Reykjavík


Reykjavík - 10.08.2013, Qupperneq 12

Reykjavík - 10.08.2013, Qupperneq 12
10. Ágúst 201312 hefjast 12. og 13 .ágúst Ný námskeið N ý ná m sk ei ð Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is Kvennaleikfimi Mán., mið. og föst. kl. 16:30 (3x í viku). Verð kr. 15.900 fyrir fjórar vikur. (í áskrift kr. 13.900 á mán., 3ja mán. uppsagnarfrestur) Þri. og fim. kl. 10:00 (2x í viku). Verð kr. 13.900 fyrir fjórar vikur (í áskrift kr. 11.900 á mán., 3ja mán. uppsagnarfrestur). Morgunþrek Mán., mið. og föst. kl. 7:45 eða 09:00 (3x í viku). Verð kr. 15.900,- (13.900 í áskrift, 3ja mánaða binditími). Zumba og Zumba toning Þri. og fim. kl. 16:30. Verð kr. 13.900 eða 11.900 í áskrift (3 mán binditími). Yoga Þri. og fim. kl. 12:00. Verð kr. 13.900,- Leikfimi Mán. og mið. kl. 11:00. Mán. og mið. kl. 15:00. Verð kr. 9.900 Zumba Gold 60+ Fyrir 60 ára og eldri sem hafa gaman af að dansa. Þri. og fim. kl. 11:00. Verð kr. 9.900,- 60 ára og eldri: Heiðar Jónsson snyrtir hefur verið viðloðandi tískubransann í marga áratugi. Hann hefur unnið sem fyrirsæta, flugþjónn og hefur einnig komið nálægt dagskrárgerð í sjón- varpi. Heiðar snyrtir er yfirheyrður að þessu sinni. Fullt nafn: Kristbjörn Jóhann Heiðar Jónsson Aldur: 65 ára í vikunni. Foreldrar: Jón Pálsson frá Krossum og Steinunn Benónýsdóttir/Fósturforeldrar Séra Þorgrímur V. Sigurðsson og Frú Áslaug Guðmundsdóttir á Staðarstað. Hvert liggja ættir þínar? Snæfellsnesið og lítilega á Eskifjörð. Grunn- og/eða framhaldsskóli sem þú sóttir? Gekk í skóla heima á Staðarstað og var svo skiptinemi í Tennessee, í eitt ár. Önnur menntun? Allskonar snyrti- og fagurfræðinám. Litgreiningar og ímyndarhönnunar- kennslupróf. (Er dálítið fyrir löng orð, langar útskýringar). Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Tískuteiknari. Fyrri störf? Fyrirsæta, verslunarmaður, sölumaður, flugþjónn. Maki? Mér var skilað. Börn? Júlíus Steinar, flugstjóri og úr- ahönnuður, Sigríður Lára Mitchell, enskukennari í Bandaríkjunum og Áslaug Olga, þjóðfræðingur og nemi. Hvernig rakspíra notarðu? Yfirleytt líkar mér betur við ilmi, sem eru gerðir fyrir konur og blanda oft mína eigin. Er bara að hugsa um að búa endanlega til minn eigin ilm á næstunni. Hefurðu búið erlendis? Já! Og í meira en 35 borgum. Stærsti sigurinn: Börnin og barnabörnin. Mesta axarskaftið: Þau eru allt of mörg til að gera þeim skil í svona yfirheyrslu. Helstu áhugamál: Klassísk tónlist og þá helst óperur, leiklist, ferðalög innanlands og er- lendis, lestur, tíska, förðun, fegurðar- samkeppnir. Ertu tilfinninganæmur? Grenjuskjóða. Ertu rómantískur? Ekki svo mikið og reyndar bara alls ekki með aldrinum. Nefndu góða uppskrift að róman- tísku kvöldi: Þorrablót heima í eigin svefnherbergi. Hvað gerir fólk aðlaðandi? Útgeislun þess, nærvera og framkoma. Hver er þinn helsti kostur? Reyni að vera eins góð manneskja og mér er unnt. En galli? Þrasari. Kanntu á saumvél? Nei! Ertu dýravinur? Já! Áttu gæludýr? Nei. Hvað er með því skemmtilegasta sem þú gerir? Upplifa allt það, sem kallar fram hlátur. Það er sko miklu fleira en flestir gera sér grein fyrir, sem gerir það. Ertu flughræddur? Nei, og dálítið vanur alls konar uppá- komum í loftinu. Ertu með bíladellu? Nei. Hvernig bíl áttu? Smájeppa. Ferðastu mikið (innalands og/eða utan)? Já! Fallegasti staðurinn á Íslandi? Undir jökli, vestanmegin. Fallegasti staðurinn í útlöndum? Bergen, Edinborg, París, Bologna, Róm, Flórens, allt héraðið Emiliana Romagna, Graz, Barcelona, Sitges, Singapore, Kínamúrinn, Kuala Lumpur og svo ótalmargir aðrir staðir. Annar eftirminnilegur staður? Forli á Ítalíu. Ertu hjátrúarfullur? Álít að önnur vídd, sé eðileg og upplifi hana þannig. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já! Hefurðu farið til spámiðils og/eða trúir þú á slíkt? Vinn sem slíkur. Ertu góður í að elda? Nei. Ferðu oft út að borða? Já. Ef þú mættir vera hvað sem er í heim- inum, hvað myndirðu vilja vera? Eignalaus róni á fagurri strönd. Besti/eftirminnilegasti veitingastað- urinn (innanlands eða utan)? Veitingastaður í borg, sem heitir Muree og er á fjallstoppi, rétt hjá Rawalpindi í Pakistan. Uppáhaldsmatur? Of margir, enda er það farið að sjást á mittismálinu. Uppáhaldsdrykkur? Kranavatnið heima. Áttu þér uppáhalds tónlistarmann eða tónlist? Edita Gruberova og Diego de Florez og svo allir stórkostlegu sígildu óperu- söngvararnir okkar með Maríu Markan í fararbroddi. Besta bókin? Æskuár mín á Grænlandi (ævisaga Peter Frauchen,) Ævisaga Maire Curie. Er með ægilega ævisögudellu. Uppáhalds leikari? Kristbjörg Kjeld og Róbert heitinn Arnfinnsson. Besta útvarpsstöðin? Gufan. Hvað gerir þú þegar þér leiðist? Mér leiðist aldrei. Hvað gerir þú þegar þú ert argur eða í vondu skapi? Leggst í þunglyndi, en tekst samt oftast að gera eitthvað í málinu. Hvað leiðist þér einna mest? Drukkið fólk. Hver er þín helsta fyrirmynd? Fósturforeldrar mínir. Hvað er helst í tísku í dag? Glæsileiki (fylgir alltaf kreppu). Hvað er það sem maður getur ekki verið án í tískuiðnaðinum? Fjölbreytileiki. Eru litgreiningar ennþá í tísku? Þær eru að koma sterkar inn aftur. Bíðiði bara! Ef þú hefðir ekki orðið snyrtir, hvað heldurðu að þú hefðir þá orðið? Fatahönnuður, leikari, flugþjónn (Lét það rætast í ein 15 ár). YFIRHEYRSL A Heiðar Jónsson, snyrtir:Blandar sinn eigin ilm

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.