Reykjavík - 09.03.2013, Page 9
99. mars 2013
Hærri stofnkostnaður
vegna öryggisráðstafana,
en einnig meiri
rekstrarábati
Fyrir rúmu ári, rétt áður en réttargeð-
deildin var flutt á Klepp, sagði Páll við
Reykjavík-vikublað að hann gerði ráð
fyrir því að stofnkostnaður við rétt-
argeðdeildina myndi borga sig upp á
innan við tveimur árum.
„Við gerðum ráð fyrir að stofnkostn-
aður við réttargeðdeildina yrði 70 til
80 milljónir króna, en ítarlegar kröfur
byggingareftirlits leiddu til þess að setja
varð upp öflugri brunavarnir en gert
var ráð fyrir sem juku kostnaðinn. En
það er bara jákvætt að hafa öflugar og
góðar brunavarnir og úðakerfi eins
og alls staðar er komið þarna núna,
enda ekki eðlilegt að slá af kröfum til
brunavarna á spítala . En fyrir vikið
varð þetta dýrara. Á móti kemur hins
vegar að rekstrarábatinn er meiri en
við gerðum ráð fyrir. Við reiknuðum
með að hann yrði nálægt 40 milljónum
króna á ári, en hann reynist í kringum
50 milljónir. Ofan á allt fengum við svo
fé fyrir bygginguna á Sogni, sem er nú
nýtt sem fangelsi.“
Vaxandi áhyggjur af lengri
biðtíma á göngudeildum
vegna niðurskurðar
Það er kunnara en frá þurfi að segja
að Landspítalinn hefur lengi búið
við niðurskurð á fjárframlögum og
segir Páll að það hafi einnig bitnað
á geðsviðinu. Það hafi búið við 23%
niðurskurð á fjórum árum. Því hafi
þurft að sýna mikla hugkvæmni og
ráðdeildarsemi og hafa skýra sýn á
hlutverk þjónustunnar og hverju yrði
að sinna svo allt gengi upp. Páll telur að
það hafi tekist án þess að hafa alvarleg
áhrif á þjónustu.
„Það hefur helst haft áhrif á þjón-
ustuna hjá þeim hópi sem er minnst
veikur og væri í öðrum löndum sinnt af
heilsugæslunni, en er ekki gert hér. Það
eru lengri biðlistar á göngudeildum og
þar fram eftir götunum. Maður hefur
hins vegar áhyggjur af því, vegna þess
að mál sem er einfalt og auðleyst í
dag er orðið flóknara eftir viku ef þú
sinnir því ekki og við erum farin að
finna það. En við tókum þá ákvörðun
að setja veikustu einstaklingana í for-
gang. Það er fólk sem er oft svo veikt að
það kvartar ekki. Við höfum hins vegar
vaxandi áhyggjur af því hvað biðtími á
göngudeildum er orðinn langur og að
það muni til lengri tíma hafa slæmar
afleiðingar.“
Páll segir geðsviðið hafa sloppið við
uppsagnir hjúkrunarfræðinga, eins og
voru á spítalanum almennt fyrir stuttu
en hafa reyndar að mestu gengið til
baka.
Húsnæði á geðdeildum oft
og tíðum til skammar
Páll lýsti því í blaðinu í fyrra að mæla
mætti siðferðisstyrk samfélags á því
hvernig það hugsaði um sína minnstu
bræður og vísaði þar til þeirra sem
vistaðir eru á réttargeðdeild. Hann
segir að nú kæmi samfélagið vel út
hvað þennan hóp varðar.
Hvað geðsjúka varðar almennt segir
hann hins vegar að húsnæði sem þeim
stendur til boða á deildum sé oft og
tíðum hreinlega til skammar. „Ég var
að sýna gestum deildir á Hringbraut
og þeir sögðu að það mætti ekki opna
pítustað í slíku húsnæði, þannig að
þeim var brugðið og það er oft með
gestsaugum sem maður sér hlutina
best. Aðbúnaður og aðstæður mjög
víða, eins og að þurfa að bjóða upp
á tvímenningsherbergi, er ekki nógu
gott, auk þess sem öryggisatriðum mót-
tökugeðdeildanna okkar er ábótavant.“
Þá segir hann húsnæðið oft lekt og
hrörlegt og að sá maður sem sinnti húsi
sínu jafn illa og Landspítalinn hefur
neyðst til að gera vegna fjárskorts,
byggi ekki í haginn fyrir sig.
