Reykjavík


Reykjavík - 27.04.2013, Blaðsíða 2

Reykjavík - 27.04.2013, Blaðsíða 2
2 27. apríl 2013 Í grein sem Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi á Akranesi ritar á vef Pressunar, pressan.is, segir hann að haft hafi verið samband við sig af ábyrgum aðila sem tjáði sér að Sjálfstæðismenn, Samfylking og Björt framtíð séu nú þegar farin að ræða hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf. Við þetta bætir hann svo: „Ef þessar heimildir eru réttar þá er það morgunljóst að aðalbaráttumál stjórnar og trúnaðarráðs Verkalýðsfélags Akraness undanfarin ár um afnám verðtryggingar og að forsendubrestur heimilanna verði leiðréttur verður alls ekki að veruleika“. Nú ætla ég alls ekki að leggja mat á hvort þetta sé raunin, þ.e. að menn séu þegar byrjaðir í stjórnarmyndunarviðræðum áður en sjálfar kosn- ingarnar eru um garð gengnar, en hitt er morgunljóst að ef svo er, þá er baktjaldapólitíkin og óheiðarleikinn enn á fullu skriði í pólitíkinni. Það er sjálfsagt draumur flestra frambjóðenda að komast í valdastöður. Hafa áhrif, til þess er jú leikurinn gerður. Á hitt ber að minna að það er Forseti Íslands sem stjórnskipulega hefur þarna mikið vald. Það er hans að meta hver fær fyrstur stjórnarmyndunarumboð. Það hlýtur að vera sérkennileg staða ef menn hafa raðað sér í blokkir áður en menn vita hvað kemur upp úr kjörkössunum, áður en menn vita hver fær stjórnar- myndunarumboðið. Það er í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum þar sem menn eiga að tala og þar á að koma fram hvort eða hvernig menn ná saman um málefnalegar áherslur og þá fyrir opnum tjöldum. Allt annað er einfaldlega valdafíkn þegar menn vinna bak við tjöldin, vinna að því að ná völdum. Hafa menn ekkert lært? Eiga borgarar landsins ekki skilið, eftir það sem á undan er gengið, þar sem Alþingi er gjörsamlega rúið trausti, að heilindi og heilbrigði einkenni nú íslensk stjórnmál og stjórn- armyndunarviðræður fái að fara fram þar sem heiðarleikinn er í öndvegi . Eigum við kjósendur ekki skýra kröfu á að baktjaldamakkinu ljúki nú með þessu nýja fólki sem setjast mun á Alþingi – ómengað af fortíðar- vinnubrögðum sem hafa leitt þessa þjóð í gegnum mis miklar hörmungar fyrir fólk og fyrirtæki. Gleðilegt sumar og góða helgi - kosningahelgi! Sigurður Þ. Ragnarsson ritstjóri Leiðari Er baktjalda- makkið byrjað? Spurning vikunnar er: Alþingishúsið var reist á árunum 1880-1881. Hvaðan voru steinarnir teknir sem húsið er byggt úr? Hvað veistu um borgina þína? Svarið er að finna á síðu 14. Reykjavík vikublað 16. Tbl. 4. áRganguR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjórar: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: holmfridur@vedurehf.is, Sigurður Þ Ragnarsson netfang: sigurdur@vedurehf.is, Ljósmyndari: Þórir Snær Sigurðarson, sími 615 2049. Blaðamenn: Linda Hrönn Þórisdóttir, Þórir Snær Sigurðarson. Veffang: fotspor.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 47.500 eintök. dreifing: Fríblaðinu er dreiFt í 47.500 e intökum í allar íbúðir í reykjavík Sífellt fleiri fermast borgaralegri fermingu: Fjöldinn nítjánfaldast frá árinu 1990 11 fermdust árið 1990 en 208 í ár Sex athafnir borgaralegrar fermingar eru fyrirhugaðar hjá Siðmennt á þessu ári sem haft hefur veg og vanda að slíkum athöfnum. Tvær athafnir voru um þar síðustu helgi, fyrir og eftir hádegi og fermdust alls 126 börn skv. upplýsingum á heimasíðu Siðmenntar, sidmennt.is. Athafnirnar tvær fóru fram í Háskólabíói. Um liðna helgi voru tvær athafnir í Salnum í Kópa- vogi, þann 12. maí verður ein athöfn í Hofi á Akureyri og 22. júní í Hallorms- staðaskógi. Alls eru 208 fermingarbörn skráð til borgaralegrar fermingar í ár. Frá árinu 1989 hefur Siðmennt staðið fyrir borgaralegum fermingum. Íslenska orðið ferming er þýðing á latneska orðinu confirmare sem merkir m.a. að styðja og styrkja. Ungmenni sem fermast borgaralega eru einmitt studd í því að vera heilsteyptir og ábyrgir borgarar í lýðræðislegu sam- félagi en megintilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og kenna þeim að bera virðingu fyrir manninum, menningu hans og umhverfi eins og segir á vefsíðu Siðmenntar. Kjördagur er