Harmonikublaðið - 01.09.2006, Side 11

Harmonikublaðið - 01.09.2006, Side 11
Svíþjódarferd Sænski harmonikusnillingurinn, Lars Karlsson, er íslenskum harmoniku- unnendum að góðu kunnur. Hann kom hingað til lands fyrst í tengslum við landsmótið á ísafirði. í tilefni af 20 ára afmæli Harmonikufélags Reykjavíkur kom hann hingað síðast- Þarna var margt að sjá. í harmoniku- versluninnni voru til sölu u.þ.b. 300 harmonikur af ýmsum stærðum og gerðum, bæði nýjar og notaðar. Þarna skoðuðum við og prófuðum harmonikur og mátti heyra spilað í hverju horni. Karlssonsmusik selur ▲ " 1 Sn Jf*1" -V 1 y|^ i ^RI ÉL iLr(' ^ 1 ^1 * JiH^. lí m . rjj^^H ||pf^ 1 Hljómsveit Ólafs Kristjánssonar á útitónleikum í Kungsbacka. liðinnveturásamtnorska harmoniku- snillingnum 0ivind Farmen sem margir þekkja. Þeir léku hér saman á tónleikum í Salnum f Kópavogi og á Norðfirði. Heimsókn þessara snillinga varð kveikjan að hugmynd um að efna til ferðar til Svíþjóðar, á vegum Harmonikufélags Reykjavíkur, og heimsækja Lars Karlsson. Guð- brandur Jónatansson félagi í HR selur harmonikur frá Karlssons Musik, sem er fjölskyldufyrirtæki Lars, og skipulagði hann ferðina. Ferðin varfarin 17.-21. mafsl. Lagt var af stað frá Keflavík um kl. 15:30 og lent í Gautaborg um kl. 20:00 að staðartíma. Við fengum hótel í Kungsbacka sem er fyrir sunnan Gautaborg. Eftir að ferðalangar höfðu komið sér fyrir á herbergjum var hist niðri á bar og spilað þar fram undir miðnætti. Fimmtudagsmorguninn 18. maí tókumviðrútuum kl.iotil Áskebacka í Fjárás sem er nokkuð fyrir sunnan Kungsbacka. Lars rekur þar ásamt foreldrum sínum og bróður harmon- ikuverslun, verkstæði og safn. Vel var tekið á móti okkur og dvöldum við hjá fjölskyldunni í fjóra klukkutíma. m.a. DISE og Bengts harmonikur. Þær vöktu óskipta athygli okkar, ferðalanganna, vönduð hljóðfæri með einstaklega fallegan tón. Safnið var skoðað og verkstæðið og fræðst um hitt og þetta sem við kemur harmonikunni. Fjölskyldan bauð öllum hópnum upp á pizzur og á eftir spiluðu þau saman, Lars og foreldrar hans, Siv og Ingvar. Heimsóknin til þessarar fjölskyldu var tvímælalaust það eftirminni- legasta í ferðinni. Sama dag voru haldnir tónleikar á torginu í Kungsbacka þar sem léttsveit HR lék svo og minni grúppur félaga í HR. Síðan mætti Lars með hljómsveitina sína sem lék nokkur lög. Veður var fremur leiðinlegt, rigning og svalt og var því fjöldi áheyrenda ekki mikill. Eftir tónleikana fór allur hópurinn saman út að borða í nálægu veitingahúsi. Daginn eftirfóru nokkrirúrhópnum aftur til Karlssons til að skoða enn betur hin áhugaverðu hljóðfæri. Kvöldið eftir hittum við félaga úr harmonikufélagi Gautaborgar og Karlssonsfjölskylduna á sveitabæ í Fjárás. Þar er hlaða sem eigendurnir Hljómsveit heimamanna. Hlöðuball. Lars, Siv og Ingvar Karlsson. hafa innréttað til skemmtanahalds. Þarna var grillað fyrir mannskapinn og á eftir var stiginn dans við undirleik ýmissa hljómsveita, íslenskra og sænskra. Þarna upplifði fólk ekta sænska sveitastemningu eins og við höfum oft séð hana í sænskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Sumir höfðu á orði að ekkert vantaði nema Emil í Kattholti með sín strákapör. Laugardaginn notaði fólk til verslunarferða og seinnipart , dags fóru nokkrir í Liseberg skemmtigarðinn. Sunnudaginn 21. var haldið heimleiðis eftir skemmtilega heimsókn til Svíþjóðar. Þess má í lokin geta að eftir þessa ferð hafa a.m.k. 6 félagar í HR eignast Dise harmonikur frá Karlssons Musik.

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.