Harmoníkan - 31.05.1989, Blaðsíða 14
Hljómlistarlíf í Vestmannaeyjum um
aldamót
Eftir Einar Sigurðsson
Fram að síðustu aldamótum var
hljómlistarlíf í Vestmannaeyjum fá-
brotið. Það helzta í því efni var kirkju-
tónlistin. Síðustu forsöngvarar og
organleikarar í Landakirkju fyrir
aldamót voru þeir bræðurnir Jón og
Sigfús Árnasynir, hreppstjóra,
Einarssonar á Vilborgarstöðum. Jón
var faðir Péturs óperusöngvara og
þeirra bræðra og Sigfús Brynjúlfs
tónskálds og þeirra systkina.
Orgelharmoníum voru þá líklega
aðeins þrjú til í Vestmannaeyjum:
Landakirkju, Ofanleiti og Löndum.
Einfaldar harmonikkur voru algeng
hljóðfæri, fiðla ein og ein. Síðast á
öldinni voru langspilin svo til alveg
horfin. Langspil voru strengjahljóð-
færi, strokin með boga, og lá hljóð-
færið á hnjám þess, er á það lék. Sá,
er einna síðast smíðaði langspil í Eyj-
um, var Jón bóndi Vigfússon í Túni,
faðir Guðjóns trésmiðs á Oddstöðum
og þeirra systkina, dáinn rétt eftir
aldamótin.
Sigfús Árnason æfði karlakór.
Æfingarnar voru haldnar í þinghús-
inu (Borg) og konsertar í Góðtempl-
arahúsinu. Rétt eftir aldamótin, 1902,
fluttist A. J. Johnson, síðar bankafé-
hirðir, til Vestmannaeyja og dvaldi þar
í fjögur ár. Á þeim árum æfði hann
karlakór, sem hélt opinbera sam-
söngva. Hann þótti koma með nýja
strauma í söngmennt Eyjaskeggja,
þar sem hann æfði ný og í Eyjum áður
óþekkt lög.
íslenzka þjóðin er sönghneigð og
söngelsk. Menn koma varla saman til
þess að skemmta sér, svo að þeim
finnist ekki, að þeir þurfi að taka
lagið. Meira að segja ferðast íslend-
ingar varla svo í bifreið, engu að síður
þó almenningsvagnar séu og farþeg-
arnir ókunnir hver öðrum, að ekki sé
sungið fullum hálsi. Vekur þetta mjög
athygli útlendinga.
Fyrir síðustu aldamót voru Vest-
mannaeyingar einhver fjölmennasti
kaupstaður á landinu. Lætur að lík-
um, að mikið hefur verið sungið, þar
sem jafnmikið var saman komið af
fólki á tiltölulega litlum stað, veizlur
14