Reykjavík - 27.04.2013, Blaðsíða 8
8 27. apríl 2013
Vésteinn Valgarðsson,
Alþýðufylkingunni:
Það er ekki hagkvæmt fyrir hag-kerfi að taka upp erlenda mynt
sem fylgir annarri hagsveiflu, eins og
til dæmis evruna. Þrátt fyrir allt hefur
íslenska krónan kannski bjargað því
sem bjargað varð í kreppunni, því ef
höggið hefði ekki lent á henni hefði
það í staðinn komið fram í svo miklu
atvinnuleysi að það er varla hægt að
hugsa það til enda. Gallinn við íslensku
krónuna er að annarri hverri krónu er
stolið jafnharðan af okkur og lausnin
við því er að félagsvæða umsvifamesta
ræningjann, sem er fjármálakerfið.
Lýður Árnason,
Lýðræðisvaktinni:
Nýja stjórnarskráin kveður á um, að aðild að ESB og þá um leið
upptaka evrunnar verði ákveðin í
bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Mál,
sem þjóðin ræður til lykta í þjóðar-
atkvæðagreiðslu, þurfa ekki og eiga
ekki að koma til kasta Alþingis, þar
eð þjóðin er yfirboðari þingsins, eins
og stendur skýrum stöfum í nýju
stjórnarskránni. Þess vegna hefur
Lýðræðisvaktin ekki tekið ákveðna
stefnu í gjaldmiðilsmálinu.
Lýðræðisvaktin mun virða stjórn-
arskrárbundna verkaskiptingu þings
og þjóðar og lúta niðurstöðu allra
þjóðaratkvæðagreiðslna, einnig um
nýjan gjaldmiðil.
Arnaldur Sigurðsson,
Pírötum:
Allt tal um nýja gjaldmiðla á borð við evru, kanadadollar eða ríkis-
dal hljómar eins og töfralausnir. Taka
þarf peningakerfið til endurskoðunar
og gefa fólki fleiri möguleika á hvernig
gjaldmiðil það kýs að nota.
Metúsalem Þórisson og Júlíus Valdimarsson, Húmanistaflokknum:
Við þurfum að fást við afleiðingar hrunsins en jafnframt að hindra
annað hrun og þess vegna þurfum við
að breyta fjármálakerfinu, sjálfum
orsakavaldinum. Við eigum að halda
okkur við íslensku krónuna og taka
upp nýtt peningakerfi. Það verður að
taka af bönkunum það vald að búa
til peninga úr engu og dæla því inn
í hagkerfið eins og gerðist á árunum
frá 2003 til 2008 þegar peningamagn
í umferð tvöfaldaðist fjögur ár í röð.
Við viljum 100% bindiskyldu
bankanna og að Seðlabankanum
einum verði heimilt að gefa út pen-
inga og ákvarðað peningamagn í
umferð sem verði miðað við þarfir
þjóðarbúsins. Aðeins með þessum
hætti er hægt að koma í veg fyrir
hagsveiflur sem enda með hruni eins
og því sem við lentum nú síðast og
aðeins þannig er hægt að koma á því
jafvægi í efnahagsmálum og þeim
stöðuga gjaldmiðli sem við þurfum
á að halda. Styrkur gjaldmiðils ræðst
allaf endanlega af þeirri raunveru-
legu verðmætasköpun sem á bak við
hann stendur.
Hólmsteinn Brekkan, Dögun:
Það að segja að krónan sé ónýt og það þurfi annan gjaldmiðil, er
eins og áfengissjúklingur sem segir
að vandamál hans sé sú áfengistegund
sem hann er að drekka og þetta verði
nú allt í lagi þegar hann skiptir um
áfengistegund. Ég er ekki að segja að
við eigum ekki að taka upp evru eða
annan gjaldmiðil heldur að það er svo
margt sem þarf að laga áður en við svo
mikið sem hugsum um það að taka
upp annan gjaldmiðil. Fyrsta skrefið
er gera það sem þarf að gera svo það
sé hægt að taka upp annan gjaldmiðil,
ef það þá þarf !
Dögun leggur til að lögð verði upp
samsett aðgerð til að takast á við
gjaldeyrishöft og ósjálfbæra skulda-
og eignastöðu í efnahagskerfinu;
með myntskiptum á mismunargengi
(mismunandi skiptigengi), eða annars
konar leiðréttingum eigna/skulda,
með bröttum og tímabundnum
skatti á útstreymi gjaldeyris – og
með því að leggja á „uppgripaskatt“
(windfall-tax). Jafnhliða verði leitað
allra færra leiða til að koma á heil-
brigðum gjaldeyrisbúskap og annað
hvort tengja íslenska krónu við körfu
erlendra gjaldmiðla eða taka upp nýja
íslenska krónu. (Sjá nánar í efnahags-
stefnu Dögunar)
Einnig að leiðrétting fari fram eins
og kemur fram í svörum við lið 1. og 2.
komið böndum á fjármálavaldið, að-
skilnaður verði á milli viðskipta- og
fjárfestingarbankastarfsemi, tryggt að
bankar verði ekki í eigu vogunarsjóða
og eignarhald fjármálafyrirtækja verði
gegnsætt.
Helgi Hjörvar,
Samfylkingunni::
Já. Af flokkunum sem starfað hafa á Alþingi er Samfylkingin sá eini
sem hefur mótaðar tillögur um útleið
úr okri og óstöðuleika íslensku krón-
unnar, með hávöxtum og verðbólgu,
á næstu fjórum árum. Í aðildarvið-
ræðum við Evrópusambandið viljum
við að felist evrópsk króna, þ.e. að
krónan verði hluti evrópska myntsam-
starfsins með sama hætti og danska
krónan, þangað til við tökum upp
evru. Þess má geta að óverðtryggðir
húsnæðisvextir í dönskum krónum
eru nú einn þriðji af því sem fólk á
Íslandi greiðir.
Guðmundur Steingrímsson,
Bjartri framtíð:
Björt framtíð vill klára aðildarvið-ræðurnar við ESB og landa það
góðum samningi að þjóðin geti sam-
þykkt hann. Skömmu síðar er hægt að
fara í gjaldmiðilssamstarf við evrópska
seðlabankann í gegnum ERM II, sem
heldur genginu stöðugu innan vik-
marka. Þegar réttar aðstæður skapast
er svo hægt að taka upp evru
Hvaða lausnir hafa flokkarnir?
Frambjóðendur eru duglegir að skrifa greinar til birtingar í fjölmiðlum en lítið fer fyrir spurn-
ingum til þeirra um helstu mál þessara kosninga. Reykjavík vikublað sendi því öllum framboðum
sem skiluðu inn framboðslista í suðvesturkjördæmi spurningalista.
Forystumenn flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík fengu það verkefni að svara 4 spurningum..
Hér birtast svör við fjórðu spurningunni.
Eigum við á nýju kjörtímabili að vinna að því að koma upp nýjum og stöðugri gjaldmiðli en
óverðtryggðu íslensku krónuna.? Greinið frá útfærslu ykkar á því
X2013