Harmonikublaðið - 01.12.2012, Side 6
HAUSTFER0
HARMONIKUFÉLAGS
VESTFJARÐA 2012
í ferðanefnd harmonikufélagsins að þessu
sinni voru Edda Arnholtz og Elínbjörg Snorra-
dóttir (Lóa), báðar á Mýrum í Dýrafirði og
Hólmgeir Pálmason, Þingeyri.
Lagt var upp í haustferðina með rútu frá
ísafirði kl. 16 þann 31. ágúst og farþegar
tíndir upp á leiðinni til Þingeyrar þar sem
þeirsíðustu bættust íhópinn ogvoru þá alls
40 manns. Bílstjórinn var ungur maður,
pólskur að uppruna og reyndist í alta staði
eins og best varð á kosið. Veður var frekar
leiðinlegt, þokuruddi og dimmtyfir. Leiðin
frá Þingeyri liggur fyrstyfir Brekkuháls, svo
um Brekkudal og síðan yfir Hrafnseyrarheiði
sem mörgum þykir óárennileg. Vegurinn á
Brekkudal var afleitur, holur margar og
sumar stórar, þriggja hossa holur. Sumir
voru dálítið uggandi þegar komið var á
Hrafnseyrarheiðina, rútan stór, bílstjórinn
ungur, vegur hlykkjóttur, bratturogvíða hátt
niður að sjá. En áhyggjur allra hurfu þegar
f Ijós kom að bílstjórinn ók bæði varlega og
djarflega. Varekið inn með Arnarfirði ogyfir
Dynjandisheiði að Flókalundi. Þar var áð
stutta stund. Sfðan var ekið rakleitt til Pat-
reksfjarðar og nú var slegið undir nára þvf
sá vegur er malbikaður. Nær alla leiðina sátu
framhleypnir grínarar við hljóðnemann í
rútunni og fluttu gamanmál sem þeir töldu
vera og hlógu mest að þeim sjálfir.
Þegar komið vartil Patreksfjarðarvar haldið
til gististaða sem voru þrír, Stekkaból, Hótel
Ráðagerði og Eyrar. Menn tóku við her-
bergjum, báru inn farangur og snurfusuðu
sig. Að því loknu safnaðist mannskapurinn
saman f rútunni á ný og hélt til samkomu-
húss Patreksfirðinga. Þargeturá að líta einn
stærsta samkomusal á íslandi utan Reykja-
víkur. Harmonikufélagið fékk afnot af and-
dyrinu sem er vfðfeðmara en flest samkomu-
húsönnuráVestfjörðum. Þarvarborin fram
dýrindis súpa og brauð sem neytt var af
bestu lyst. Eftir matinn tóku harmoniku-
leikarar og aðrir spilarar upp tólin sín.
Magnús Reynir Guðmundsson mundaði
gítarinn og Hólmgeir Baldursson tromm-
urnar. í hljómsveitinni voru einnig hinir
landskunnu tónlistarmenn Vilberg Vilbergs-
son (Villi Valli) og Baldur Geirmundsson
(B.G.). Ennfremur Dýrfirðingarnir Sigurður
Fr. Jónsson, Gunnar Gísli Sigurðsson, Þórður
Sigurðsson, Kristján Gunnarsson, Gunnar
Bjarnason, Hreinn Þórðarson allir búsettir
á Þingeyri, ogÁsvaldurGuðmundsson, Berg-
sveinn Gíslason og Elínbjörg Snorradóttir
(Lóa) til heimilis í Mýrahreppi hinum forna
norðan Dýrafjarðar, öll með harmonikur, og
sfðast en ekki síst var hljómborðsleikarinn
Líni Hannes Sigurðsson, Þingeyri, með íför.
Söngvari með hljómsveit Dýrfirðinga sem
nefnir sig „Harmonikukarlarnir og Lóa” var
Edda Arnholtz, Mýrum. Aðaldansarar á
harmonikuböllum Vestfirðinga eru Ingibjörg
Þorláksdóttir og Hólmgeir Pálmason, Þing-
eyri, sem nýlega gengu í hjónaband. Af því
tilefni báru þau fram ýmsar krásir fyrir mann-
skapinn sem þarna var saman kominn. Var
það góð ábót ofan á súpuna.
Þegar menn höfðu stillt saman hljóðfæri sín
brustu á tónleikar miklir þar sem hver og
einn spilaði eftir sinni getu. Edda söng og
nýgiftu hjónin leiddu dansinn. Kom nú í Ijós
Glæsilegur hópur í fögru umhverfi Arnarfjarðar. Mynd: Kristján Gunnarsson á Þingeyri.
Harmonikusafn
Ásgeirs S. Sigurðssonar
býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á
Byggðasafni Vestfjarða.
Sími: 456 3485 pg 844 0172.
Netfang: 05sigu@internct.is Veffang: www.nedsti.is