Harmonikublaðið - 01.12.2012, Side 7
að fleiri voru þarna fótafimiren þau. Gleð-
skapur þessi stóð fram yfir miðnætti en þá
héldu menn til sinna náttbóla. Sváfu menn
vel af nóttina og fram á dag, laugardaginn
1. september. Ekki var uppörvandi út að líta
um morguninn. Það gekk á með rigningar-
suddahryðjum. En á öllum gististöðunum
var borinn fram ágætur morgunverður og
gerði fólk honum góð skil í ró og næði. Var
Áð í Flókalundi. Mynd: Kristján Gunnarsson á Þingeyri.
notalegt að sitja inni í hlýjunni og sjá regnið
streyma niður rúðurnar. En ekki dugði að
doska lengi því ákveðið hafði verið að fara
í rútuferð þennan dag að hinu fornfræga
prestssetri í Sauðlauksdal þar sem mörg
frægðarmenni hafa setið, s.s. Björn Hall-
dórsson sem sumir nefna fyrsta kartöflu-
bónda á íslandi.
Upp úr hádeginu safnaðist mannskapurinn
í rútuna. Hafði þá bæst í hópinn Magnús
Ólafs Hansson, áður Bolvíkingur, nú alltmú-
ligmann á Patreksfirði. Var hann fenginn til
að vera fararstjóri í þessari ferð. Hann byrj-
aði á að segja að hann gæti ekkert frætt
okkur um Patreksfjörð eða Patreksfirðinga,
hann væri svo nýflutturá svæðið. En annað
kom í Ijós. Magnús Hansson lokaði ekki
munni allan daginn, sagði til skiptis grín-
sögur af íbúum þarna eða fór með fróðleik
um lífsbaráttu þeirra fyrr og nú. Þó veður
væri ekki ákjósanlegt nutu menn ferðarinnar
hið besta og átti Magnús drjúgan þátt í því.
Höfð var viðdvöl í flugskýli á Sauðlauksdals-
flugvelli, með leyfi húsráðanda og þartöfruð
fram kaffiveisla upp úr nestisboxum kvenna.
Eftir kaffið var haldið heim að Sauðlauksdal.
Þar má segja að Snorrabúð sé stekkur.
Seinasti prestur sem sat staðinn var séra
Grímur Grímsson. Hann flutti á brott árið
1963. Seinasti ábúandi sem hér bjó flutti
brott 1975. Fólk gekk frá rútunni niður í
kirkjugarðinn, hugaði að legsteinum og kíkti
inn um kirkjugluggana, því kirkjan var læst.
Síðan var snúið aftur til Patreksfjarðar og
hlýtt á boðskap Magnúsar Hanssonar á
leiðinni.
Sesf oð snædingi á Patró. Mynd: Kristján Gunnarsson á Þingeyri.
Reynir og Hólmgeir Baldursson. Hina hljóm-
sveitina skipuðu Harmonikukarlarnir og Lóa
undir stjórn Guðmundar Ingvarssonar,
Þingeyri, sem kom akandi á sínum einkabfl
yfir fjöll ogfirnindi. Léku sveitirnar til skiptis,
klukkustund í senn, til kl. 2.
fór hópur fólks úr rútunni. Var því komið fast
að leiðarlokum f þessari bráðskemmtilegu
ferð sem heppnaðist prýðilega að flestu
leyti, en veðrið hefði mátt vera betra.
Valdimar H. Gíslason, Mýrum, Dýrafirdi
7Ö>
Allt gekk þetta eftir. Á mínútunni kl. 22 riðu
Dýrfirðingarnir á vaðið með söngkonuna í
broddi fylkingar og Ingibjörg og Hólmgeir
tóku fyrstu danssporin. Dyraverðir voru
skipaðir og fólk sett í miðasölu. Ánauð var
ekki mikit á þessu fólki, því kl. 23 var bara
einn búinn að borga sig inn. Annar rak inn
höfuðið og var að hugsa sig um. Kl. 24 höfðu
þrír greitt aðgangseyri. Svo fór að lokum að
21 af Patreksfjarðarsvæðinu borgaði sig inn.
Þrátt fyrir þetta var ballið fjörugt og skemmti-
legt og mikið dansað því margir fylgifiskar
harmonikuspilaranna eru mikið dansfólk.
Ballinu lauk á tilsettum tfma og menn gengu
ánægðirtil náða. En sennilega mun líða
drjúgur tími þangað til vestfirskir harmon-
ikuleikarar staldra aftur við á Patreksfirði.
Er litið var út um glugga sunnudaginn 2.
september kom í Ijós að veður var hið feg-
ursta, glampandi sól og logn. Patreksfjörður
skartaði sfnu fegursta. Fólk naut morgun-
verðarins og útsýnis yfir lognkyrran fjörðinn.
Gert var upp við gestgjafana og kl. 13 voru
allir komnir í rútuna og stefnan tekin heim
á leið. Ekið var yfir Kleifaheiði oginn Barða-
strönd í sólarblfðu með útsýni til allra átta.
í Flókalundi var gerður stuttur stans, menn
réttu úr sér og sumir fengu sér bita. Margir
voru með myndavélar á lofti. Enn var haldið
af staðyfir Dynjandisheiði ogekið að foss-
inum sem heiðin dregurnafn sittaf. Þarvar
staldrað við góða stund, fossarnir myndaðir
og ferðahópurinn allur með Dynjanda í
baksýn. Síðan var ekið rakleitt til Þingeyrar.
Eins og á vesturleiðinni fóru margir í hljóð-
nemann oggerðu að gamni sfnu með flutn-
ingi grínsagna. Það gefur þessum sögum
gildi að þær eru upprunnar á heimaslóðum
ogsannleikskorn íþeim flestum.Á Þingeyri
Þegar f náttstað kom tóku menn að snurfusa
sig fyrir kvöldið, því nú stóð fyrir dyrum
kvöldverðarveisla og ball í samkomuhúss-
anddyrinu. Þarvoru allirmættirísínufínasta
pússi um sjöleytið og snæddu Ijúffengan
veislumatsem Harpa ogVíkingurframreiddu
með mikilli prýði. Að lokinni máltíð hófst
dagskrá sem Magnús Reynir Guðmundsson
stjórnaði. Sjálfur flutti hann snjalla ræðu og
fór með gamanmál, en í þvf er hann öðrum
fremri. Með ýtni tókst honum að koma minni
spámönnum á þessu sviði í pontu. Varð úr
þessu góður gleðskapur fram eftir kvöldi.
Á mínútunni kl. 22 átti að hefjast fjáröflunar-
dansleikur tónlistarfólksins. Var skipað í
tvær hljómsveitir. í annarri voru ísfirðing-
arnir landskunnu Villi Valli, B.G., Magnús