í dag: Kjósendur á kjörskrár- stofni í Reykjavík 90.773 -konur á kjörskrá fleiri en karlar Alls eru 90.773 kjósendur á kjör-skrárstofni í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Í Reykja- víkurkjördæmi suður eru á kjörskrá 45.204 og er það fjölgun um 3,3% frá kosningunum í apríl 2009 eða 1.457 einstaklinga. Í Reykjavíkurkjördæmi norður eru 45.569 á kjörskrá sem er aukning um 4,1% frá síðustu kosn- ingum eða um 1.802 einstaklinga. Konur eru nokkuð fleiri en karlar meðal kjósenda í Reykjavík. Í Reykja- víkurkjördæmi suður eru konur ríf- lega þúsund fleiri eða 23.132 en karlar 22.072. Munar þar 1060 einstaklingum á milli kynja Í Reykjavíkurkjördæmi norður eru konurnar 23.052 talsins en karlarnir 22.517. Munar þar minna á milli kynjanna eða 535 einstaklingum. Kosið verður á þrettán stöðum. Í Reykjavíkurkjördæmi suður verður kosið í Hagaskóla, Hlíðaskóla, Breiða- gerðisskóla, Ölduselsskóla, Íþróttamið- stöðinni Austurbergi, Árbæjarskóla og Ingunnarskóla. Í Reykjavíkurkjördæmi norður verður kosið í Ráðhúsinu, Laugardalshöllinni, Íþróttamiðstöð- inni Grafarvogi, Vættaskóla Borgum, Ingunnarskóla og Klébergsskóla Kjal- arnesi. Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá með því að fletta upp í skránni á vefnum www.kosn- ing.is. Þjóðskrá Íslands sér um gerð kjör- skrárstofna við kosningar til Alþingis en á kjörskrárstofni eru allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi sam- kvæmt íbúaskrá þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag. Kjósendur á landinu öllu eru 237.957 sem er um 4,4% fjölgun frá alþingiskosningunum 25. apríl 2009 eða sem nemur 10.114. List án landamæra: Systur sýna ljósmyndir í Þjóðminjasafninu Þrjátíu ljósmyndir eru til sýnis á sýn-ingunni Systralist sem nú stendur yfir í Þjóðminjasafninu en sýningin er hluti af menningarhátíðinni List án landamæra. Á hátíðinni eru ýmsir menningarlegir atburðir sem eiga það sameiginlegt að vera haldnir af fötluðu fólki. Systurnar María, Guðrún Hulda og Sigríður Sigurjónsdætur, áhugaljós- myndarar, hönnuðu sýninguna. „Við sáum á netinu að það var aug- lýst eftir listviðburðum og spurðum þau hjá List án landamæra hvort við mættum vera með. Og svo hélt þetta áfram.“ segir Guðrún Hulda og bætir við að myndirnar séu mjög fjölbreyttar. „Þær eru teknar heima hjá okkur, í Reykjavík og hér og þar.“ Systurnar eru frá Hvolsvelli en Guðrún og Sigríður eru báðar fluttar í bæinn. María býr hins vegar enn um sinn í sveitasælunni. Það vekur athygli blaðamanns hve birta og litir myndanna er flott og dettur því í hug að spyrja systurnar hvort þær hafi eytt miklum tíma í eftirvinnslu. Þær eru fljótar að svara. „Engum. Myndirnar eru nákvæm- lega eins og þær koma úr vélunum.“ Á Fésbókarsíðu sýn- ingarinnar kemur fram að um sölusýningu sé að ræða. „Fólk getur pantað hjá okkur myndir sem því líst vel á á sýningunni.“ segir María og heldur áfram: „Það er bæklingur inni á sýningunni með símanúmerum og netföngunum okkar ef það vill panta þær.“ „Vinsælasta myndin er þessi hér.“ bætir Guðrún við og bendir á skemmti- lega mynd af kind sem stendur við girðingu með tvö lömb við hlið sér. Það er eins og þau hafi stillt sér upp fyrir myndatökuna. „Það voru tveir ef ekki þrír búnir að panta þessa mynd fyrstu tvo dagana.“ segir Guðrún. Systurnar eru bjartsýnar og von- ast til að framhald verði á. „Okkur langar svolítið til að sýna þetta á Hvolsvelli í sumar með ljósmynda- klúbbnum okkar. segir Sigríður og Guðrún bætir við: „Þar verða myndir sem eru metri sinnum metri að stærð, þannig að þær verða mjög stórar.“ Systralist í Þjóðminjasafn- inu verður opin til 2. maí og er aðgangur ókeypis á sýn- inguna. ÞSS Þær Sigríður, Guðrún Hulda og María Sigurjónsdætur standa fyrir sýningunni og hvetja þá sem leið eiga á staðinn til að skrifa í gestabókina um leið og þeir koma. Þess má geta að María bjó gestabókina til sérstaklega fyrir sýninguna. Mynd: Þórir Snær Þetta er ein af þeim fjölmörgu myndum sem til sýnis eru á Systralist. Frá athöfninni í Háskólabíói um þar síðustu helgi. Suðvesturkjördæmi er stærsta einstaka kjördæmið. Heimild: Innanríkisráðuneytið

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.