Reykjavík


Reykjavík - 09.03.2013, Blaðsíða 14

Reykjavík - 09.03.2013, Blaðsíða 14
14 9. mars 2013 Fjölbýlishúsaröð þessi stendur við Fálkagötu í Vesturbæ Reykja-víkur og er númer 17 – 21. Voru húsin hönnuð af Kjartani Sveinssyni tæknifræðingi og byggð á árunum 1963-64. Inn í þessa fjölbýlishúsaröð og í götur í næsta nágrenni í Gríms- staðaholtinu fluttu á þessum árum fjölmargir leikarar og listamenn. Gekk Grímsstaðaholtið því undir nöfnunum Hollywood eða Beverly Hills og fjöl- býlishúsaröðin við Fálkagötu var oft kölluð Hollywood-blokkin. Af leikurum að nefna þá bjuggu þau Gunnar Eyjólfsson, Jón Sigurbjörns- son, Þóra Friðriksdóttir, Helgi Skúla- son og Helga Bachmann á Fálkagötu 19 og Herdís Þorvaldsdóttir, Katrín Thors, Baldvin Halldórsson og Brynja Benediktsdóttir ásamt fleiri leikurum á Dunhaga og Hjarðarhaga. Skáldið Kristmann Guðmundsson bjó á Tómasarhaga, listmálarinn Gunnlaugur Scheving bjó á Fálkagötu 21 og Halldór Laxnes, nóbelskáld á Fálkagötu 17. Heimildir: Timarit.is GLI Veldishnöttur eða ríkis-epli eins og gripurinn er stundum kallaður er tákn konungsvalds. Hann hefur tekið breytingum í aldanna rás. Hjá Rómverjum til forna tákn- aði veldishnötturinn alheiminn. Á miðöldum var krossi bætt ofan á hnöttinn og táknaði hann þá heiminn undir kristinni stjórn. Einnig þykir krossin tákna kvenhliðina á móti karlhlið hnattarins sjálfs. Heimild: Signs & symbols VELDisHnÖttUR www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga. ReykvíkinguR Gerðuberg kl. 10:30 – 13:30 / laugardagur Framtíðarbókin – árleg barna- og unglingabókaráðstefna Norræna húsið / laugardagur Opnun ljósmyndasýningarinnar Langa andartakið - ljósmyndir eftir Sarah Cooper og Nina Gorfer Harpa tónlistarhús kl. 14:00 / laugardagur Náttfatapartí – Litli tónsprotinn 2012-2013 í Eldborg Kex Hostel kl. 19:00 / laugardagur Reykjavik Folk Festival Cafe Rosenberg / laugardagur Eyjakvöld - Blítt og létt Gamli gaukurinn / laugardagur Tónleikar - Skálmöld Þjóðminjasafn Íslands Kl. 10:00 – 16:00 / sunnudagur Heimilisiðnaðarfélag Íslands 100 ára – málþing, þjóðbúningasýning o.fl. Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi kl. 14:00 – 16:00 / sunnudagur Umræðurþing með þátttöku íslenskra myndlistar – og fræðimanna þar sem tekið verður á áhrifum Robert Smithson á hugmyndir og aðferðir í list samtímans. Listasafn Íslands kl. 14:00 / sunnudagur Sunnudagsleiðsögn um sýningar safnsins í fylgd Rakelar Pétursdóttur, safnafræðings. Gerduberg kl. 14:00 / sunnudagur Möguleikhúsið sýnir barnaleikritið Ástasaga úr fjöllunum Harpa tónlistarhús kl. 20:00 / sunnudagur Perlur íslenskra sönglaga í Kaldalóni Helgin í Reykjavík 9. – 10. mars 2013 Nýju kokkaföt keisarans Reykvíkingur elskar mat, en kann ekki að elda. Hann elskar líka góðan bissness, en kann ekkert í svoleiðis. Einnig óttast hann sannleikann, en kann ekki að koma sér undan honum. Því var það hugljómun fyrir Reyk- víking þegar í ljós kom á dögunum að matvælaframleiðandur gerðu rífandi bissness í því að framleiða mat sem var ekki maturinn sem hann átti að vera og komu svo með stórkostlegar skýringar þegar allt saman kom í ljós. Reykvík- ingur var frá sér numinn af gleði. Reykvíkingur er alþjóðlega þenkj- andi og fylgist því grannt með er- lendum fréttum og er því vel kunnugt um fréttirnar af hrossakjötinu í lasagna réttunum sem áttu að innihalda nauta- kjöt. En það er ekkert. Það er auðvitað miklu djarfara að framleiða nautakjöts- rétt, sem er ekki bara án nautakjöts heldur án alls kjöts. Það er auðvitað ekkert annað en snilld og slær algjör- lega við þessum útlendum viðskipta- módelum. Og líka auðvitað það að hafa ekkert nautakjöt í lambahakksbollum þótt það standi utan á pakkanum. Síðan var það framleiðandinn sem framleiddi franska hvítlaukspönnu án hvítlauks. Reykvíkingur er ekki hissa eins og verðið er á hvítlauki nú til dags. Svo er það auðvitað snilld þegar upp um allt kemst að draga auðvitað rann- sóknina í efa. Skárra væri það nú! Og svo má bæta við að það hafi gleymst að breyta innihaldslýsingunni, það virkar alltaf. Reykvíkingur veit reyndar ekki alveg hvernig hægt er að kalla rétt nauta- kjötsrétt ef ekkert nautakjöt er í honum, eða hvítlauksrétt sem inniheldur engan hvítlauk, en það er væntanlega bara af því að Reykvíkingur kann ekki að elda, kann ekki bissness og segir alltaf satt, þótt hann ætli sér ekki að gera það. Svona er nú Reykvíkingur mis- heppnaður. tákn og MeRki ReykjavíkuRgetRaunin – svaR v i k u b l a ð Auglýsingasíminn er 578 1190 - Netfang: auglysingar@fotspor.is.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.