Harmonikublaðið - 01.12.2012, Síða 10
FELAG HARMONIKU-
UNNENDA Á SUÐURNESJUM
Félag harmonikuunnnenda á Suðurnesjum F.H.U.S. hlaut menningaruerölaun Reykjanesbæjar, Súluna, á síðasta ári
Súlan er afhent árlega verðlaunahöfum til
eignar, eftir ákvörðun Menningarráðs
Reykjanesbæjar þvífélagi, hópum eða ein-
staklingum, sem þykja hafa skarað fram úr
með starfi sínu að menningarmálum fyrir
bæjarfélagið og bæjarbúa það árið sem
verðiaunin eru veitt. Menningarverðlaunin
eru stytta af hinum glæsiiega fugli súlunni,
sem gerð er úr silfri, hönnuð og gerð af
listakonunni Elísabetu Ásberg, sem ættuð
er úr Keflavík, Reykjanesbæ. Súian er einnig
tákn Reykjanesbæjar í skjaldarmerki og
fána bæjarfélagsins.
Menningarverðlaun Reykjanesbæjar eru
ailtaf veitt við hátíðlega athöfn í Listasal
Reykjanesbæjar í DUUS húsum að við-
stöddum fuiltrúum úr bæjarstjórn, menn-
ingarráði, menningarfulltrúa Reykjanes-
bæjaroggestum. Menningarverðlaunahafar
flytja verk sín eða sýna eftir atvikum við
athöfnina. Við verðlaunaafhendinguna
flutti F.H.U.S. frumsamin lög eftir tvo með-
limi félagsins, Kreppuvalsinn, vals eftir
Víking Sveinsson og Bikardagurinn swing
jive eftir Þórólf Þorsteinsson.
Starf F.H.U.S. hefur verið mjög líflegt og
æfingar reglulega einu sinni íviku. Félagið
Myndin var tekin á Landsmótinu á Neskaupstað 2005. ífremri röð: SigurdurÁmundason, Katrín Sigurdardóttir,
Fjóla Oddgeirsdóttir, Þórólfur Þorsteinsson, Gestur Fridjónsson, Baldvin Ari Elísson, Fridrik fvarsson. Aftari röd:
Víkingur Sveinsson, Konrád Fjeldsteð, AndreasÁrni Baldursson og EinarGunnarsson.
kemur fram við ýmsar athafnir, svo sem
stærstu hátíð Suðurnesjamanna Ljósanótt,
Sólseturshátíð í Garði, Sandgerðisdögum
í Sandgerði. Félagið hefur flutt tónlist á
dansleikjum, leikið á stofnunum, hjá
ýmsum félögum, fyrirtækjum, í afmælum,
brúðkaupum, útförum og harmoniku-
messum í Keflavíkurkirkju, Útskálakirkju
og Hvalsneskirkju.
Afhending Súlunnar, menningarverðlauna
Reykjanesbæjar, þykir mikill heiður þeim
er hana hlýtur og er harmonikutónlistinni
til mikils sóma og umfjöllun um hana ífjöl-
miðlum eykur áhugann á hljóðfærinu.
Með bestu kveðju,
Baldvin Elís Arason ístjórn F.H.U.S.
SAMSTARF LEIKFELAGS AKUREYRAR OG
FÉLAGS HARMONIKUUNNENDA VIÐ EYJAFJÖRÐ
Samstarf Leikfélags Akureyrar og
Félags harmonikuunnenda við Eyja-
fjörð varð til nú á haustdögum þegar
undirbúningur að sýningunni Leigu-
morðinginn hófst. Leikstjórinn, Egill
Heiðar Anton Pálsson, vildi kalla til
tuttugu harmonikuleikara sem tækju
virkan þátt í sýningunni. Undirritaðri
var strax Ijóst að það yrði ef til vill
erfiðasta verkefni haustsins að finna
þennan mannskap og þó voru verkin
ærin. Kallaðurvarsaman fundurundir
stjórn Filippíu Sigurjónsdóttur og
verkefnið kynnt félögum. Úr varð að
til liðsvið okkur komu sex manns sem
spiluðu á við tuttugu. Sorglegtvarað
í byrjun ferlisins veiktist Ingimar
Harðarson og eins og kunnugt er féll
hann frá í síðasta mánuði. Við sendum
fjölskyldu hans og aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur. Eftir stóðu
Davíð Jónsson, Eva Margrét Árna-
dóttir, Guðmundur Sigurpálsson,
Linda Björk Guðmundsdóttir og Val-
berg Kristjánsson, Númi Adólfsson
kom inn á seinni stigum. Við kunnum
harmonikufélaginu og þessum frá-
bæru listamönnum okkar bestu þakkir
fyrir samstarfið sem var ákaflega
skemmtilegt, hvetjandi og gefandi.
Við vonum svo sannarlega að aftur
gefist tækifæri til samvinnu og óskum
félaginu alls hins besta í framtíðinni.
Fh. Leikfélags Akureyrar og lista-
manna Leigumordingjans
Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri.
Frá vinstri: Eva MargrétÁrnadóttir, Davíðjónsson, GuðmundurSigur-
pálsson, Númi Adólfsson, Vatberg Kristjánsson og Linda BjörkGuð-
mundsdóttir.
10