Harmoníkan - 31.05.1989, Page 12
En þegar við vorum komnir til Kal-
gari var kominn maðkur í mysuna,
einhver ameríkani var búinn að setja
puttana á stjórnborð útvarpsins,
borga útvarpsstjóranum undir borð-
ið, um eitthvert eiturlyfjabrask var að
ræða sem fór fram í duldum umbúð-
um, (munnhörpum) svo engin furða
var að við fengum ekki að koma
nærri.
Hafið var eitthvert mesta þreng-
ingatímabil æfi minnar, við hjónin
áttum varla fyrir jólamat né neinu.
Hljómsveitin flutti sig til næsta bæjar
Red Deer í Alberta og komst að við
litla útvarpsstöð til að auglýsa okkur,
spiluðum klukkutima prógramm á
dag sem kynnti okkur í nágranna-
sveitunum, þetta slampaðist en þar
kom að ekki gekk sem skyldi svo við
hættum.
Aftur til Vancouver
Nú var mér bent á að tala við
músikkennara, Alf Carlson nokkurn,
sænskan að uppruna, mjög góður
kennari sérstakur, strangur og smá-
munasamur. Hann prófaði mig á
dönskum valsi, þá sagði hann: Furðu-
legt hvað þú ferð vel með þetta en þú
kannt ekki neitt, öllu heldur aðferðin
sem þú notar er ekki góð, það er belg-
urinn, þar er aðalatriðið að hann sé
tekinn föstum tökum frá fyrstu nótu
út í gegn. Hann lét mig byrja á hálf og
heilnótum þar til belgtæknin varð
honum að skapi.
Hann lét mig taka þátt í tónlistar-
samkeppni, það gekk ágætlega og
næsta vetur kynntist ég fleiri mönn-
um, m.a. Leo Aquino hann var í mjög
góðu formi, var á aldri við mig. Við
tókum þátt í músiksamkeppni meðal
margvíslegra hljóðfæraleikara,
söngvara og fl. Ég lék píanóverk,
sonatínu eftir Kuhlau. Dómarinn
veitti mér hæsta stig yfir alla aðra.
Áfram hélt ég við spilamennskuna,
oft með fleirum, m.a. country western
hljómsveit í fjögur ár. Fór svo að spila
niður í borginni með hinum og þess-
um, þjóðverjum, norðmönnum, sví-
um og fl.; virkilega gaman að þessu.
Ég kynntist mörgum góðum
músiköntum, við suma hef ég sam-
band enn. Svo fór maður að kenna við
stórt músik studio, það var þónokkur
grundvöllur fyrir harmoníkukennslu
og sölu á þeim, harmoníkan þótti
heppilegt hljóðfæri og á viðráðanlegu
verði.
Til íslands aftur
Það lá orðið í loftinu að fara heim
á ný, börnin orðin fjögur, róðurinn
Með fyrstu verðlaun eftir alþjóðlega
tónlistarkeppni í British Columbia,
Kanada.
var farinn að þyngjast. Við komum
heim um áramótin 1960—61, fór þá
að kenna og gerði það fram á vor,
byrjaði að spila í hljómsveit í Klúbbn-
um og Sjálfstæðishúsinu, komst m.a.
í hljómsveit Ragnars Bjarnasonar á
Hótel Sögu og var með honum í sex ár,
síðan hef ég verið í lausabransanum.
Eftir að ég kom að utan skellti ég mér
fljótlega út í málningarvinnuna, það
hefur verið mitt aðalstarf síðan. Upp-
úr stofnun F.H.U.R. 1977 kenndi ég og
aðstoðaði áhugafólk um harmoniku-
leik í Edduhúsinu. Þar á eftir í Tón-
skóla Sigursveins, og stjórnaði upp-
töku að hluta á fyrstu hljómplötu
F.H.U.R.
Grettir segir mér að lokum að hann
hafi ávalt reynt að halda sér í formi en
slíkt sé erfitt þegar menn þurfa að
stunda stritvinnu. Segist hafa
lifnað allur við þegar Lars Ek kom
hingað svona frískur og lifandi uppá
gamla mátann. Raunverulega setti
hann mig svolítið uppá við aftur.
„Það urðu kaflaskipti í íslenskri
harmoníkusögu við komu hans að
mínu viti“, segir Grettir. Ennfremur
að ýmsir þeir nikkarar sem hingað
koma leika alls ekki tónlist sem hentar
hljóðfærinu. Við missum af fjöldan-
um ef leikin er allt of þung músík eins
og orgelverk. Léttleiki og vandvirkni
er það sem gildir. Það er til nóg af
músik sem hentar hljóðfærinu af-
bragðs vel.
Framtíð harmonikunnar á íslandi?
Meiri og betri kennsla er nauðsyn-
leg og áframhaldandi starf harmon-
íkufélaganna á landinu. Það þarf að
koma með eitthvað sem hentar ungu
fólki líka.
Plötuútgáfa
Hvað hefur þú gefið út margar
plötur?
Þær eru fjórar alls, tvær stórar og
tvær minni G.S. hljómplötur, en ég
hef komið víða við á plötum með öðr-
um, nokkur lög eru eftir mig, alls
fimm sem öll eru á plötunum.
Grettir Björnsson er giftur Ernu
Geirsdóttur, þau eiga fjögur börn,
Geir Jón, Margréti, Regínu og Gretti.
H.H.
12