Harmoníkan - 31.05.1989, Qupperneq 4
MONIKUUNNENDUFI
1979
ARA
Formaður H.U.V. GunnarG. Gunn-
arsson afhendir nýkjörnum heiðurs-
félaga Aðalsteini Símonarsyni og
jafnframt fyrsta formanni félagsins
for/ata vasa með aletrunum til stað-
festingar heiðrinum.
ins í stórum dráttum og minntist lát-
inna félaga.
Heiðursfélagi
Þá var komið að þeirri stund að
einn félagi H.U.V. skyldi heiðraður.
Aðalsteinn Símonarson frá Laufskál-
um var gerður að heiðursfélaga og er
hann annar tveggja sem hlotið hafa
þann heiðurssess. Jóhannes G. Jó-
hannesson var fyrsti heiðursfélaginn,
hann lést fyrir tveimur árum.
Aðalsteinn Símonarson er annar
tveggja stofnenda félagsins og fyrsti
formaður þess (formaður í fimm ár).
Aðalsteinn er landskunnur maður
meðal harmoníkuunnenda, einnig
meðal þeirra er starfa að gróðurmál-
um og trjárækt. Hann er og frum-
Hátíðin sett
Hátíðin var sett meðan á borðhald-
inu stóð af Gunnari G. Gunnarssyni
Hátíðartónleikar H. U. V. Hljómsveit
félagsins, stjórnandi Hannes Baldurs-
son.
Formenn Harmoníkuunnenda Vesturlands í tíu ár, ásamt konum sínum. (Myndin er
tekin á 10 ára afmcelinu.) Frá vinstri: Gunnar Gauti Gunnarsson, Steinunn Árnadóttir,
Sigurbjörg Pálsdóttir, Aðalsteinn Símonarson, lngimar Einarsson og Anna Kristins-
dóttir.
10 ára afmæli H U.V.
H VER stórviðburðurinn rekur ann-
an hjá harmonikufélögunum í land-
inu, 7. apríl sl. komst félag Harmon-
íkuunnenda Vesturlands í hóp þeirra
félaga er náðu 10 ára markinu. Haldið
var upp á afmælisdaginn 15. apríl á
Hótel Borgarnesi. H.U.V. er þriðja
félagið á landinu sem verður 10 ára.
Stjórnin þauð gestum í fordrykk kl
17:00 og ávarpaði formaður gesti og
bauð velkomna. Salurinn var fagur-
lega skreyttur og fór ekki á milli mála
hvert afmælisbarnið var.
Hið ótrúlega gerðist að á sama tíma
var H.F.Þ. með árshátíð, H.F.H. með
árshátíð og fimm ára afmæli,
F.H.U.R. með dansleik og Ásgeir S.
Sigurðsson formaður H.V. erlendis.
Hvað sem olli voru trúlega færri en
skyldi frá Landsfélögunum, þó voru
fimm aðkomnir formenn landsfélaga.
Vegna árshátíðar og afmælis H.F.H.
skiptum við Þorsteinn með okkur
verkum, hann færi austur, undirritað-
ur í Borgarfjörð. Þorsteinn birtist
reyndar uppfrá um kvöldið þvi ófært
varð um daginn flugleiðis til austur-
lands.
formanni H.U.V. með þessum orðum:
Kœru veislugestir ég vil bjóða ykk-
ur hjartanlega velkomna í kvöld. Það
er okkursem að félaginu starfa mikið
ánœgjuefni að þessi litli félagsskapur
sem ekki telur fleiri en 56 meðlimi og
varð 10 ára nú fyrir nokkrum dögum
skuli vera heiðraður af komu alls
þessa fólks. Það er von okkar að þið
góðir gestir eigið ánægjulega kvöld-
stund og farið héðan með góðar end-
urminningar. A ð svo mæltu segi églO
ára afmæli Harmoníkuunnenda Vest-
urlands sett.
Síðan rakti formaður sögu félags-
4