Harmoníkan - 28.02.1991, Blaðsíða 12

Harmoníkan - 28.02.1991, Blaðsíða 12
Rá SLÍ.HJJ. Nú þegar 10 ára afmæli Sam- bands íslensksra hramoníku- unnenda er frammundan er til- hlíðilegt að stinga niður penna. Samkeppni um merki fyrir sam- bandið gekk vonum framar. Alls bárust 35 tillögur frá 21 höfundi og er það mun fleiri en búist var við í upphafi. Tillögur voru sendar aðildar- félögum til umsagnar og nú eru allflest búin að senda niðurstöð- urnar aftur til sambandsins sem tekur endanlega ákvörðun um val merkis með hliðsjón af vali félag- anna, og ætti þá í framhaldi af því að vera hægt að þakka höfundum fyrir þeirra tillögur og birta nöfn efstu manna. Því eins og er eru nöfn höfunda ennþá í lokuðum umslögum. Við í stjórn sambands- ins reynum að vera búnir að ganga frá þessu og jafnvel verður barm- merkið og borðfánarnir tilbúnir fyrir afmælið í vor. I sambandi við afmælið hefur stjórnin ákveðið að gangast fyrir heimsókn sænskra harmoníku- leikara til landsins í byrjun júní, það er ætlunin að þeir fari út á landsbyggðina og haldi tónleika og dansleiki á vegum aðildarfélag- anna sem vilja taka á móti þeim í samráði við stjórn sambandsins, sem mun skipuleggja ferðina í samræmi við félögin. Það er von mín að sem flest félögin sjái sér fært að taka þátt í þessari afmælis heimsókn sam- bandsins. Þeir sem hafa áhuga að fá þessa snillinga í heimsókn eru beðnir að hafa samband við Yngva Jóhannsson í síma 91—74552 sem gefur nánari upplýsingar um fyrr- nefnda gesti. Þetta er mjög gott tækifæri til að rifja upp og efla gömul og ný kynni því alltaf hefur harmonikutónlistin seiðandi að- dráttarafl og vissan sjarma þar sem hún er viðhöfð. Með harmoníku kveðjum Yngvi Jóhannsson formaður S.í. H.U. Um þessar mundir er að koma út (eða þegar komin) ný plata og snælda með 16 lögum og eru 15 þeirra eftir Guðjón Matthíasson. Eru 8 þeirra spiluð (instrumental) og leikur Grétar Geirsson 5 þeirra á harmoníku, þar af einn sænskan skottís en annan harmoníkuleik sér Guðjón sjálfur um og hafa þeir með sér nokkra aðstoðarmenn sem leika á önnur hljóðfæri. Um söngin sér Kristrún Sigurð- ardóttir 39 ára söngkona og er Væntanleg r • r r i jum Eins fram kemur í frétt frá for- manni S.I.H.U. er fyrihugað að fá sænska harmoníkuleikara til lands- ins næsta sumar. Þegar er búið að fá þau Sigrid Öjefeld og Anders Larsson til að koma og hugsanlega bætast tvö önnur við sem einnig leika á harmoníkur. Þau koma væntanlega til lands- ins 13. júní og er hugmyndin að þau ferðist um landið í hálfan mánuð og spili, en ekki er búið að ákveða það nánar. þetta hennar frumraun á plötu. Hljóðritun fór fram í Stúdíó Stemmu og lauk upptöku um síð- ustu áramót. Áður hefur Guðjón sent frá sér 8 litlar plötur og 4 stórar og er þetta því 13. platan hans og hefur sennilega enginn íslenskur harm- oníkuleikari leikið fleiri lög inn á plötur. Þeir sem hafa hug á að eignast eintak geta snúið sér til Guðjóns í sima 91-23629 i,b Þ.Þ. Ný plata TIMINN LIÐUR KRISTRUN SIGURÐARDOTTIR SYNCíUR MEI) HUÓMSVEIT C.UDJÓNS MA1TIIíASSONAR ÞKSS SK AI. GE11I> Al» IIAKMONIKIISNII.I.INÍ.I KINN C.KKTAR Í.KIKVSON LKIKUK 5 li»<. Á ÞKSSARI PljÖTU ATH! Allt efni í næsta blað þarf að hafa borist fyrir 1. maí. 12

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.