Reykjavík


Reykjavík - 09.03.2013, Side 4

Reykjavík - 09.03.2013, Side 4
9. mars 2013 Blindbylur í borginni og samgöngur úr skorðum Fyrir nokkrum dögum var vor-hugur í mörgum borgarbú-anum og runnar víða farnir að laufgast og blóm að gægjast upp úr moldinni. Á miðvikudag skall hins vegar á blindbylur og snjókoma. Sam- göngur í Reykjavík fóru úr skorðum, strætó gekk ekki og fólk beðið að vera ekki á ferli. Þrátt fyrir óskir um slíkt létu ýmsir sér ekki segjast og voru á ferðinni, sumir hverjir á bílum sem lítið erindi áttu út á göturnar við þessar aðstæður. Tafir urðu á margs konar þjónustu borgarinnar og starfsmenn Reykjavíkurborgar lögðu nótt við dag við að ryðja snjó af götum og gang- stéttum. Hér má sjá nokkra svipmyndir af þessum ógnardegi, ef svo ólíklega vildi til að hann hafi farið framhjá einhverjum. Lokað í Laugardalslaug í dag, en opnað með breyttu sniði á morgun Laugardalslaug var lokuð í gær og verður það einnig í dag. Á morgun geta sund- og baðglaðir tekið gleði sína á ný því þá verður opnað aftur. Á morgun verður afgreiðslan aftur komin í nýja hluta laugarinnar, en sem kunnugt er hefur hún að undanförnu verið á upphaflegum stað. Kvengestir fá nýuppgerðan búningsklefa, en að vísu bara tímabundið og karlarnir verða sendir í báða útiklefana. Þá verða rafrænar skápalæsingar í kvennaklef- unum. 4 ERNA Skipholti 3 - Sími: 552 0775 www.erna. is Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Fyrir orrustuna um Milvian brú yfir Tíberfljót, 28. október 312 fyrir réttum 1700 árum, sá Konstantín mikli teikn krossins á himni og orðin “in hoc signo vinces” “Undir þessu tákni muntu sigra”. Árið 313 er Konstantín var orðinn keisari veitti hann kristnum mönnum trúfrelsi eftir langvarandi ofsóknir. Menin eru smíðuð á Íslandi eftir hugmynd Dr Gunnars Jónssonar og fást silfurhúðuð á 3.500,- úr silfri: 5.900,- (með demanti: 11.500,-) og úr 14k gulli á 49.500,- (með demanti: 55.000,-). IN HOC SIGNO VINCES (Undir þessu tákni muntu sigra) Holtagörðum, s. 553-1800 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15 www.facebook.com/fondurlist Föndur Föndraðu fyrir ferminguna Úrvalið er hjá okkur Föndur Föndur úrvalið er hjá okkur Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Hugsaðu vel um fæturna Sími 551 2070 Opið mán.-fös. 10-18 Opið laugardaga 10-14 Í hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig? Teg: „ Annapolis“ Fótlaga skór úr leðri með vönduðu innleggi. Stærðir: 36 - 42 Verð: 28.900.- Fjöldi skemmti- ferðaskipa kemur til Reykjavíkur í sumar Ekkert lát verður á komum skemmtiferðaskipa til borg-arinnar næsta sumar og við- búið að þau verði fleiri en nokkru sinni fyrr. Nú þegar er búið að tilkynna um komu 67 skipa og eins og staðan er núna þá kemur fyrsta skipið 19. maí. Aðgangur að sundstöðum með dýrara móti í Reykjavík Verðlagseftirlit Alþýðusam-bands Íslands kannaði verð-breytingar á gjaldskrám sundstaða í fimmtán stærstu sveitar- félögum landsins. Í ljós kom að tólf þeirra höfðu hækkað gjaldskrána frá því í fyrra, Reykjavík þeirra á meðal, en aðeins Fljótsdalshérað, Árborg, Seltjarnarnes og Kópavogur voru með óbreytta gjaldskrá. Aðgangur fyrir fullorðna að sund- stöðum í Reykjavík hefur hækkað um 10% frá því í fyrra miðað við stakan miða og kostar nú 550 krónur í sund. Ef keypt er 10 miða kort í Reykjavík þarf að borga fyrir það 4.100 krónur, sem er 9% meira en á síðasta ári. Og árskortið hækkaði um 2000 krónur og kostar nú 30 þúsund krónur, en það er hækkun upp á 7%. Börn á grunnskólaaldri í Reykjavík borga 8% hærra verð fyrir stakan miða núna miðað við verðið í fyrra, en verð á 10 miða kort og árskorti er óbreytt.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.