Harmonikublaðið - 01.12.2012, Page 17
íferð okkar Friðjóns og eiginkvenna okkar
2010 til Noregs og Svfþjóðar fengum við
boð frá Ottari Johansen harmonikusnillingi,
sem bjó í nágrenni við IvarThoresen útgef-
anda norska harmonikublaðsins Nygam-
malt er var bjargvætturinn í þessari ferð.
Hann vildi fá okkur í spjall og bjóða okkur
uppá kaffitár í tilefni af því að hann hafði
verið í boði okkar á íslandi fyrir tveimur
Ottar á enn fyrstu harmoniku sína sem er um yo ára
gömul og enn spilahæf.
árum og var ekki búinn að gleyma þeim
móttökum sem hann fékk f Árnesi og inn á
íslenskum heimilum.
Ottar er enginn venjulegur maður. Fyrir utan
það að vera nánast blindur kennir hann á
harmoniku, er með oftast um 20 nemendur
í námi og kennir á allar gerðir harmonika
og fólki á öllum aldri. Sjálfur fékk hann
píanóharmoniku 5 ára gamall og byrjaði þá
að æfa sig á fullu, það gekk vel og 10 ára
eignaðist hann tvöfalda nikku sem varð
hans annað hljóðfæri og viðheldur hann
þekkingu sinni á henni enn þann dagídag,
ásamt krómatískri hnappaharmoniku sem
er aðalhljóðfærið.
Okkur til undrunar dró Ottar fram harmon-
ikukassa, sem hann opnaði ogtókþarupp
sína fyrstu harmoniku sem hann hafði
eignast fyrir 60 árum, hún var þá gömul og
nú íþað minnsta 70 ára. Hann hefur samið
fjölda laga gegnum tíðina og fyrsta lagið
Oslandsvalsen samdi hann á gömlu nikk-
una. Alls hafa 10 lög þegar komið út á
plötum, en hann hefur samið mun fleiri.
Hann lékfyrir okkur nýjasta lagsittá aðal-
hljóðfærið, Hilsen til Osebru er hann samdi
af ákveðnu tilefni árið 2009. Égspurði Ottar
hvort hann æfði sig daglega? Að öllu jöfnu
2-3tíma daghvern varsvarið. Hvernigverða
lögin þfn til spurði ég? Flest fyrir að ég byrja
að fikta við hljóðfærið fram og til baka, svo
kemur skyndilega eitthvað sem næst að
sauma saman í heildarlag. Annars eru
ýmsar hliðar uppi f slíkum tilfellum.
Við undruðumst hinar fjölbreyttu veitingar,
tertur og allt sem tjáir að nefna er tilheyrir
stórveislum nema áfengi sem þessi höfð-
ingi býður ekki uppá þvf sjálfur er hann
Ottar með sitt aðalhljóðfæri, kveður gesti sína frá
tröppum húss síns á afmælisdegi sínum með laginu
Svörtu augun. Hann ersnillingursem ann harmonik-
unni hjartahreinn og Ijúfur. Ljósmyndari Hilmar Hj.
stakur reglumaður. Þegar menn fóru að
hæla veitingunum var uppljóstrað að
þennan dag sem við vorum þarna átti Ottar
65 ára afmæli eða þann 19. júlí 2010.
Sannarlega nutum við hverrar mínútu þarna
með þessum undramanni sem lærði nótur
með því að systir hans stækkaði hverja
nótu fyrir hann upp í risa stærð svo hann
gæti séð. Þessi maður hefur unnið krafta-
verk út frá fötlun sinni og sýnt framá að allt
er hægt með viljann að vopni.
Þessari skemmtitegu dagstund lauk með
að Ottar lék fyrir okkur hið þekkta lag
Svörtu augun sem var einkar viðeigandi við
þetta óvænta tækifæri. Hilmar Hjartarson
KÖNNUN A AHUGA FYRIR ÍTALÍUFERÐ
Ágætu harmonikuunnendur
Ásfðasta stjórnarfundi sambandsinsvarákveðið að gera
könnun á því hvort áhugi sé fyrir hópferð harmoniku-
unnenda til Ítalíu næsta haust. Hugmynd þessi vaknaði
síðastliðið sumar á meðal stjórnarmanna S.Í.H.U. og var
síðan ákveðið að láta reyna á hvort grundvötlur væri fyrir
ferð sem þessari.
Hugmyndin er að fara tit Castelfidardo, sem er Mekka
harmonikunnarogskoða þarsem flestarverksmiðjurer
framleiða harmonikur. Einnigyrði ferðin notuð til að
skoða t.d. Róm og fallega baðstaði við Adríahafið svo
eitthvað sé nefnt. Við gerum ráð fyrir að ferð sem þessi
yrði farln f byrjun september 2013 og í ferðina fari 10 -12
dagar.
Til að af þessu geti
orðið þarf að kanna
áhuga ykkar, en við
teljum að það sé
lágmark að 15 - 20
mannsskrái sigíferð
sem þessa, til að ná
hagkvæmu verði á flugfargjöldum og hótelum. Kostnað-
aráætlun liggur ekki fyrir, enda fer hún töluvert eftir því
hvað margir skrá sig í svona ferð.
Það ervon stjórnarað þið látið hugykkarf tjósvarðandi
þessa hugmynd og hafið samband við Sigurð Eymunds-
son í síma 4711333 / 893 3639 netfang: koltrod2i@
simnet.is eða Gunnar Kvaran ísíma 568 3670 / 824 7610
netfang: atf7@mi.is
Stjórn S.Í.H.U.