Harmoníkan - 28.02.1991, Blaðsíða 19

Harmoníkan - 28.02.1991, Blaðsíða 19
17 .desember síðastliðinn færði Harmoníkufélag Rangæinga, Tónlistarskóla Rangæinga tvær kennsluharmonikur að gjöf. Önnur er 48 bassa Hohner hin er 96 bassa Royal Standard. Gjöfin var afhent á tónleikum skólans, í húsakynnum hans á Hvolsvelli. Þar söng barnakór skólnas jólalög. Einnig komu fram nemendur er léku á píanó, þverflautur, og harmoníkur. Að lokum tónlistarflutningi nemenda afhenti formaður Harmoníkufélagsins Sigrún Bjarnadóttir skólastjóra Tón- listarskólans Helga Hermannsyni gjöfina. Sagði hún meðal annars að tónlistin væri stór þáttur í lífi hvers einstaklings, hún væri afar gefandi og þar væri ekkert kyn- slóðabil til. Hvatti hún nemendur skólans að nýta sér tónlistarnámið vel. Ennfremur vakti hún máls á því hversu meðalaldur harmo- níkuleikara væri hár og lét í ljósi þá ósk að hljóðfærin sem félagið væri að gefa kæmu því til leiðar að Frá Harmoníkufélagi Rangæinga Sigrún Bjarnadóttir meðalaldur harmoníkuleikara færðist neðar. Litlu harmoník- unni sagði hún fylgja sú ósk að margir litlir fingur ættu eftir að fara höndum um hana. Skólastjóri þakkaði gjöfina og sagði ómetanlegt að skólinn ætti hljóðfæri til að lána nemendum i upphafi þar eð töluverð fjárfesting væri í hljóðfærakaupum fyrir for- eldra. Bað hann Grétar Geirsson að leyfa viðstöddum að sjá og heyra hvað í hljóðfærunum byggi. Að lokum léku félagar úr Harmo- níkufélagi Rangæinga nokkur lög. Grétar Geirsson Sigrún Bjarnadóttir Á léttum nótum Leiðrétting vegna rangfærslu i prentsmiðju í síðasta blaði, við skrítluna „Á léttum nótunumþ prentsmiðjan áleit að átt væri við harmoníkuna, segja því hana úti og hana inn. Hið rétta er að verið er að meina belginn sem slíkan eða kannski er mein- ingin tvíræð? Skrítlan á að vera þannig. Þú byrjar með hann úti — ef þú missir hann inn — er allt bú- ið. Höfundur Haukur Ingimarsson í belgnum Guerrini seks raða hnappa- harmonika m. sænskum gripum 4. kóra til sölu. litur svört 120 bassa. Einar Guðmundsson sími: 96—26140 Rojal Standard pianóharmo- níka 96 bassa, litur rauð 3. kðora til sölu. Elnar Guðmundsson \ sími: 96—26140 19

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.