Harmonikublaðið - 01.09.2006, Síða 4

Harmonikublaðið - 01.09.2006, Síða 4
Frá formanni S.Í.H.U. .—.... Ágætu félagar. Að þessu sinni er undirrituðum efst í huga hvað mikið hefur verið um að vera hjá aðildarfélögunum á sumrinu sem nú er að líða. Margar hátiðir hafa verið haldnar eins og sjá má á harmoniku- blaðinu sem nú kemur út og er að þessu sinni helgað því starfi sumarsins. Það er gaman að sjá hvað félögin eru dugleg að standa fyrir mótum og segir okkur að án þessa óeigingjarna starfs væri mannlífið á landinu miklu fátækara. Innan skamms verður haldinn haustfundur S.Í.H.U. að þessu sinni á Hótel Örk í Hveragerði í tengslum við merkisafmæli Harmonikufélags Reykja- víkur og Harmonikufélags Selfoss. Stjórn S.Í.H.U. hefursent útfundargögn þarsem m.a. eru lagðartil lagabreytingar á lögum sambandsins og aðildarfélögin hafa væntanlega kynnt sér og hafa skoðun á er til fundar verður komið. Stjórn sam- bandsins hefur fundað tvisvar síðan á síðasta aðalfundi m.a. til þess að ræða þær breytingar sem þarna eru komnar fram. Þetta blað er annað tölublaðið sem þessi ritnefnd gefur út en stefnt er að því að gefa út þriðja blaðið fyrir jól, eins konar jólablað og vil ég nota tækifærið að þakka Hreini Halldórssyni ritstjóra og hansfólki fyrirvel unnið starf. Hins vegar er Ijóst að talsverðar breytingar þurfa að verða til þess að þessi útgáfa geti haldið áfram eins og sjá má m.a. á tillögum þeim sem lagðar verða fram á fundinum og sendar hafa verið til aðildarfélaganna. Að lokum óska ég ykkur öllum til ham- ingju með vel heppnað sumarstarf og vona að starfið innan félaganna verði gott á komandi vetri. Með kveðju, Jónas Þór Annáll Harmonikufélags Þingeyinga Starfsemi félagsins tók mið af því að þetta árið er landsmót og því meira um að vera en ella. Árleg samkoma með kveðskap.bögglauppboði og dansi var 26. febrúar. Svo kaffikvöld í apríl þar sem boðið var nemendum í harmonikuleik. Landsmót var haldið á Norðfirði 7.-9. júlí. Þar mættu fyrir okkar hönd, Sigurður Hallmarsson og Aðalsteinn ísfjörð og stóðu sig með prýði. Þangað fór líka nokkuð stór hópur félaga. Útileguhátíðin varhaldin að Breiðumýri 22-24 jútí. Þá heimsóttu okkur félagar í Harmonikufélagi Rangæinga 19-21 ágúst. Aðalfundur var haldin að venju í október og árshátíð í nóvember, ennfremur eru fundir fyrsta sunnudag hvers mánaðar yfir veturinn.Félagar eru nú um 75 og heiðursfélagar 17. Stjórn félagsins skipa: Sigurður Ólafsson formaður, Þórhildur Sigurðardóttir gjaldkeri, Kristján Kárason ritari, Jóel Friðbjarnarson og Sigríður ívarsdóttir meðstjórnendur. Kristján Kárason ritari. Pistill frá H.U.H. 25 ára Starfsemi líðandi árs hefur verið mjög lífleg og er ekki nokkur vafi á að kaup H U H á húsnæði fyrir starfsemina gerir gæfu- muninn. Ef við byrjum á þorrablóti sem við stóðum fyrir, var vel mætt, allir skemmtu sér vet og álitu þetta komið til að vera. Við stóðum fyrir dansæfingum hálfs- mánaðarlega og félagsvist einnig hálfs- mánaðarlega. Mætingar voru mjög misjafn- ar eins og gengur á þessar uppákomur okkar, en allir voru ánægðir með framtak okkar í þessum málum. Bolludagskaffi með tónlist ungra nema Tónlistarskólans og kennara þeirra er fastur liður hjá okkur og hefur verið til margra ára. Hefur þá ágóði runnið til ýmissa félaga sem hafa með að gera eflingu tónlistar í héraðinu. Húnavershátíð var haldin í níunda sinn um jónsmessuhelgina í sam- starfi við F.H.S. eins og undanfarin ár. Veðrið var gott eins og alltaf er í Húnaveri. Mikill fjöldi fólks sótti hátíðina og dansað af krafti bæði föstudags og laugar- dagskvöld. Tónleikar á laugardeginum voru fjöl- breyttir eins og undanfarin ár, ungir sem eldri létu Ijós sitt skína, við góðar undirtektir gesta. Grillið var á sínum stað og kveikt upp fyrir kl. 6. Um miðjan júlí var Húnavaka haldin á Blönduósi. Mörg hundruð ef ekki þúsund manns mættu á staðinn og tóku þátt í skemmtiatriðum sem boðið var upp á. H U H lét ekki sitt eftir liggja og spilaði í Félagsheimili Blönduós á föstudagskvöld eftir skemmtidagskrá Ómars Ragnarssonar. Vegna fjölda gesta var ákveðið að við spiluðum í Ósbæ, húsnæðinu okkar á laugardagskvöld í og með til að létta á Félagsheimilinu en þar spiluðu Stuðmenn. Vel tókst til og var dansað frá kl. 22-02. Góðir gestir komu í heimsókn til okkar helgina 18-20 ágúst en þar var Harmoniku- félag Þingeyinga á ferð. Gistu þau á hótelinu á Húnavöllum, og fóru nokkrir okkar og spiluðu þar á föstudagskvöldið 18. Á laugardaginn fóru þau í skoðunarferð um Þing og Vatnsdal en komu til okkar í Ósbæ um kvöldið í létta máltíð og þar á eftir dun- aði dansinn fram eftir nóttu. Mjög gaman var að taka á móti þessu glaða fólki og teljum við þetta efla og styrkja félögin að fara í heimsóknir til annara félaga. Við vonum að framhald verði á. Þetta fer nú að verða gott frá H U H. Æfingar og félagsstarf erhafið hjá okkur því dansleikir eru fram- undan og þá þíðir ekki annað en reyna að gera sitt besta. Við sendum öllum bestu kveðjur með von um gott framhald á harmonikuleik um alla framtíð. HUH

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.