslu á keyptum vörum, eða um minnl háttar íjárhæðir sé að ræða. Þetta er eitthvað öðruvísi en hér, endá ræður þar alþýða, en hér burgeisar. Um miðjan maí höfðu 720101 gestir sótt brezku alríkissýninguna í Wembley. Edgar Rice Burroughs: Tarzan og gimsteinar Opar-borgar. Augu hans hvildu á speglinum á veggnum. En hann sá hann ekki. Alt i einu kom mynd fram i spegilgler- inu. Hann hvesti augun 0g sá, að andJit Achmets Zeks speglaðist i þvi, umvaíið tjalddyra-umbúnaðinum að baki hans. Werper kæfði niður i sér ólundaróp. Hann stilti sig og leit af speglinum á gimsteinana, eins og ekkert hefði i skorist. Hann setti steinana i pyngjuna i hægð- um sinum og stakk henni i barm sór, tók fram vindling, kveikti i honum og stóð á fætur; um leið geispaði hann, teygði úr sér og snéri sér hægt til dyranna. Andlit Achmets Zeks var horíið úr gættinni. Það væri alt of vægt að segja, að Albert Werper væri dauðskelkaður. Hann vissi, að nú var eigi að eins auður hans, heldur lika lif hans i veði. Achmet Zek myndi ekki láta slikan fjársjóð ganga sér úr greipum, og ekki myndi hann fyrirgefa eða hlifa þeim manna sinna, er kæmist yfir slika dýrgripi án þess að bjóða höfðingjanum hlut. Belginn bjóst til að taka á sig náðir hægt 0g rólega; hann vissi ekki, hvort gætur voru hafðar á honum, ,en ef svo var, gat vörðurinn ekki séð 1 Evrópumannin- um minsta vott um óróann, sem niðri fyrir bjó. Þegar hann var afklæddur, gekk hann að borðinu og slöktí ljósið. Tveimur stundum siðar opnuðust tjalddyrnar hægt, og inn i tjaldið læddist dökkklæddur maður. Niðamyrkur var á. Maðurinn læddist yfir gólfið. I annari hendinni hélt hann á löngum hnifi. Loksins nam hann staðar við rúmið úti við einn tjaldvegginn. Hann þuklaði fyrir sér og fann skrokk, — skrokkinn á Albert Werper; hann hóf upp hnífinn, hikaði, — stakk. Aftur og aftur stakk hann, og knifurinn sökk á kaf i rekkjuvoöirnar. En skrokkurinn var furðulega dauðalegur. í snatri kipti hann burtu ábreiðunum og leitaði með skjálfandi hendi að pyngjunni, sem hann ætlaði að ná i af félaga sinum. Hann stóð bölvandi á fætur. Þetta var Achmet Zek, og hann bölvaði vegna þess, að hann hafði uppgötvað, að i rúminu voru að eins fatatuskur; — Albert Werper var flúinn. „Sonnr Tarzans“ kostar 3 cr. á iakari pappír, 4 kr. á betri. Dragið el ki að kaupa beztu sögurnar J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.