Reykjavík - 10.08.2013, Page 2
2 10. ágúst 2013
Reykjavík vikublað
28. Tbl. 4. áRganguR 2013
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang:
amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is.
auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578
1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjórar: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang:
baejarblod@gmail.com, Sigurður Þ Ragnarsson netfang: sigurdur@vedurehf.is, Ljósmyndari: Þórir Snær
Sigurðarson, sími 615 2049. Blaðamenn: Linda Hrönn Þórisdóttir, Þórir Snær Sigurðarson. Veffang:
fotspor.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 47.500 eintök. dreifing:
Fríblaðinu er dreiFt í 47.500 e intökum
í allar íbúðir í reykjavík
Spurning vikunnar er:
Hvenær var Leikfélag Reykjavíkur stofnað?
Hvað veistu um borgina þína?
Svarið er að finna á síðu 14.
Auglýsingasíminn er 578 1190
Netfang: auglysingar@fotspor.is
Ágústmánuður er mánuður mannfagnaða og götuhátíða í Reykjavík. Aðra helgina í ágúst fagna menn fjölbreytileikanum í Gleðigöngu hinsegin daga og í kringum afmælisdag Reykjavíkur,þann 18.
ágúst næra menn sál og líkama á Menningarnótt. Báðir þessir viðburðir
eru afar vel sóttir, enda án endurgjalds og fara fram að mestu undir berum
himni. Það er óravegur frá fyrstu hátíðahöldum hinsegin daga fyrir rúmum
áratug og þeirrar skemmtunar sem boðið er upp á í dag. Fyrsta Gay-pride
hátíðin var haldin árið 1970 í Bandaríkjunum og er í dag haldin víða um
heim í hinum ýmsu borgum.
Það er þó ekki allsstaðar sem hátíðin fer fram með gleði og glimmer. Í
sumum löndum heims eru þær bannaðar. Sumstaðar snúast gleðigöngur
uppí andhverfu sína með átökum og uppþotum eins og raunin varð í
Belgrad þegar samkynhneigðum var misþyrmt af ungum hægrisinnuðum
öfgamönnum árið 2001. Víða í Austur – Evrópu liggur blátt bann við
hinsegin hátíðum og göngum og andstaða borgaryfirvalda í Moskvu við
gönguna er vel þekkt. Af þessu mætti ráða að stjórnvöld telji samkomu
sem þessa hættulega á einhvern hátt, í það minnsta er hún ógnandi við
ríkjandi viðhorf.
Hver er svo glæpurinn? Hann er sá að elska einstakling af sama kyni. Það
eru nú öll ósköpin. Fögnum fjölbreytileikanum og því að við erum ekki
öll steypt í sama mót. Þá væri nú tilveran litlausari og alls engin ástæða
lengur til að halda Gleðigöngu!
Lifið heil,
Hólmfríður Þórisdóttir
Leiðari
Glæpurinn
mikli
Borgarbókasafn á Menningarnótt:
Opinn hljóðnemi fyrir alla
á aldrinum 2ja - 100+ ára
Fólk á aldrinum tveggja til hund-rað ára og eldra getur nú látið ljós sitt skína á Menningarnótt.
Þá getur fólk komið í aðalsafn Borg-
arbókasafns á Menningarnótt og lesið
inn skemmtilegar sögur. Eru einstak-
lingar hvattir til að láta ljós sitt skína
en opið verður fyrir hljóðnemann fyrir
skemmtilegar sögur. Til að allir kom-
ist að verða skemmtisögurnar að vera
hnitmiðaðar og stuttar.
Segja má brandara eða skemmtilega
sögu, einhverju fyndnu sem fólk hefur
lent í eða annað sem getur kveikt bros
eða hlátur.
María Pálsdóttir leikkona stýrir
þessum atburði og hægt er að skrá sig
hjá henni með því að senda upplýsingar
á netfangið majapals@hotmail. com.
Svo er líka hægt að láta kylfu ráða kasti
og mæta án þess að skrá sig.
Er fólk hvatt til að láta brosið ganga
síðdegis á Menningarnótt 24. ágúst
næstkomandi.
Hápunktur Hinsegin daga í dag:
Gleðiganga, ungmennapartí
og regnbogadagur í Viðey
meðal viðburða
-mikil leynd hvílir yfir aðkomu borgarstjóra að hátíðinni
Hápunktur Hinsegin daga er í dag. Hátíðin hefur staðið síðan á þriðjudag en í dag
verður hin vinsæla Gleðiganga sem
hefur reynst einn fjölmennasti við-
burður ár hvert í borginni og þó víðar
væri leitað.
Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú
haldnir í fimmtánda sinn. Í upphafi var
þetta lítil eins dags hátíð sem fimmtán
hundruð gestir sóttu en hátíðinni hefur
svo sannarlega vaxið fiskur um hrygg og
er núna litrík sex daga hátíð sem allt að
100 þúsund manns sækja.
Eva María Þórarinsdóttir, formaður
stjórnar Hinsegin daga hefur sagt að
tilgangur göngunnar sé að fagna því sem
áunnist hefur í réttindabaráttu samkyn-
hneigðra og til að þakka Íslendingum
fyrir stuðninginn í mannréttindabarátt-
unni. Jón Gnarr borgarstjóri mun taka
þátt í göngunni líkt og oft áður en mikil
leynd hvílir yfir því með hvaða hætti Jón
birtist að þessu sinni.
Eins og fyrri ár verður göngufólki
stillt upp við Vatnsmýrarveg, austan BSÍ,
kl. 12:00 en lagt er af stað stundvíslega
kl. 14:00 í voldugriGleðigöngu eftir Sól-
eyjargötu, Fríkirkjuvegi og Lækjargötu
og fram hjá Arnarhóli eins og kortið
sýnir. Í lok Gleðigöngunnar er að venju
boðið upp á útitónleika við Arnarhól. Á
stóra sviðinu undir hólnum troða upp
íslenskir skemmtikraftar, hljómsveitir
og söngvarar á einni fjölsóttustu úti-
skemmtun í Reykjavík.
Um kvöldið verður svo í fyrsta
sinn á Hinsegin dögum boðið upp á
skemmtun fyrir ungmenni undir 20
ára. Regnbogasalurinn breytist þá í
skemmtistað án áfengis með flottu
hljóð- og ljósakerfi. Plötusnúður spilar
frá kl. 21:00 til miðnættis.
Ball, messa og
fjölskylduhátíð
Pride dansleikur verður síðan haldinn
á Rúbín í Öskjuhlíðinni
Á sunnudag hefst guðþjónusta í Guð-
ríðarkirkju kl. 11 í tilefni Hinsegin
daga þar sem séra Sigríður Guðmars-
dóttir predikar og þjónar fyrir altari.
Þá verður ennfremur regnbogahátíð
fjölskyldunnar í Viðey en siglt er frá
Skarfabakka og hefjast ferðir kl. 11:15.
Borgarstjóri samþykkir ósk rekstr-
araðila og íbúa við Skólavörðustíg
Verður sumargata fram yfir Menningarnótt
Borgarstjóri hefur samþykkt að Skólavörðustígur verði sumargata til 26. ágúst næst-
komandi en rekstraraðilar og íbúar
við götuna sendu honum bréf með
þeirri beiðni. Opna átti götuna fyrir
bifreiðum 6. ágúst en hagsmunaaðilar
óskuðu eindregið eftir að fresta þeirri
tímasetningu.
Sumargöturnar í borginni voru
opnaðar þann 1. júní sl. og til stóð
að þeir kaflar Skólavörðustígs og
Laugavegar sem hafa verið sumar-
götur yrðu lokaðir fyrir umferð vél-
knúinna ökutækja til mánudagsins 5.
ágúst m. a. vegna gatnaframkvæmda
í miðborginni. Rekstraraðilar við
Skólavörðustíg telja þær framkvæmdir
ekki hafa áhrif á umferð um götuna
þar sem gangandi umferð er það mikil
fyrir. Gatan verður því áfram sumar-
gata með gangandi umferð fram yfir
Menningarnótt sem verður þann 24.
ágúst.
Litríkar breytingar
á Hofsvallagötu
Senn sér fyrir endann á vinnu við breytingar á hluta Hofsvallagötu neðan Hringbrautar til að bæta
ásýnd götunnar og umferð fyrir
hjólandi og gangandi vegfarendur.
Komið verður fyrir hjólastígum sitt
hvorum megin við götu, aðgengi að
strætisvögnum verður bætt og líf-
legum blómakerjum, bekkjum og lit-
ríkum fánum komið fyrir víðs vegar
við götuna. Þá verða hjólastígarnir
málaðir með hjólamerkingum í líf-
legum litum. Þá verður komið fyrir
upphækkuðum palli við strætis-
vagnastöðvar sem auðveldar aðgengi
hreyfihamlaðra og barnafólks. Þá mun
lífleg litaflóra prýða umhverfið, lit-
rík blómaker, bekkir og fuglahús og
málað malbik mun síðan glæða götuna
enn meira lífi og lit.
Jafnframt þessu verður breyting á
bifreiðastæðum við götuna en þar hafa
ekki áður verið skilgreind bílastæði.
Í stað þess að lagt sé aeggjs megin
götu verður nú aðeins hægt að leggja
vestanmegin götunnar. Áætlað er að
verkinu ljúki eftir viku eða 15. ágúst.