Geðgjörgæsludeild sett á
laggirnar við Hringbraut
„Hins vegar er ætlunin að breyta einni
móttökugeðdeildanna á Hringbraut í
geðgjörgæsludeild í sumar.Þá búum við
til öfluga deild, örugga, með einbýlum
og aðskildum svefnálmum kynjanna,
fyrir bráðveika sjúklinga. Það mun
bæta þjónustu jafnt við þá meira veiku
en ekki síður þá sem minna veikir
eru og fá þá betra næði. Við verðum
reyndar að mestu leyti að fjármagna
úrbæturnar með því að skera niður
annars staðar,en við getum ekki beðið
með þessar framkvæmdir, og vonandi
fáum við liðsinni og stuðning úr sam-
félaginu.“
Geðsjúkum mismunað í
samfélaginu
Fordómar hafa gjarnan fylgt um-
ræðunni um geðsjúkdóma. Þeir hafa
trúlega farið minnkandi með aukinni
umræðu, þekkingu og upplýsingum,
en Páll segir erfitt að leggja mat á for-
dóma. Hann vitnar í vin sinn, breskan
prófessor í geðlækningum Graham
Thornicroft að nafni sem hefur mikið
skoðað fordóma, en sá segir erfitt að
mæla fordómana því þeir fari undan í
flæmingi, hverfi á einum stað og skjóti
svo upp kollinum á þeim næsta eins og
sést þegar breytt er um nafn á einhverju
í viðleitni til að draga úr fordómum,
þá myndist fljótt fordómar gegn nýja
heitinu í staðinn.
„Ég er sammála Thornicroft í því að
það sé miklu betra og árangursríkara
að berjast ekki gegn óskilgreindum
fordómum heldur gegn mismunun,
því að fordómar birtast í mismunun
og mismunun er mælanleg. Ég tel að
enn vanti töluvert upp á að geðsjúkum
sé ekki mismunað.“
Sem dæmi um þetta nefnir Páll að
talið sé að um 20% af þeim kostnaði
sem hlýst af sjúkdómum í samfé-
laginu sé vegna geðsjúkdóma, en 8%
af útgjöldum til heilbrigðismála fari til
lækninga á geðsjúkdómum. Þetta er
mismunun segir Páll. Geðsjúkdómar
eru á Vesturlöndum orðnir þeir sjúk-
dómar sem valda flestum töpuðum
vinnuárum og er þunglyndi þar al-
gengasti skaðvaldurinn. “Annað dæmi
um mismunun er það þegar fyrrum
fíknisjúklingar lenda í vandræðum
með að fá líftryggingar”. Þá nefnir
hann forvarnir gegn umferðarslysum
annars vegar og forvarnir gegn sjálfs-
vígum hins vegar. Fyrir um áratug dóu
álíka margir í umferðarslysum og fyrir
eigin hendi hérlendisá ári, eða rúmlega
þrjátíu manns.
„Síðan fara 200 milljónir króna í
forvarnir vegna umferðarslysa og við
erum, guði sé lof, komin niður fyrir
tíu sem deyja í umferðarslysum árlega,
en það fara ennþá sjö milljónir króna á
ári í sjálfsvígsforvarnir enda erum við
ennþá að missa 35 Íslendinga í sjálfs-
vígum á ári. Það hefur ekkert breyst. Ég
er ekki að segja að það séu jafn konkret
lausnir til við forvarnir gegn sjálfsvígum
eins og við forvörnum gegn umferð-
arslysum, en það eru ákveðnir hlutir
sem við vitum að gera gagn og hægt
væri að vinna með fyrir meira fé,“ segir
Páll Matthíasson geðlæknir og fram-
kvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans.
Páll matthíasson segir að geðsjúkum sé mismunað.
Guðmundur sævar sævarsson deildarstjóri og Páll matthíasson framkvæmdastjóri geðsviðs segja mikla bót vera af
réttargeðdeildinni.