Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Síða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 28. september 2006 Mikið um að vera hjá Visku í Viku símenntunar: Hraðlestur, smurbrauð, silfursmíði, argentínskur tangó og flugukast -meðal þess sem boðið er upp á í vetur Það hefur verið nóg að gera í viku símenntunar en Valgerður Guð- jónsdóttir, forstöðumaður Visku, hefur notað tímann vel og farið í fyrirtæki og stofnanir til að kynna þau námskeið sem eru í boði í vetur. