Harmonikublaðið - 01.12.2012, Side 4

Harmonikublaðið - 01.12.2012, Side 4
Js> UTSKRIFTARTONLEIKARIGRAFARVOGSKIRKJU Halldór Pétur Davíðsson hélt útskriftar- tónleika í Grafarvogskirkju fimmtudags- kvöldið 15. nóvember sl. Halldór Pétur hefur stundað nám í Tónlistarskóla Grafarvogs undirleiðsögn GuðmundarSamúelssonar frá unga aldri. Hann er annar nemandi Guð- mundar, sem útskrifast á sama árinu. Hinn var Benedikt Magnússon. Halldór hóf tónleikana á sónötu í a-moll eftir Domenico Scarlatti. Þá kom In the 200 (í dýragarðinum) eftir danska tónskáldið NilsViggo Bentzon ogsíðan önnursónata, nú í c-moll eftir Scarlatti. Öll eru þessi verk af tónleikaskrá danska harmonikusnill- ingsins Mogens Ellegaard, sem útsetti sónöturnarfyrirharmoniku. Dýragarðurinn var reyndar saminn sérstaklega fyrir hann. Margirtónleikagesta könnuðust við sónöt- urnar, en færri höfðu heyrt Dýragarðinn. Þá varkomiðað hinu velþekkta Asturias, eftir spænska tónskáldið Isaac Albéniz. Norskt næturljóð eftirSvein Hundnes tóksíðan við og loks lék Halldór Barynya fantasíu um tvö rússnesk þjóðlög, eftir Rússann Alexander Ya Nu Kin. Öll krefjast þessi verkgríðarlega mikillartækni og þarvantaði lítið upp á hjá Halldóri, eftir að hafa hitað sig upp í fyrri sónötunni. Uppskar hann enda dynjandi lófatak frá áheyrendum. Verkin spanna langan tíma, en 269 ára aldursmunur er á tónskáldunum. Scarlatti var fæddur 1685 enAlexander Na Yun Kin 1954. Halldór hefur frá upphafi leikið f Harm- onikukvintett Reykjavíkur og þegar þarna var komið settist við hlið hans spilafélagi hanstilmargraára, JónasÁsgeirÁsgeirsson og léku þeir félagar forleikinn að Leður- blökunni, eftir Jóhann Straussyngri. Þessu var ekki sfður vel tekið. Þá var aðeins lokaatriðið eftir og það var einnig eftirminnilegt. Nú stigu á svið hinir félagarnir úr kvintettinum, þau Álfheiður Gló Einarsdóttir, Haukur Hlíðberg og Flemming Viðar Valmundsson. Kvintettinn lék verkið Voruta, eftir litháiska tónskáldið Teistutis Makacinas. Magnað verk, sem var í góðu samræmi við það sem á undan var gengið. Þarna fór auðheyrilega samæfður hópur, sem kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að harmonikuteik. Þessir vormenn íslands á harmoniku leystu þetta með bros á vör, geislandi af spilagleði. Þegar mikið er um að vera í tónlistarlífinu í Reykjavík, er ekkert gefið að fá aðsókn á tónleika. Þeir, eitthvað innan við hundrað áheyrendur, sem sóttu þessa útskriftar- tónleika klöppuðu vel og lengi fyrir Halldóri Pétri, enda ástæða til. Nú er lokið einum kafla í hans námi og að mestu leyti í hans Halldór Pétur Davídsson. höndum með framhaldið. Hann er kominn með góðan grunn og vonandi nær hann að byggja ofan á hann. Halldór Pétur hefur ótvíræða hæfileika til frekari verka á sviði tónlistarogvonandi eigum við eftirað njóta starfskrafta hans í framtíðinni. Það er skammt stórra högga á milli hjá Guð- mundi Samúelssyni. Hann er nú að útskrifa annan nemandann á þremur mánuðum. Þetta hefðu einhvern tímann þótt tíðindi. Það bíða hins vegara. m.k. þrfr til viðbótar og ástæða til að hlakka til fastra útskriftar- tónleika í framtíðinni. Friðjón Hallgrímsson HARMONIKUKOMBÓIÐ SMÁRINN 2002-2012 Einu sinni sem oftar tók Harmonikukombóið Smárinn sér stöðu á Laugatorgi á Menningarnótt, laugardaginn 18. ágúst 2012 og lagði sitt af mörkum til að skapa skemmtilega stemningu með tónlistarflutningi. Þetta er ekki besta bandið í bænum en spila- gleðin er ífyrirrúmi ogíerfiðustu köflunum, þegarfingurtaka að fálma eftir nótum, sviti perlar á enni og roða slær á vanga, þá er viljinn tekinn fyrir verkið ogenn hefur þessi magnaði hópur ekki verið grýttur af sviði. Þvertá móti hafa fjórmenningarnir yfirleitt náð að skila góðu dagsverki, hvort sem það hefur verið á Hrafn- istu, Roðasölum, Skógarbæ, í Ráðhúsinu eða á Menningarnótt. Já, þau eru orðin nokkuð mörg giggin á þeim 10 árum sem Smár- inn hefurstarfað íhjáverkum ogvertaðskyggnastá bakvið þetta undarlega spilverk. Hópurinn samanstendur af gerólíkum ein- staklingum sem eiga fátt sameiginlegt nema áhugann á þessu stórkostlega hljóðfæri ogað hafa sótttíma hjá Karli Jónatanssyni. Fyrir hans tilstuðlan varð Smárinn til og spilar enn. Hljóðfæra- leikararnir eru af báðum kynjum og misþroskaðir og spannar umræðuefnið í hljómsveitarpásum barnableyjur, umönnun aldr- aðra og allt þar á milli. Þrátt fyrir miklar annir á vinnustöðum og við heimilisstörfhefurhljómsveitarmeðlimum á einhvern undra- verðan hátttekist að halda neistanum í 10 ár. Þegar mikið stendur til fær kombóið til liðs við sig bassaleikarann Jónas Pétur Bjarna- son og „Papa-jazz“ eða Guðmund Steingrímsson hinn mikilsvirta Frá vinstri: lón Þórjónsson, lónas PéturBjarnason, GudnýKristín Erlingsdóttir, Gudmundur Papa-jazz Steingrimsson, Ólafur Briem og Eyrún ísfold. Mynd: Guðný Kristín Erlingsdóttir. og ómótstæðilega trommuleikara og færist þá virkilegt fjör í æfingarnar. Meðfylgjandi mynd ertekin af einni æfingu kombós- ins í Stíl á Laugaveginum, en þar eru haldnar reglulegar æfingar á mánudagskvöldum. Guðný Kristín Erlingsdóttir 4

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.