Harmoníkan - 01.10.1994, Qupperneq 22

Harmoníkan - 01.10.1994, Qupperneq 22
Toralf Tollefsen 80 ára Þann 26. ágúst s.l. varð norski harmoníkuleikarinn Toralf Tollefsen áttræður. Hann er án efa þekktastur allra erlendra harmoníkuleikara hér á landi og sennilega enginn, sem á annað borð hefur eitthvað hlustað á harmoníkutónlist, sem ekki hefur heyrt á hann minnst. Á afmælisdaginn var Tollefsen sent eftirfarandi símskeyti: Pá vegne islandske trekkspillere sender jeg hjertligste gratulasjoner pá 80 - ars dagen. Hjertelig tak for kon- sertturene dine i Island, og for den store innflytelse du har hatt pá islandske trekkspillere. Landsforbundet for islandske trekkspillere Ágeir S. Sigurðsson formann. (Fyrir hönd íslenskra harm-oníkuleikara sendi ég hjartanlegustu hamingjuóskir á 80 ára afmœlisdaginn. Hjartans þakkir fyrir tónleikaferðir þínar á íslandi, og fyrir þau miklu áhrif sem þú hefur haft á íslenska har- moníkuleikara. Landssamtök íslenskra harmoníkuleikara Ásgeir S. Sigurðsson formaður) Sennilega eiga margir plötur og snældur með leik Tollefsens, bæði nýlegt og gamalt efni og þar á meðal eru nokkur íslensk lög. Haraldur Þórarinsson Kvistási í Kelduhverfi er einn aðdáenda hans og hefur safnað ótrúlega mörgum hljóðritunum Tollefsens. Enn má heyra fólk tala um Tollef-sen frá því að hann kom til landsins á árunum 1952 og 1953 og hélt tónleika víðsvegar um landið og í Morg- unblaðinu frá 26. október 1952 var haft eftir Braga Hlíðberg: „..Tœkni Tollefsen erfrábœr og öll meðferð mjög smekkvís og vandvirknisleg. Hánorrœnt yfirbragð hans og látlaus, viðkunnanleg framkoma á sviðinu heillaði áhoifendur þegar í stað. - Það þatfmeira en meðalmann til að halda fullum sal í Austurbœjarbíói í „spenningi“ í fullar tvœr stundir, en það tókst Tollefsen.. “ Toralf Lois Tollefsen er fæddur 26. ágúst í Fredrikstad, en flutti snemma til Osló. Hann sýndi snemma mikinn tónlist- aráhuga og varð strax hugfanginn af harmoníkunni sem var efst á óskalista hans sem ungs drengs. En faðir hans hafði ekki efni á að kaupa harmoníku, en heldur en ekkert, fór hann með soninn í hljóðfæraverslun og keypti handa honum munnhörpu. Sá stutti greip munnhörpuna tveim höndum og settist á tröppumar fyrir framan verslunina og hóf að leika fyrir vegfarendur, sem hópuðust að. Síðar fór hann að læra á fiðlu, en alltaf var það harmoníkan sem heillaði. Hann fékk að lokum harmoníku og þegar hann var aðeins átta ára gamall kom hann fram sem harmoníku-leikari ásamt Svend, yngri bróður sínum. Síðar komst hann í kynni við Ottar E. Akre og naut hann tilsagnar hans í hálft annað ár. Tollefsen varð fljótlega kunnur og virtur harmoníkuleikari á öllum Norðurlöndunum en heimsfrægð hlaut hann eftir að hann fluttist til Bretlands. Þegar árið 1936 kom hann fram í vikulegum þáttum hjá bres- ka ríkisútvarpinu BBC. Á þessum árum fór hann að spila með sinfóníuhljómsveitum sem einleikari. Hann tók að flytja stærri tónverk, sem hann oft á tíðum útsetti fyrir harmoníku og það varð til þess að hann hlaut heimsfrægð fyrir. Við það opnuðust leiðir til að halda tónleika í virtum tónleikasölum, þar sem harmoníkan hafði ekki haft aðgang að áður, eins og t.d. Royal Albert Hall, Times Hall og Wigmore Hall. Það má segja að hann hafi haldið tónleika um allan heim, í Afríku, Ameríku, Ástralíu og að sjálfsögðu víðsvegar um Evrópu. Á sjötta áratugnum flutti hann aftur til Noregs og hefur starfað og verið búsettur í Osló síðan. Norska Landssam- bandið minntist þessara tímamóta með því að halda hátíð 16. október í „Oslo Konserthus“, og eins hefur útgáfufyrirtækið „Norrilds Musikk“ gefið út geislaplötu með leik Tollefsens og einnig bók um hann, sem harm-oníkuleikarinn Jon Faukstad ritstýrir. Þ.Þ. Munið aö greiða áskriftina! 22

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.