Harmonikublaðið - 01.12.2012, Page 8

Harmonikublaðið - 01.12.2012, Page 8
ANNALL HARMONIKU- FÉLAGS ÞINGEYINGA 2012 Starfið hjá Harmonikufélagi Þingeyinga á árinu hefur verið með hefðbundnum hætti. Þann 7. janúar héldum við bögglauppboð hér á Breiðumýri sem tókst Ijómandi vel og skilaði ágætis hagnaði, þökksé þeim sem lögðu til böggla og kræsingar. Alltaf eru kökur, flatbrauð, tertur og annað góðgæti vinsælast og svo þeim sem af örlæti keyptu góssið. Gjaldkerinn var að vonum ánægður með kvöldið. Félagsfundir voru haldnir fyrsta sunnudag í mánuði, nema í apríl þar sem ákveðið var að hafa einn fund fyrir apríl og maí og var sá fundur 29. apríl. Spilarar glöddu okkur fyrir fundina eins og venja er og voru fundir vel sóttir. Danskvöld voru svo vel sótt að þau komu út í gróða og mun það vera nýnæmi, hvet égfólktilað mæta ekki síður velívetur, nú þegardanskvöldin eru komin aftur af stað, gott tilefni til að liðka sig hitta fólk og máta dansskóna. Breiðdalsferðin var farin 14.-15. aprfl, gist var í Staðarborg að venju. Góð þátttaka var, rétt um 50 manns. Eins og venjulega voru félagar úr Kveðanda með og flugu vísur í rútunni, fólk var að liðka sig fyrir kvöldið. Góð aðsókn var á ballinu í Staðarborg enda bíður fólk í nágrenninu spennt ár hvert þegar fer að líða á veturinn að fá þessa bráðskemmtilegu og hressu Þingeyinga austur með spilarana okkar í fararbroddi og ómissandi Kveðanda þátt. Dansað var af lífi og sál og einhverjir ekki búnir að fá 8 nóg kl. 02:00 svo framlengja varð ballið fyrir þá sem áttu enn eftir að taka nokkra dansa. Harmonikudagurinn var svo 5. maí, komið var saman á Breiðumýri að venju. Spilar- arnir voru á breiðum aldri, frá rúmlega átt- ræðum og niður í grunnskólanemendur frá Hafralækjarskóla. Vonandi eigum við eftir að heyra meira frá þessu unga fólki á kom- andi árum og jafnvel lifa að dansa við þeirra harmonikuleik. Að venju buðu félagar upp á veitingar og voru þær ekki af verri end- anum, dagurinn tókst í alla staði mjög vel. Grillkvöld var svo í Ljósvetningabúð 10. júní, góð mæting var. Grillmeistarar voru til aðstoðar þeim sem vildu. Þegar allir voru mettirtóku spilararnirokkarupp hljóðfærin og spiluðu fyrir okkur. Dansað var um tíma, þetta var skemmtilegt og gott kvöld. Þann 27.-29. júlf var Breiðumýrarhátíðin sem er okkar stærsti viðburður, það var að sjálfsögðu sól og blíða eins og venjulega. Gestir fóru að tínast á svæðið á fimmtu- dagskvöldið og einhverjir prufuðu dans- pallinn þá strax og líkaði vel. Það vantaði vístekki undirspil, enda eru margir f þjálfun í dansi og spilamennsku þar sem harmon- ikuhátíðir eru orðnar flestar helgar sum- arsins frá miðjum júní til seinnipartinn í ágúst og er það gott. Dans kemur íveg fyrir andlega og líkamlega hrörnun. Hátíðin byrjaði formlega á föstudagskvöld með dansleikjum í tjaldinu og í salnum eins og venja er. Dansað var frá kl. 10:00 til 02:00 og var mikið fjör. Á laugardaginn voru tón- leikar um miðjan dag, með frábærum spil- urum, einnig sungu tvær ungar stúlkur með afa sínum og var það mjög flott. Á tónleik- unum afhenti formaðurSambands harmon- ikuunnenda Aðalsteini ísfjörð viðurkenn- ingu fyrir sín störf og kynningu á harmonikunni um langt skeið, er Aðalsteinn vel að þvf kominn. Um kvöldið voru auð- vitað dansleikir bæði ítjaldinu og inni í sal og var ekki minna fjör en kvöldið áður, dansað var frá kl.io:oo til 03:00, en þá voru sumir að verða mettir af dansi en aðrir höfðu næga orku og héldu fjörinu áfram á tjaldstæðinu. Hátíðin tókst-í alla staði vel og margir höfðu á orði að hún væri með þeim betri, þá reikna ég með af þingeyskri hógværð að það sé á landsvísu. Sumarferðin var farin 18.-19. ágúst og stefnan sett á Vopnafjörð. Ekki voru mjög margir sem fóru í þá ferð en það var afskap- lega góðmenntoggaman. Þær Ffa og Sigríður voru frekar daufar við yrkingar í rútunni enda vantaði þá Davíð og Friðrik til að örva þær. Gist vará HótelTanga og borð- aður var virkilega góður kvöldmatur og stefnan sett á stórdansleik í félagsheimilinu Miklagarði. Það er mjög fínt hús og salurinn flottur. Ekki var nú biðröð út á götu við miðasöluna þegarvið komum þangað eftir að spilarar og aðstoðarmenn höfðu stillt upp hljóðfærunum. Svo einkennilegt sem það er hafa Vopnfirðingum ekki borist fréttir af hversu skemmtilegir Þingeyingar eru. Þetta er örugglega eini staðurinn þarna austur frá sem ekki veit af þessu miðað við hvað vel er sótt í Staðarborg. En þökk sé þeim tæpa tug sem kom og skemmti sér með okkur og voru mjög ánægð, ekki síst þegarformaðurinn okkarstjórnaði marsi á ballinu. Spilararnir hafa sjatdan verið betri ogvarfólkduglegtaðdansa, en hefði mátt vera fleira. Á heimleiðinni var komið við á Þórshöfn. Súpa og brauð beið okkar á Hótel Norðurljósum á Raufarhöfn. Keyrt var í sól og blíðu í Ásbyrgi og stoppað þar. Ásgeir og Jón Sigurjónsson tóku upp harmonik- urnar og spiluðu í góða veðrinu sem varð til þess að formaðurinn fékk fiðring í fæt- urna og smellti sér í dans með frúna. Þetta vakti eftirtekt og aðdáun þeirra sem voru í Ásbyrgi og kom fólktil að hlusta og horfa, enda góð kynning á félaginu og harmonik- unni sem er jú markmið okkar allra.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.