Harmonikublaðið - 01.09.2007, Qupperneq 3
Harmonikubladið
ISSN16/0-200X
Ábyrgðarmadur: Hreinn Halldórsson
Faxatröð 6, 700 Egilsstöðum
Sími 4711884, 866 5582
Netfang: fax6@simnet.is
og hreinn@egilsstadir.is
Prentvinnsla:
Héraðsprent, Egilsstöðum
Netfang: print@heradsprent.is
Meðal efnis:
- Bréf til ritstjóra
- Með tærnar upp íloft
■ S.Í.H.U. fundargerðir og framtíðin
- Nikkur í svíþjóð
- Dalaferð F.H.U.E.
- Sumarferð Harmonikufélags Vestfjarða
-Lagblaðsins-Tangó
Auglýsingaverð:
Baksíða 1/1 síða kr. 20.000
i/2síða kr. 13.000
innsíður 1/1 síða kr. 16.000
i/2síða kr. 10.000
1/4 síða kr. 6.000
1/8 síða kr. 4.000
Smðauglýsingar kr. 2.200
Forsíðan: Sumarferð Harmonikufélags Vest-
fjarða. Hópmynd tekin f Dynjandisvogi.
(Ljósm. Þröstur Sigtryggsson)
Efni i næsta blað, sem kemur út í desember,
þarfað berastínóvemberlok.
V________________________________________)
r 1 |
Harmonikubladid
september 2007
Gódir áskrifendur!
Vinsamlega leggið áskrift bladsins,
kr. 1.500. - fyrir árid 2007 inn á reikning
nr. 0305 -13- 700,
Kt. 030349 - 3859
Mikilvægt er að nafn og kennitala
áskrifanda blaðsins komi fram
þegar greitt er.
Frá ábyrgðarmanni
if nr
arNc arNc arNc
Heilir og sælir lesendur góðir.
September er kominn, sumarið svo til
búið, komið haust og Harmonikublaðið
á sínum stað. Þegar þetta er skrifað er
undirritaður nýkominn úr smala-
mennsku sem gekk bara nokkuð vel,
enda gott veður. Það er von mín að
margir hafi notið sumarsins með
harmonikuívafi og Ifti til áframhaldandi
ánægju á komandi vetri; hvort sem fólk
spilar á harmoniku eða önnur tengd
hljóðfæri, dansar eða hlustar. Sumir
vilja meina að harmonikan hafi “sál” og
þessvegna náitónlisthennarað“tengja
sálir saman”.
Efniþessablaðsernokkuðsamkvæmt
hefðinni fyrir utan afmælisgrein S.Í.H.U.
Það skal tekið fram að gert var ráð fyrir
meira plássi, en raun varð á, fyrir
afmælisgreinina. Lag blaðsins, Tangó í
Gm, er eftir Baldur Geirmundsson á
ísafirði. Ég man fyrst eftir Baldri sem
B.G. í hinni vinsælu hljómsveit B.G. og
Ingibjörg sem var heimsfræg á
Vestfjörðum og vel kynnt um land allt.
Þar fyrir utan hefur Baldur komið víða
við í tónlistinni enda góður harmoniku-
leikari og lagahöfundur.
í ágúst sl. var ég við þriðja mann á
ferðíSvíþjóðogdattíhugað heimsækja
Karlssons Musik. Eftir nokkurn akstur, á
misbeinum sveitavegum, fannst staður-
inn og það fyrsta sem við blasti var
“Lokað á miðvikudögum”. Þarna við
húsið var fullorðin kona, móðir þeirra
bræðra, og sagði þá ekki heima. Hún
kallaði á bónda sinn og bauðst hann til
að opna búðina og sýna okkur
harmoniku úrvalið, sem var all nokkuð
af nýjum og notuðum. Verðið var
áberandi betra en sést hér á landi. Til
gamans þá er hér til hliðar vegvísir fyrir
þá sem fara um þessar slóðir.
Þegar þetta blað berst áskrifendum
kunna örlög þess að hafa verið ráðin
þvíætlunin eraðaðalfundursambands-
ins komist að niðurstöðu um hvort
þessi árgangur verði sá síðasti. Margir
eru á því að tími blaðs eins og Harm-
onikublaðsins sé liðinn því netið sé
nútíminn og þar eigi svo til allir að geta
nálgast efnið á einn eða annan hátt.
Þetta er skoðun sem ber að virða og
getur gengið ef allir þeir sem treyst er á
leggja til efni og áskrifendur verði að
netblaðinu. Það verður ekki horft fram
hjá því að það kostar sitt að halda úti
netmiðli bæði efnislega ogfjárhagslega.
Verði þetta að veruleika þurfa félögin í
S.Í.H.U. að sjá til þess að það góða
starf sem víða er unnið komist til skila
þannig að áskrifendur fái “beint í æð”
það sem er að gerast á hverjum tíma og
einnig það sem er framundan. Ef þetta
gengur eftir þá styrkir það eflaust og
eflir starf félaganna því bein tengsl við
baklandið hefur mikið að segja. Sem
sagt, ef vel tekst til getur netið orðið
sambandinu og félögum þess til
framdráttar en til að svo verði þarf góða
skipulagningu með stöðugri eftirfylgni
ogendurskoðun.
Þá áskrifendur sem eiga ógreitt
árgjald blaðsins 2007 bið ég að bregð-
astvelvið oggreiða sem fyrst. Árgjaldið
er óbreytt frá sfðasta ári kr. 1.500,- Þá
vil ég þakka þeim sem hafa komið að
þessu blaði á einn eða annan hátt.
Með góðri kveðju, Hreinn Halldórsson
A
'lo
almonikusatn
ÁSGEIRS S. SIGURÐSSONAR
býður öldruðum harmonikum
farsælt ævikvöld á ísafirði.
Símanúmer: 456-3485 og 863-1642
3