Reykjavík


Reykjavík - 09.03.2013, Page 12

Reykjavík - 09.03.2013, Page 12
9. mars 2013 Einelti Bókin EKKI MEIR kom út í ágúst sl. hjá Skólavefnum og er leiðar-vísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðs- félög, foreldra og börn. Bókin á í raun erindi til allra. Einelti meðal fullorðinna, þar á meðal eldri borgara fyrirfinnst al- veg eins og meðal barna og unglinga. EKKI MEIR er myndskreytt og hafa börn allt niður í þriggja ára haft gagn af mynd- unum. Veggspjöldum með þeim hefur verið dreift af Æskulýðsvettvanginum sem fóstrað hefur verkefnið fyrir sína félagsmenn: UMFÍ, Skátana, Landsbjörg og KFUM og KFUK. EKKI MEIR hefur verið fylgt eftir með fræðsluerindi sem haldin hafa verið m.a. á vegum Menntasviðs Reykjavíkurborgar, í skólum, leikskólum, íþrótta- og æskulýðs- félögum um land allt, foreldrafélögum og einstaka ráðstefnum og þingum. Það sem vekur hvað mest athygli er hversu áhuginn hefur vaxið um að taka þessi mál fastari tökum, ekki einvörðungu stríðni og einelti heldur einnig vitundarvakning um hvernig við erum að koma fram hvert við annað almennt séð. Vakninguna má m.a. mæla í þeirri miklu eftirspurn sem verið hefur eftir fræðslu, umræðu og umfjöllun um EKKI MEIR. Þegar kemur að einelti sem og öðrum málum er varða vellíðan og velferð fólks má aldrei sofna á verðinum. Hér er ekki um verkefni að ræða sem einhvern tí- mann lýkur. Hugtakið einelti er flestum þekkt. Leikskólabörn skilja vel merkingu þess. Mikilvægt er þess vegna að halda því á lofti en á sama tíma að gæta þess að gengisfella það ekki. Kjarnin í hugtakinu einelti felur í sér endurtekningu á nei- kvæðri hegðun í garð aðila af hálfu sama eða sömu einstaklinga. Um getur verið að ræða endurtekningar á neikvæðum, meiðandi aðfinnslum/athugasemdum um persónu eða háttu viðkomandi, skít- kasti eða dónalega, hrokafulla framkomu í hans garð. Þegar gert er grín eða hæðst að viðkomandi, hann niðurlægður, bak- talaður, hunsaður, útilokaður eða beittur andlegu eða líkamlegu ofbeldi af ein- hverjum toga. Ótal mörg atriði eru áhrifavaldar í þessum málaflokki og er þeim gerð skil í EKKI MEIR. Fyrst er að nefna staðarmenninguna eða móralinn eins og stundum er vísað til. Skólar, íþrótta- og æskulýðsfélög eru líka vinnustaðir og starfsfólkið eru fyrirmyndir nemenda og iðkenda. Gera má því skóna að ef menning staðarins er neikvæð aukist líkur á að erfið mál eins og eineltismál komi upp og fái jafnvel að þrífast, festi rætur. Í EKKI MEIR er forvörnum af ýmsu tagi gerð skil. Hægt er að setja upp öflugt og skilvirkt forvarnarkerfi án mik- ils tilkostnaðar. Í forvarnarkerfi felst að umræðu um framkomu og hegðun sé fléttað eða tvinnað inn í starfið og að öllum sé ljóst hvaða samskiptareglur gilda. Ef um er að ræða stofnun þar sem börn stunda nám, iðka íþróttir eða koma saman til að leika sér, liggur ábyrgðin bæði hjá skóla/stofnun og for- eldrum. Það er skylda beggja að mynda samskiptabrú, kynnast og tengjast til að vera vel í stakk búin til að taka á málum sem upp koma og varða börnin. Í sporum þolanda vill enginn vera og er okkur flestum vel kunnugt um hvaða áhrif og afleiðingar langvarandi eða sí- endurtekið einelti getur haft. Gerandi eineltis fer heldur ekki varhluta af af- leiðingum hegðunar sinnar. Ganga má út frá því að geranda eineltis líður ekki vel. Vanlíðan hans er hvati af meiðandi framkomu hans við aðra krakka. Minn- ingin um að hafa verið gerandi eineltis á bernskuárunum getur lifað lengi með gerandanum, jafnvel alla ævi. Markviss og kerfisbundin vinnubrögð við úrvinnslu eineltismála skila oftast árangri. Upplýsi einstaklingur að verið sé að brjóta á honum skal undantekningalaust hlusta á hann. Taka skal því allar kvart- anir til skoðunar og haga aðgerðaráætlun í samræmi við alvarleika kvörtunarinnar. Engin tvö mál eru eins og er viðbragðs- áætlun því aðeins vegvísir. Viðbragðsáætlun og tilkynningar- eyðublað sem er aðgengilegt á heimasíðu skapar ekki einungis öryggi heldur er forvörn í sjálfu sér. Mikilvægur liður í þessari forvörn er að sýna foreldrum og börnum í bókstaflegri merkingu hvar á heimasíðu megi finna þessi gögn. Einnig þarf að fara með þeim yfir samskipta- reglur þ.