Harmonikublaðið - 01.09.2006, Síða 12

Harmonikublaðið - 01.09.2006, Síða 12
Breidumýrarhátíð 28. - 29. júlí 2006 Á tónteikum Aðalsteinn ísfjörð. Félag harmonikunnenda við Eyjafjörð og Harmonikufélag Þingeyinga hafa í mörg ár haldið útileguhátíð að Breiðumýri í Reykjadal helgina fyrir verslunar- mannahelgi og svo var einnig þetta árið. Hefur þátttaka farið vaxandi með árunum og eru margir farnir að stíla sumarfríin upp á útileguhátiðir um allt land. Var núna nokkuð hefðbundin dagskrá sem er byggð upp á stuttum dansleik á föstu- dagskvöldinu og skemmtun um miðjan dag á laugardag og dansleik um kvöldið. Við fengum óvænta gesti á föstudags- kvöldið og voru það sænsk mæðgin sem voru að spila á sænskum dögum á Húsavík og vildu þau gjarnan koma við á Breiðumýri. Þau heita Lars Arvidsen og Asa dóttir hans og spiluðu þau nokkur lög á undan ballinu við góðar undir- tektir.en þau urðu að stoppa stutt þar sem þau þurftu að keyra til Keflavíkur um nóttina til að ná flugi heim. Var fullt hús það kvöldið og líka spilað og dansað í samkomutjaldi og einnig var spilað víða á tjaldsvæðinu sem er alveg ómissandi. Á laugardeginum var skemmtun frá kl.14- 16. Þar sem veður var mjög gott þá var allt flutt út í tjaldið sem var notað sem svið og áhorfendur sátu umhverfis það. Á dagskránni voru fyrst nemendur í harm- onikuleik í Tónlistaskóla Reykdæla og erum við stolt að þeirra framlagi og enn fremur að þau skulu vera félagar í HFÞ. Þá spilaði Jón Þorsteinn Reynisson nokkur lög á harmoniku og svo eitt með Aðal- steini ísfjörð. Þarna er mjög efnilegur spilari og metnaðarfullur. Þá var þjóð- dansasýning þar sem danshópurinn Vefarinn á Akureyri tók sýnishorn af þvf sem þau eru að æfa. Hagyrðingaþáttur var og einnig spilaði Gísli Brynjólfsson nokkur lög á harmoniku, að endingu fór Sigurður Indriðason með gamanmál. Sameiginlega var svo grillað um kvöld- matarleytið að venju og auðvitað mikill dansleikur bæði í sal og tjaldi fram eftir nóttu. Það er afskaplega gaman að koma á svona hátíðir því að fólk er svo samhent í að skemmta sér og öðrum. Fyrirhönd HFÞ og FHUE Sigurður Ólafsson

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.