Harmoníkan - 31.05.1989, Page 10
Grettir
Björnsson
Allir sem unna harmoníkutónlist
þekkja Gretti Björnsson, hann er
landskunnur enda einn af okkar allra
bestu harmoníkuleikurum. Þá hefur
hann unnið sér frægðarorð á erlendri
grund. Ungur að árum heillaðist hann
af harmoníkunni og er ekki annað að
heyra en svo sé enn. Ég bað Gretti að
stikla um minningasjóð liðinna ára og
fræða lesendur Harmoníkunnar um
harmoníkusnillinginn Gretti Björns-
son.
Ég er fæddur að Bjargi í Miðfirði
v/Húnavatnssýslu þann 2.5.1931 og
var skirður í höfuðið á Gretti Ás-
mundarsyni hinum sterka. Ég man
óljóst eftir mér á Bjargi. Ég var tæp-
lega 3 ára þegar ég fluttist með móður
minni og stjúpföður Arinbirni Árna-
syni til Hafnarfjarðar. Þar man ég
raunverulega fyrst eftir mér í einhverj-
um túnjaðri með hlöðnum grjótgarði,
ég hafði stolist út fyrir þessa girðingu
og farið á flakk, og týndist en fannst
svo einhverntima um nóttina. Síðan
berst leikurinn út í Skerjafjörð og
þaðan áfram að Syðra Langholti við
Langholtsveg sem var stórt kúa og
svinabú. Þetta var stuttu fyrir stríð og
sjálfsagt erfiðir tímar en samt voru
þarna mjaltamenn, maður kynntist
almennu sveitalífi í borginni, meðal
annars var heyjað úti í Viðey. Þar fékk
maður að spreyta sig á ýmsu eins og
að berjast við kríur. Annað sem ég
kynntist voru vistmennirnir á Kleppi
þeir voru á rás þarna fyrir framan
Syðra Langholt. Einu sinni komu
tvær konur þegar ég var að gæta bróð-
ur míns Árna eða Lilla eins og hann
var kallaður. Önnur konan segir við
hina: Mér líst vel á þennan ljóshærða
dreng en Árni var ljóshærður glókoll-
ur. Næst er bara að honum er lift upp
og gengið með hann burt. Ég hleyp
inn og öskra mamma, mamma, kon-
urnar tóku Lilla. Allt varð snarvit-
laust. Fjósamenn og svínahirðar um
allt að leita svo fundust þær því oftast
gekk þetta fólk sömu leið. Hann var
ekki til frásagnar um líðan sína, sagði
bara da, da.
Hljómsveitarmynd frá 1968, síðasta myndin sem tekin var af hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar. Frá vinstri f. aftan, Lárus Sveinsson, Árni Elfar, Jón Páll, Guðjón Ingi,
Árni Scheving og Grettir Björnsson. Fremst, Anna Vilhjálms og Ragnar Bjarnason.
í Syðra-Langholti fékk ég að fara
með foreldrum mínum og fleira fólki
á Húnvetningamót. Líklega hefur það
verið í Ingólfskaffi. Þar man ég að ég
sá tvo hressa kalla spila á hnappa-
nikkur, það hafði ég aldrei séð áður.
Þeir minntu mig eiginlega á einhvers-
konar riddara og fóru létt með það
sem þeir gerðu. Þetta klingdi í höfð-
inu á mér lengi. Ég hef verið svona
6—7 ára þá. Á þessum árum var nú
eitthvað hlustað á útvarp þá held ég
jafnvel að Toralf Tollefsen hafi sett
eitthvað á svið fyrir mig, eitthvað
meira en gengur og gerist. Það voru
yfirleitt spilaðir Argentískir dansar
rétt fyrir fréttir þetta hafði allt mikið
að segja fyrir mig.
Er stríðið var að skella á fluttum við
inn í Sogamýri, á þessu tímabili var
allt að fyllast af hermönnum og þá
gaus líka upp hin hræðilega blóð-
kreppusótt sem var einhver alskæð-
asta magaveiki sem herjað hefur á
þetta land, margir dóu úr þessu.
Enn breytast heimilishagir, við er-
um allt í einu komin norður í land og
erum þar meira og minna viðloðandi
í 3 ár, bæði norður í Húnavatnssýslu
hjá afa mínum Karli og frændum á
Bjargi í Miðfirði einnig einn vetur í
Fornahvammi Norðurárdal. í Forna-
hvammi sá ég mann fyrst leika á
píanóharmoníku, Guðmund í
Hvammi Norðurárdal. Meðan við
bjuggum á Lundi í Lundareykjadal
komu nokkrir harmoníkuleikarar
sem spiluðu í samkomuhúsinu sem
stóð í túnfætinum, þeir voru Jóhann
Benediktsson frá Neðri Fitjum,
Magnús frá Skáney og Karl Axelsson
hálfbróðir minn, hann lést ungur að
árum. Maður fékk að bera
harmoníkukassann eða jafnvel sitja
við hliðina á harmoníkuleikurum mitt
í öllu þessu, á þessum timum var ekk-
ert kynslóðabil, allir fengu að fara á
böll. Drykkjuskapur var lítill fyrir ut-
an einstaka bátakarla sem komu og
slógu um sig og æstu til slagsmála.
Einu sinni þreif harmoníkuleikarinn
sem var aðkomumaður af sér nikkuna
og tók einn ólátasegg haus-rasstaki og
henti honum út í poll fyrir utan dans-
húsið.
Nú er komið að því að við förum
suður til Reykjavíkur í Blesugróf. Þá
var ég tólf ára. Um veturinn kom faðir
minn Björn Jónsson og gaf mér
harmoniku í fullri stærð ágætis hljóð-
færi og kaupir handa mér músikktíma
hjá dönskum manni Sven Viking
hann bjó í Ingólfsstræti. Ég þurfti að
bera harmoníkuna út á Skeiðvöll og
síðan í strætó. Hann tók mig föstum
tökum, það voru nótur frá upphafi.
Þetta var torf fyrst en mamma hjálp-
aði mér eitthvað, hún var kirkjuorg-
anisti í gamla daga. Um þetta leyti var
Árni bróðir að byrja með fiðlu líka
þannig að við vorum farnir að garga
þarna hvor í sínu horninu. Við fórum
að æfa svolítið saman dúetta, létta
sem betur fer og áður en við vissum
var frændi mömmu búinn að stefna
okkur niður í útvarp. Við fengum
áheyrn hjá Þórarni Guðmundssyni,
10