Reykjavík - 10.08.2013, Qupperneq 14
14 10. ágúst 2013
Einkarekið Apótek
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Hvað veistu um borgina þína?
Svar: Leikfélagið var stofnað 11. janúar 1897
er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðust í eitt félag
Til hamingju með daginn
www.3frakkar.com - Sími: 552-3939
Grilluð Lúðuflök með soya
smjörsósu og wasabi
kartöflumús mmmm
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939
Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00
Opið um helgar frá 18:00 - 23:00
frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com
Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar
Þrír Frakkar
Café & Restaurant
Ferskur léttsteiktur bláugga-
túnfiskur m/soya-s jörsósu
og wasabi-kartöflumús
Sigurður H Guðjónsson skrifar um hagsmunamál húseiganda:
Heimreiðir,
aðkeyrslur og
bílastæði
Heimreiðir eru algengt deilu-efni í minni fjölbýlishúsum þar sem innkeyrsla er að
bílskúr eða bílskúrum sem tilheyra
sumum en ekki öllum. Deilt er um
rétt til að leggja bílum í innkeyrslu
og framan við bílskúra, um aðkomu-
réttinn og kostnað við standsetn-
ingu, viðhald og rekstur.
Réttur eigenda fer í fyrsta lagi
eftir því sem segir í þinglýsum heim-
ildum um húsið en þar er sjaldn-
ast stafur um það. Menn deila og
stundum í blóðillu hver eigi inn-
keyrsluna og hver megi leggja hvar.
Ef ekkert segir í þinglýstum gögnum
er lóðin, þar á meðal innkeyrslan, í
sameign allra en ekki í séreign bíl-
skúrseigenda.
Bílskúrseigendur eiga hins vegar
rétt á hindrunarlausri aðkomu að
bílskúrum sínum og það þýðir að
aðrir mega ekki tálma eða hindra
hana með því að leggja bílum þar
að staðaldri a. m. k. Að því leyti er
réttur þeirra aukinn umfram aðra.
Hæstaréttardómur
um séreingarrétt
bílskúrseiganda
Fyrir skömmu kvað Hæstiréttur
upp stefnumarkandi dóm sem hefur
verulegt fordæmisgildi. Um er að
ræða fjórbýlishús við Kirkjuteig í
Reykjavík. Bílskúr tilheyrir einni
íbúðinni. Eigendur bílskúrsins töldu
að öðrum eigendum væri óheimilt
að leggja í aðkeyrslunni að honum
og að þeir ættu einir bílastæði
framan við bílskúrinn. Séreignar-
réttur bílskúrseigenda varð ekki
leiddur af þinglýstum heimildum
og var heldur ekki talinn geta byggst
á eðli máls. Sönnunarbyrðin um
sérstakan og aukinn rétt var lögð
á bílskúrseigendur og sönnun þar
að lútandi lánaðist þeim ekki. Var
heimreiðin því öll talin í sameign
allra eigenda. Sagði í dómnum að
ef bíl sé lagt framan við bílskúrinn
tálmaði það aðgengi annarra eigenda
að bakgarði og sorptunnum.
Kærunefnd fjöleignarhúsamála
hafði mótað aðra reglu og beitt
annarri túlkun í þessu efni. Hún
hefur jafnan lagst á sveif með bíl-
skúrseigendum og ályktað þeim í hag
og talið stæði framan við bílskúra
vera sérstæði sem öðum beri að
virða. Talið hefur verið að eigendur
bílskúra ættu þannig ríkari rétt til
innkeyrslu en aðrir eigendur. Eins
hefur nefndin talið að kostnaður
við innkeyrslur sé að meginstefnu
sérkostnaður viðkomandi eigenda
en ekki sameiginlegur öllum.
