Reykjavík - 10.08.2013, Page 10
10 10. ágúst 2013
Árásin á varðskipið Þór 1975
Að kvöldi 10 desember 1975 hélt varðskipið Þór inn til Seyðis-fjarðar. Þá höfðu átök staðið
á Íslandsmiðum síðan 15 október að
landhelgin var færð út í 200 mílur, fyrst
sendu Bretar dráttarbáta til verndar
togurum sínum, en síðan 24 nóvem-
ber höfðu breskar freigátur verið á
miðunum. Íslendingar höfðu fjögur
varðskip þetta haust, Týr glænýr, tekinn
í notkun um vorið, 1100 tonn, Ægir
systurskip hans, tekið í notkun 1968,
Óðinn, 800 tonn, smíðaður 1960 og
minnsta skipið Þór, smíðað 1950 og rétt
um 700 tonn. Þór hafði farið í miklar
endurbætur árið áður, m.a verið skipt
út vélum skipsins sem alla tíð höfðu
verið lélegar og skipið allt tekið í gegn.
Það var samt lang minnst íslensku
varðskipanna og gekk ekki nema 16
mílur á fullri ferð.
Skipherra á Þór var Helgi Hallvarðs-
son. Um morguninn 11 desember
þegar skipið lá inni á Seyðisfirði, hafði
stjórnstöð Landhelgisgæslunar sam-
band við skipið og tilkynnti um þrjú
erlend skip í mynni Seyðisfjarðar og var
Þór sendur til að athuga málið. Skipin
voru sögð langt inni í landhelginni og
ekki tilkynnt sig.
Breskir dráttarbátar
skammt frá landi
Þór hélt út Seyðisfjörð og hugðist að-
gæta hvað um væri að vera. Helgi skip-
herra og menn hans koma að þremur
breskum dráttarbátum í fjarðarmynn-
inu aðeins eina sjómílu frá landi.
Bresku herskipin og dráttarbátarnir
höfðu hingað til virt 12 mílna land-
helgismörkin skilyrðislaust en þarna
var greinilega orðin breyting á. Þessir
dráttarbátar voru allir stærri en varð-
skipið. Lloydsman var þeirra stærstur,
hann var yfir 2000 tonn, með mikla
yfirbyggingu og geysilega mikið skip.
Hinir dráttarbátarnir voru öllu minni,
það voru þeir Star Aquarius og Star
Polaris, báðir meira en helmingi stærri
en Þór. Þeir lágu þarna að því virtust
kyrrstæðir en með vélarnar í gangi,
veður var þokkalegt og það virtist
vera taug á milli tveggja þeirra. Helgi
skipherra kallar í þá og skipar þeim
að útskýra hvað þeir séu að gera alveg
upp í landsteinum, en þeir svara ekki.
Þórsmenn setja á loft stöðvunarflaggið
og skipa þeim enn að gera grein fyrir
ferðum sínum. Þá gerast hlutirnir hratt,
það sem varðskipsmönnum sýndist
vera spotti reyndist vera vatnsslanga
og allt í einu er Llyodsman kominn
upp að Þór og siglir á hann á mikilli
ferð, beint aftan á þyrluþilfarið.
Svo mikill stærðarmunur er á skip-
unum að stefnið á Lloydsman keyrir
Þór niður að aftan, rífur gat á þilfarið
og ristir svo stórt gat í þilfarið að 18
metra gat myndaðist og sjógangur gekk
yfir vélarrúmið. Handriðið aftan á Þór
rifnar af, annar skorsteinn kengbognar,
bátagálgi fer af, menn missa fótanna
um borð í Þór sem fær á sig 40° slagsíðu
og snýst. Star Aquarius kemur svo að
varðskipinu og keyrir á það hinum frá,
kastar dráttarbáturinn Þór afur til og
snýr honum alveg!
