Harmonikublaðið - 01.12.2012, Page 16

Harmonikublaðið - 01.12.2012, Page 16
MERK GJÖF TIL HARMONIKUFÉLAGS REYKJAVÍKUR F r FRA SVERRI Fyrir nokkru barst Harmonikufélagi Reykjavíkur merkog höfðingleg gjöf frá einum af dyggustu félagsmönnum þess, Sverri Gíslasyni í Þykkvabænum við Hellu. Færði Sverrir félaginu mikið safn mynd- bandsspóla, sem geyma alla helstu viðburði í starfi þess í meira en áratug, eða allt frá fyrstu árunum eftir stofnun félagsins 1986 og fram undir aldamótin. Um er að ræða marga tugi af VHS-spólum, þar sem flestallir tónleikar félagsins eru fangaðir í hljóði og mynd. Á þessum árum hélt félagið úti „Stórsveitinni“, sem var skipuð yfir 50 hljóðfæraleikurum, þegar hún var stærst, og hélt félagið þá m.a. „Dag harmonikunnar" tvisvar á vetri og lauk síðan vetrarstarfinu með „Hátíð harmonikunnar", sem mjögvartil vandað. Sverrirvar á þessum árum einn af hljóðfæraleikurum Stórsveitarinnar og átti því að vonum erfitt með ástunda myndatökurnar sjálfur. En Sverrir dó ekki ráðalaus í slíkum tilfellum, heldur réð þá til starfa fagmenn á þessu sviði til að tryggja að myndatökur féllu ekki niður þótt hann sjátfur væri vant við látinn vegna htjómsveitarstarfa. Harmonikufélag Reykjavíkur kann Sverri Gíslasyni bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf. Björn Ólafur Gíslason GISLASYNI Myndin er tekin vid afhendingu gjafarinnar í versluninni Stíl á Laugavegi, sem formaður félagsins, Guðný Kristín Erlingsdóttir rekur. Frá vinstri: Björn Ólafur Hallgrímsson, ritari stjórnar, Sverrir Gíslason og Guðný Kristín Erlingsdóttir for- maður Harmonikufélags Reykjavíkur. Mynd: Kolbrún Sjöfn Jðnsdóttir. SAGNABELGURINN Það er gömul saga og ný að góðir harm- onikuleikarar hafa löngum verið eftir- sóttir. Þeir hafa jafnvel mátt þeysa lands- hornanna á milli til að ná upp fjöri þar sem skemmtilegt fólk beið í óþreyju. Það mun hafa verið einhvern tímann á sjötta ártugnum að harmonikuleikari í Reykjavík var fenginn, ásamt félögum sínum, til að skemmta íVestmannaeyjum á einhverri þeirra fjölmörgu skemmtana sem þar eru haldnar ár hvert, enda Vest- mannaeyingar gleðifólk, svo eftir er tekið. Þar sem þeir félagar höfðu aldrei komið tilVestmannaeyja áður, þótti við hæfi að sýna þeim eyjarnar á sunnudeginum þegar ballið væri búið. Það var svo fast- mælum bundið að um hádegi skyldi farið í siglingu umhverfis eyjarnar á lítilli trillu, enda sólríkur sumardagur og veröldin í besta skapi. Um hádegi á sunnudeginum voru svo allir mættir um borð að frá- töldum harmonikuleikaranum. Félagar hans sögðu hann hafa „lent á því“ og síðast höfðu þeir séð til hans íeinhverju kvennaragi. Það var þó talin ástæða til að doka við, þvf harmonikuleikarinn hafði sýnt ferðinni mikinn áhuga. Þegargóður hálftími var liðinn og ekkert bólaði á honum ákvað skipstjórinn að halda til hafs. Það var þó ekki nema rétt búið að sleppa þegar okkar maður sást koma hlaupandi í átt að bryggjunni. Hann var rétt hálfklæddur, með hluta af fötunum undir hendinni og hrópaði: „Bíðið þið“. Skipstjórinn sneri við og bjóst til að leggja að, en þá var harmonikuleikarinn kominn á bryggjusporðinn og hrópaði: „Ég bara stekk um borð, þið þurfið ekki að leggja alveg að.“ En nú fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Bátur- inn lagðist að bryggjunni en harmoniku- leikarinn stökkogyfir bátinn og hafnaði í sjónum við hina síðuna. Þaðan var honum síðan kippt um borð. Einhverja fatagarma fékk hann lánaða um borð og var í þeim á meðan fötin þornuðu og siglt var í kringum Vestmannaeyjar. Ritstjóri Harmonikuviðgerðir Tek að mér viðgerðir á harmonikum Gunnar Kvaran sími: 824-7610

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.