Í þessum Hæstaréttardómi kveður
sem sagt við nýjan tón. Beitt er
annarri túlkun og nálgun og lagt
til grundvallar að þeir hlutar lóðar
sem ekki eru ótvírætt í séreign séu í
sameign sem allir eigi hagnýtingar-
rétt að. Innkeyrslur séu almennt í
sameign allra og bílskúrseigendur
eigi aðeins rétt á hindrunarlausri
aðkomu en réttur þeirra til að láta
bíla sína standa þar sé víkjandi gagn-
vart rétti annarra til að komast að
og frá sameign og sameiginlegum
tilfæringum.
Heimreið að húsi
er sameiginleg
Fordæmisregla dómsins er: Bíl-
skúrseigendur eiga ekki einkarétt á
stæðunum framan við bílskúra eða í
innkeyrslu ef hagnýtingin er öðrum
eigendum til baga og torveldar eðli-
leg og lögmæt afnot og aðgang þeirra
af sameiginlegri lóð eða tilfæringum.
Þessi dómur skýrir réttarstöðuna og
hefur ótvírætt fordæmisgildi þegar
atvik eða aðstæður eru með sama
eða líku sniði. Almennt má nú ganga
út frá því að innkeyrslur og svæði
framan við bílskúra séu í óskiptri
sameign nema skýr og ótvíræð gögn
segi annað. Sá sem heldur því fram
að hann eigi sérstakan eða aukinn
rétt í því efni ber sönnunarbyrðina
fyrir því. Heimreið að húsi er sam-
eiginleg og allir eigendur eiga rétt á
að hagnýta hana, s. s. til aðkomu og
flutninga á fólki, vörum og munum
að og frá húsinu.
Hafa verður í huga að heimreiðir
og innkeyrslur eru með ýmsu móti
og aðstæður og atvik og samningar
og samskipti eigenda eru með mis-
munandi móti og verður að skoða
hvert tilvik fyrir sig til að ákvarða
óyggjandi rétt eigenda til að hag-
nýta þær. Meginreglan er hins vegar
vörðuð með þessum nýja dómi.
Grípandi saga um framandi heim
Það fylgir því alveg sérstök tilfinning þegar sílesandi bókaormur dettur
niður á framúrskarandi bók. Ekki síst
þegar lesandinn á ekki von á neinu sér-
stöku, ákveður að gefa bók smá séns en
heillast á stundinni af seiðandi texta
og frábærri sögu.
Þannig er sögunni Flekkuð rétt
lýst. Kápan er fjarri því aðlaðandi og
alls ekki söluvænleg. En umbúðir eru
eitt og innihald annað. Hér er sagt frá
Jamilet, ungri stúlku í Mexíkó sem
flýr yfir landamærin til Bandaríkj-
anna í von um betra líf og dreymur
um að hitta lækni sem getur fjarlægt
valbrá á baki hennar sem af ýmsum
er talin merki djöfulsins. Hún kynnist
eldri manni á geðveikrahæli sem segir
henni magnaða sögu með óvæntum
endalokum.
Í sögunni fylgir lesandinn herra
Peregrínó eftir á ferðalagi hans um
Jakobsveginn á Spáni til Santiago
og áhugaverðum persónum sem eru
með honum í för. Hinsvegar er sagt
frá tilraun Jamilet að laga sig að lífinu
í Bandaríkjunum, sambúð hennar við
móðursystur sína og samskipti hennar
við jafnaldra sinn.
Frásögnin er grípandi og spennandi
í senn og auðvelt er að heillast af sögu-
umhverfinu og persónunum.
Það er full ástæða til þess að mæla
með þessari lesningu. Þessa dagana
þegar mikið magn bóka kemur úr þá
getur þýðingin verið upp og ofan er í
þessu tilfelli er þýðingin afbragðsvel
heppnuð.
Hólmfríður Þórisdóttir
bækur 2013
Flekkuð
Eftir Ceciliu Samartin
Þýðandi Nanna B Þórsdóttir
Vaka- Helgafell
Höfundur er
Sigurður H Guðjónsson
framkvæmdastjóri og formaður
Húseigandafélagsins