á.m. hvaða hegðun sé ekki liðin á staðnum. Minna þarf á að ekkert grátt svæði er til. Allir þurfa að vita að án tillits til hvernig maður kann við einhverja manneskju eða finnst um hana, beri að koma fram við hana af virðingu og kurteisi. Tilkynningareyðublað veitir jafnframt ákveðið aðhald. Með því að bjóða upp á slíkt eyðublað er skóli eða stofnun að gefa til kynna að neikvæð framkoma sé ekki liðin á staðnum. Sá sem viðhefur meið- andi hegðun í garð annars aðila getur átt það á hættu að vera tilkynntur með form- legum hætti, láti hann ekki af atferlinu. Skrifleg tilkynning er auk þess líkleg til að skila markvissari vinnubrögðum en munnleg tilkynning. Í EKKI MEIR er lögð áhersla á að lýsa verklagi. Undirbúningur s.s. að afla ná- kvæmra upplýsinga strax í byrjun eykur öryggi starfsmanna í samskiptum sínum við alla aðila málsins í úrvinnsluferlinu. 1. Þeir sem annast vinnslu koma saman, meta kvörtun, gera aðgerðarplan í samvinnu við tilkynnanda (ef barn, þá foreldra). Aðilar skipta með sér verkum og tilgreina umsjónarmann málsins 2. Hefja upplýsingaöflun (ræða við vitni, fylgismenn) 3. Kanna hvort tryggja þurfi öryggi til- kynnanda á staðnum 4. Boða forráðaaðila meints geranda til fundar, fá leyfi til að ræða við hann (með eða án foreldra) 5. Fara yfir málið að nýju, upplýsa aðila um heildarmyndina 6. Úrvinnsla: Viðtöl, unnið með líðan/ vanlíðan, sjálfsstyrking, fundir með foreldrum 7. Eftirfylgni til að m.a. ganga úr skugga um að eineltið hafi stöðvast. Fylgst er með líðan og samspili aðila á staðnum 8. Fundir og viðtöl eins oft og þurfa þykir (skrifa fundargerð) 9. Ákvörðun um málalok liggur hjá báðum aðilum, tilkynnanda og skóla/ stofnun Sjálfskönnun Umræðan um forvarnir og úrvinnslu eineltismála hlýtur að beina sjónum að framkomu, þ.e. hvernig við, hvert og eitt okkar, komum fram við hvert annað? Fullorðnir eru fyrirmynd. Hver og einn getur spurt sig: } Er ég að taka ábyrgð á minni framkomu/ hegðun? } Líður einhverjum illa í minni návist? } Get ég veitt einhverjum stuðning eða rétt hjálparhönd á þessum stað? } Geri ég viðvart ef ég verð vitni að ein- elti? Helstu mistök í eineltismálum Hægt er að gera mörg mistök við úr- vinnslu mála af þessu tagi. Hér eru þau helstu tilgreind: • Hunsa að ræða um samskiptahætti/ reglur • Ræða ekki við geranda (foreldra) um efni kvörtunarinnar • Segjast taka einelti alvarlega en gera það ekki • Gæta ekki að öryggi þolanda á staðnum • Draga ótímabærar ályktanir • Vera meðvirkur, leyfa reiði geranda (foreldra hans) að villa sýn • Draga úrvinnslu á langinn í þeirri von um að vandinn ,,hverfi” • Rannsaka málið lauslega, undirbúa illa eða alls ekkert Til að stemma stigu við einelti og of- beldi í hvaða mynd sem er og við ólíkar aðstæður þarf vilja og markviss vinnu- brögð. Halda þarf áfram og gera enn betur, ná enn lengra. www.kolbrunbaldurs.is Miðapantanir sími 565-5900 midi.is midasala@gaaraleikhusid.is Drephlægilegasta sýningin í bænum Sýningar Sunnudagur 10, mars, kl 18.00 og kl 20.00 Sunnudagur 17, mars, kl 18.00 og kl 20.00 “Óvenjuleg og heillandi leikhúsupplifun bráðfyndin með hlýjum undirtónum” Fréttablaðið Arndís Þórarinsdóttir ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Allar gerðir myndbanda færðar yfir á DVD diska eða harða diska, svokallaða flakkara. Gamlar kvikmyndafilmur yfirfærðar á DVD diska. 8mm Regular og Super eru algengastar en við yfirfærum einnig 9,5mm, 16mm og 35mm. Skyggnur (Slides) skannaðar yfir á diska sem hægt er síðan að skoða í tölvum og sjónvörpum og prenta út á pappír. Hljómplötur og allar gerði tónbanda, t.d. kassettur og ¼” segulbandspólur færðar yfir á geisladiska. Gerum nokkurn veginn allt sem þér dettur í hug varðandi hljóð- og mynd- vinnslu. MYNDBANDAVINNSLAN&HLJÓÐRITI Hátúni 6b. Sími 562 1026. www.mbv.is 12 Höfundur er kolbrún Baldursdóttir klínískur sálfræðingur og formaður Barnaheilla- save the children á Íslandi

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.