Harmoníkan - 31.05.1989, Síða 5
kvöðull að samskiptum harmoníku-
klúbba í Noregi og hérlendis, kom
m.a. því til leiðar að Málsev Nye
Trekkspilklubb kom hingað 1981, þá
var hann fararstjóri í ferð þeirra um
landið. Aðalsteinn sagði í sínu þakk-
arávarpi: ég held ég hefði ekki viljað
missa þessi 10 ar úr mínu lífi. Það er
röð ánœgjustunda frá því við stofn-
uðum þetta félag.
Formenn landsfélaganna
Formönnum landsfélaganna var
ætlaður tími og kom nú hver af öðr-
um og óskaði afmælisbarninu heilla í
nútíð sem framtíð og afhentu gjafir
og blóm.
Sérstakur gestur
J akob Yngvasyni var boðið sem sér-
stökum gesti, hann lék einleik og réðst
ekki á garðinn þar sem hann er lægst-
ur. Það fer ekki á milli mála að Jakob
er kominn í röð stórsnillinga okkar.
Tónleikar H.U.V.
Hátíðardagskráin var ekki á enda.
Nú var komið að tónlistardagskrá
félagsins sem var heilmikil. Innan fél-
agsins eru greinilega efnilegir tónlist-
armenn og fengum við að heyra í ein-
leikara, tríói, dúetta og hljómsveit
sem er fjölmenn. Stjórnandi hennar
er Hannes Baldursson.
Lokaorð
Næst var stiginn dans fram eftir
nóttu. Menn höfðu á orði þegar þeir
máttu mæla milli dansa að vart
myndu þeir annað eins fjör og dans-
gleði.
Ætlunin var að gefa út sérstakt blað
til að minnast afmælisins en tíminn
reyndist of naumur, ætlunin er samt
að láta verða af því. Vonandi getum
við birt sögu félagsins í blaðinu Har-
moníkan á næsta áskriftarári. Veislu-
stjóri var Guðrún Jóhannsdóttir og
var öll skipulagning til fyrirmyndar.
Að síðustu langar mig að vitna í orð
formanns er hann setti hátíðina. Að
þið góðir gestir eigið áncegjulega
kvöldstund og farið héðan með góðar
endurminningar. Þetta eru orð að
sönnu og óskum við á blaðinu Har-
moníkuunnendum Vesturlands gæfu
og gengis í framtíðinni með von um
áframhaldandi góða samvinnu.
H.H.
Guðmundur Samúelsson og Guðrún
Jóhannsdóttir. Boðsgestir H. U. V.
komu saman daginn eftir 10 ára af-
mcelið á heimili þeirra á Akranesi.
Molar. ..
Uppörfandi framtak
ÞaÐ gladdi okkur útgefendur blaðs-
ins þegar áhugavert bréf barst frá for-
manni H.U.V. Gunnari Gauta Gunn-
arssyni snemma í mars. Undanfari
þess var símtal við Gunnar þar sem
hann velti fyrir sér ýmsum leiðum til
að innheimta áskriftargjöld blaðsins.
Fyrrnefnt bréf sem kom nokkru síðar
fjallaði um að stjórn H.U.V. hefði tal-
ið rétt að ganga í ábyrgð á áskriftar-
gjöldum fyrir sína félagsmenn næstu
tvö áskriftarár.
Þetta er mikið öryggi fyrir blaðið
og viljum við þakka stjórn H.U.V. fyr-
ir fordæmið.
Útgefendur.
Flest blöð þar með harmoníkublöð
breyta sjaldnast um nafn. Ekki er það
algild regla því norska harmoníku-
blaðið Trekkspilleren hefur skipt um
nafn þrisvar á jafnmörgum árum.
Ýmsar orsakir má nefna eins og þegar
nafninu er breytt yfir í Titano bladet,
mikið af efni blaðsins fjallaði um það
sem gerðist á Titanohátíðinni var
nokkurskonar biblía hennar, manna-
skipti í stjórn blaðsins og fl. Svo kem-
ur á daginn að leggja verður Titanó
hátíðina niður, (eftir tíu ár) aðallega
að sagt er vegna rógburðar fjölmiðla.
Til að halda áfram útgáfunni án
stuðnings Titano fékk blaðið víðari
merkingu og var nú gefið nafnið
Gammel Dans og litt til. Ábyrgðar-
maður er Sigmund Dehli og ritstjóri
Leif Husom.
5