Harmonikublaðið - 01.12.2012, Side 2
Qfnap,
Ágætu harmonikuunnendur
Það er helst að frétta frá síðustu grein sem
égskrifaði íblaðið aðS.Í.H.U. hélt aðalfund
sinn að Laugum í Sælingsdal og kom það í
hlut Nikkólínu að sjá um undirbúning og
annað er varðaði fundinn. Aðstaða öll að
Laugum ertil mikillar fyrirmyndar, fundarað-
staða mjög góð og eins gistiaðstaðan með
þvf besta sem gerist. Ég vil nota tækifærið
og færa öllum aðilum innan Nikkólínu, er
komu að undirbúningi og framkvæmd
fundarins okkar bestu þakkir fyrir hlýjar og
góðar móttökur.
Aðalfundurinn var mjög góður og málefna-
legur. Ákvarðanirteknarervarða starfsemi
sambandsins á þessu starfsári. Stjórn sam-
bandsins er að mestu óbreytt, þess ber þó
að geta að Melkorka Benediktsdóttir gaf
ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnar-
setu sem varaformaður og var Elísabet Hall-
dóra Einarsdóttir kjörin í hennar stað. Vil ég
þakka Melkorku fyrir vel unnin störf í þágu
sambandsins og óska henni alls góðs í fram-
tíðinni. Melkorka mun þó ekki alveg sleppa
hendinni afstarfseminni, þvíhún mun áfram
halda utanum fjármál og nafnaskrá áskrif-
enda Harmonikublaðsins. Elísabetu óska
ég til hamingju með kosninguna og er það
tilhlökkunarefni að fá að starfa með henni
og stjórnarmönnum öllum á komandi ári. Á
fundinum var nokkuð rætt um Harmoniku-
blaðið og vefsíðu sambandsins og létu
fundarmenn í Ijós ánægju sína með blaðið
og hvað það hafi tekið miktum breytingum.
Varðandi vefsíðuna urðu nokkrar umræður,
allir lýstu ánægju sinni með útlit hennar, en
að sama skapi voru fundarmenn óhressir
með hvað í raun síðan er lítið notuð. Kynn-
ing á harmonikunni var nokkuð til umræðu
og voru ýmsar góðar hugmyndir látnar í Ijós
og má þar nefna að Guðrún Guðjónsdóttir
hefur staðið fyrir heimsóknum í leikskóla
höfuðborgarinnarvið góðar undirtektir. Eins
hefur undirritaður gert slíkt hið sama.
Tillaga kom um að sambandið stæði fyrir
að útbúa gögn sem samræmdu hvað gera
skuli í heimsóknum í leikskólana, t.d. laga-
val, leiki og dans fyrir yngstu börnin. Það
er deginum Ijósara að þar á að byrja á að
kynna hljóðfærið.
Ekki var gengið frá því á aðalfundinum hvar
næsti fundurverður haldinn, en þess var
farið á leit við Harmonikufélag Rangæinga
að þeir taki að sér að halda aðalfundinn
haustið 2013.
&2
Svar vegna þess mun berast stjórn á næstu
vikum.
Eins og ákveðið var á aðalfundi 2011, að
halda æfingabúðir fyrir ungmennin okkar,
var gengið til samstarfs við Harmóníkuaka-
demíuna á íslandi og var stefnt að því að
æfingabúðirnaryrðu haldnar að Reykjum í
Hrútafirði dagana 19. - 21. október 2012.
Haft var samband við alla tónlistarskóla og
harmonikukennara um að senda sem flesta
nemendur til þessara æfingabúða, en því
miður verður að segja að ekki var um næga
þátttöku að ræða og þess vegna var fallið
frá því að halda þessar æfingabúðir. Hafa
ber í huga að allur kostnaður við svona mót,
akstur og annað hefur hækkað umtalsvert
frá því að síðustu æfingabúðir voru haldnar
og er það eflaust skýringin á því hvernig fór.
Þetta er því miður leitt að svona skyldi fara,
því stjórn og aðrir er að þessum málum
komu voru mjög á þvf að þessar búðiryrðu
vel sóttar og að áhugi væri fyrir hendi um
land allt að endurvekja þetta starf fyrir
ungmennin okkar. Það verður reynt til
þrautar á nýju ári að gera þessar æfingar-
búðirað veruleika.
í byrjun næsta árs, eða í enda mars eða apríl
verður efnt til harmonikukeppni fyrir ung-
mennin okkar og verður hún með svipuðu
sniði og síðast. Stjórnin mun leggja sig fram
um að þessi keppni verði vel kynnt og að
öll framkvæmd verði sem best.
Bréfverða send öllum formönnum aðildar-
félaga S.Í.H.U. varðandi málið og eins verða
tónlistarskólar og kennarar upplýstir um
þessa uppákomu. Það ervon mín að aðild-
arfélögin verði dugleg að senda unga og
efnilega harmonikuleikara til keppninnar,
en kepptverðuríþremuraldurshópum. Ég
geri mér vonir um að hægt verði að fá Frið-
jón Hallgrímsson til að stýra þessum við-
burði, en hann er sá eini sem hefur reynslu
af keppni sem þessari.
Landmót S.Í.H.U. verður haldið sumarið
2014 að Laugum í Reykjadal og munu Félag
harmonikuunnenda við Eyjafjörð og Harm-
onikufélag Þingeyinga standa að þessu
móti.
Undirbúningur að mótinu er þegar kominn
í fullan gang og er það trú mfn að þessi tvö
sterku aðildarfélög muni leggja sigfram um
að gera næsta landsmót enn betra en fyrri
mót. Stjórn sambandsins hefur skipað
varaformann og ritara sambandsins sem
fulltrúa sína í landsmótsnefndina. Sendi
baráttukveðjur til undirbúningsnefndar
næsta landsmóts og óska henni velfarnaðar
í starfi.
Nú hefur það verið ákveðið að Útileguhátíð
S.Í.H.U. verði haldin að Árbliki í Dölum
dagana 12. - 14. júlí 2013. Það er von
stjórnar sambandsins að hátíðin verði okkur
til sóma og að sem flestir sjái sér fært að
mæta á hátíðina og taki með sér gesti. Þetta
er ein af fjáröflunarleiðum sambandsins og
er þvf árfðandi að vel takist til.
Nú fer hátíð Ijóss og friðar senn að ganga í
garð og brátt er árið 2012 liðið í aldanna
skaut. Ég vil þakka öllum mínum samstarfs-
mönnum ístjórn, formönnum aðildarfélag-
anna, svo og öllum harmonikuunnendum
fyrir frábært samstarf á árinu 2012. Það er
von mín að árið 2013 verði okkur öllum
gæfuríkt og gott harmonikuár.
Gleðilega jólahátíð,
Gunnar Kvaran, formaður
í Á
Leiðrétting
í síðasta tölublaði taldi formaður landssambandsins upp þá er komið höfðu fram
á útileguhátíðinni í Árbliki ísumar. Honum láðist að minnast á Vindbelgina, sem
léku á báðum dansleikjunum, auk þess að koma fram á tónleikunum á laugardeg-
inum. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum.
Leiðrétting
í afmælisgrein um Hermóð Alfreðsson var missagt að Hermóður hafi verið dyra-
vörður í Brautarholti 4, þar sem Guðjón Matthíasson lékfyrir dansi. Hermóðurvar
aðeins einu sinni dyravörður, en kom fram sem söngvari og aðstoðarmaður.
V___________________________________________________________________________J