Tilraun til að sökkva Þór
Núna er Helga skipherra að verða nóg
boðið. Honum er það ljóst að þessi
fyrirsát er ekkert annað en tilraun
til að sökkva Þór og það upp í harða
landi. Hann gefur skipun um fulla ferð,
sendir menn að fallbyssunni og gefur
skipun um að skjóta púðurskoti. Það
dugar skammt. Lloydsman gerir sig
líklegan til að sigla aftur á Þór og þá
tekur Helgi þá ákvörðun að setja fast
kúluskot í fallbyssuna, en til þess þarf
leyfi frá stjórnstöð Landhelgisgæslunar
í Reykjavík. Hann ákveður að sækja
ekki það leyfi enda enginn tími til
þess, það er ráðist á íslenskt varðskip
innan einnar mílu frá landi og það stór-
skemmt. Það er ekkert annað en árás á
Íslenska lýðveldið. Nauðsyn brýtur lög.
Helgi skipar mönnum sínum að
skjóta á Lloydsman framanlega með
föstu skoti. Það hittir með tilþrifum og
fer í gegnum breska dráttarbátinn að
framan! Helgi tekur þarna ákvörðun
sem hann einn sem skipherra ber
ábyrgð á, en mat aðstæður þannig að
ef ekki hefðu bresku dráttarbátunum
verið sýnt í fulla hnefanna þá hefðu
þeir gengið milli bols og höfuðs á Þór
þarna og sökkt honum.
Bresku dráttarbátarnir flýðu út og
komu í flasið á flaggskipi Íslensku
landhelgisgæslunar Tý undir stjórn
Guðmundar Kjærnested sem var á leið
til aðstoðar Þór. Svo mikið var þeim
bresku brugðið að þeir tóku stóran
sveig til að mæta ekki Tý.
Heimild: Hugi.is
Úrval af gæludýrafóðri
Opið 8:30 – 17:30 virka daga
www.dagfinnur.is
SkólavörðuStíg 35a – Sími 552-3621
Megin breytingar frá gildandi aðalskipulagi:
Þéttari og blandaðri byggð
Minna landnám og minni landfyllingar
Vistvænni samgöngur
Ákveðnari verndun opinna svæða
Húsnæði fyrir alla
Skýrari kröfur um gæði byggðar
Tillaga að nýju aðalskipulagi verður
auglýst frá 9. ágúst til 20. september.
Kynntu þér málið á adalskipulag.is
AÐALSKIPULAG
REYKJAVÍKUR
2010-2030
Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 4. júní,
2013 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur
2010-2030, samkvæmt 31. gr. laga nr. 123/2010,
ásamt umhverfisskýrslu, sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006.
Athugasemdir Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 30 gr.,
voru teknar til umfjöllunar í borgarráði þann 25. júlí,
2013 ásamt minnisblaði umhverfis- og skipulagssviðs
um viðbrögð Reykjavíkurborgar við athugasemdunum.
Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2010–2030
og er endurskoðun á aðalskipulaginu 2001–2024.
Endurskoðunin hefur staðið yfir undanfarin ár og
hefur falist í margvíslegri greiningarvinnu, mati
valkosta og samráði við íbúa og hagsmunaaðila.
Aðalskipulagstillagan er kynnt samhliða breytingum á
svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024,
sem nauðsynlegt var að ráðast í vegna endurskoðunar
á stefnu aðalskipulagsins. Athugasemdir Skipulags-
stofnunar, dagsettar 16. júlí 2013, eru lagðar fram
með aðalskipulagstillögunni, ásamt viðbrögðum
Reykjavíkurborgar við þeim, dagsettum 22. júlí 2013.
Tillagan ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgi-
gögnum liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkur-
borgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga
kl. 8:20 – 16:15, frá 9. ágúst 2013 til og með
20. september 2013. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu
er einnig til sýnis á Skipulagsstofnun, Laugavegi166,
3. hæð. Tillöguna og önnur kynningargögn má
nálgast á vefsvæðinu adalskipulag.is
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og
athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til
Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14
eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en
20. september 2013. Vinsamlegast notið uppgefið
netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.
fotspor.is
v i k u b l a ð
Auglýsingasíminn er
578 1190
Varðskipið Þór tók þátt í öllum þorskastríðum milli Íslands og Breta. Hér má sjá Þór hafandi eftirlit með breskum togara.
Hér sést hvar Þór þarf að þola enn
eina árásina frá bresku herskipi.