Harmoníkan - 31.05.1989, Qupperneq 16

Harmoníkan - 31.05.1989, Qupperneq 16
Lék á harmoníku í fangabúðum rússa. Nýkominn frá Síberíu 1950 byrjaöur að spila. Werner Tessnow Kaninn lét okkur í hendur rússum, þeir skipuðu öllum að láta af hendi alla lausamuni, úr, hringa, orður og persónulegar myndir, en það ein- kennilega var að harmoníkunni fékk ég að halda sem alltaf var með mér, enda voru margir sem buðust til hjálp- ar að bera hana hvar sem við vorum. Við lentum í fangabúðum og fengum lítinn og lélegan mat, svo illa leið mér af hungri að mér stóð orðið á sama þó ég léti harmoníkuna mína, því seldi ég hana fyrir eitt rúgbrauð. Rússarnir færðu okkur í aðrar fangabúðir, til Reval í Eistlandi, urðum að dúsa þar í fjögur ár, alltaf var lofað um hver jól að við fengjum að fara heim en svikið jafnoft. Fangavörður einn var stöðugt að basla við að spila á tvöfalda nikku, ég fór að veita honum athygli, hann spurði mig þá hvort ég kynni að spila, ég játti því og fékk að taka i. Hann varð himinlifandi og eftir þetta var ég látinn spila inn á skrifstofu fyrir hann. Þegar aðrir fóru að þræla í alls- konar stritvinnu var ég kallaður til að skemmta gæslumönnum fangelsisins. Nú fékk ég nægan mat, eins mikið og ég í mig gat látið. Þannig gengu hlut- irnir fyrir sig þar til ólánið dundi yfir. Við fórum í hungurverkfall, þá tóku þeir 10 manns af handahófi úr hópn- um sem sökudólga, einn af þeim var ég. Dómurinn varð 10 ára þrælkunar- vinna, eftir 14 daga vorum við sendir Werner með föður sínum Vilhjálmi Tessnow, myndin er frá 1959—60. með lest eitthvert sem enginn vissi, en vorum að velkjast í fjórar vikur við hroðalegar aðstæður. Einn af félög- unum sá glitta í stjörnurnar út um rifu á vagninum, hann sagði, ég held að við séum á leiðinni til Siberíu, það stóðst og dvölin þar var martröð. í búðunum í Siberíu lærðist okkur eftir þýðingu einhvers okkar á morsi frá annarri hæð að vinda vatnið upp úr klósettskálinni. Með því að mynda opna leið milli hæða var hægt að hafa samband við aðra fanga, þá var höfð- inu stungið ofan í klósettið og talað í gegnum skólplögnina. Eftir þetta vissi enginn um mig, lok- að var fyrir allar bréfaskriftir. Ade- nauer kanslari vann mikið í að fá fanga lausa og honum tókst að losa okkur frá martröðinni eftir eins árs dvöl í Síberíu. Er til Þýskalands kom á ný (fyrsta maí 1950 í Fridland) var mér bannað Werner Tessnow 1988. að vinna í eitt ár en eftir það fór ég að leika á harmoníku á sjoppum í Ham- borg. Á ný flyt ég til íslands, fyrsta júlí 1979 þá var ég giftur íslenskri konu, við höfðum kynnst er ég var í Kefla- vík, hún heitir Ingunn Magnúsdóttir nú Tessow, og eignuðumst við einda dóttir, tvær dætur á ég, aðra á Islandi hina í Þýskalandi. Á stríðsárunum giftist ég þýskri konu en ég missti hana. Werner leikur mikið á harmoníku enn þann dag í dag, á milli grípur hann í orgelið sitt, hann er félagi í F.H.U.R., hefur oft leikið á skemmti- fundum þess aðallega þýska marsa'og Bæjaramúsik. H.H. Molar Harmoníkuleikarinn Egil Hauge varð 60 ára 26. janúar sl. Hann hefur leikið á harmoniku frá átta ára aldri og samið lög frá þrettán ára aldri og eru þau orðin yfir 500. Árið 1951 varð hann sænskur meistari, árið 1954 norðurlandameistari og 1958 varð hann í öðru sæti í heimsmeistara- keppninni í Vín, og eins hefur hann verið dómari í evrópu- og heimsmeist- arakeppni. Egil er einn þriggja harmoníkuleik- ara sem hafa hlotið gullmedalíu frá ítölskum harmonikuframleiðendum. Um þessar mundir er hann kennari við tónlistarskólann í Örebro og er með 60 nemendur í kennslu. 16

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.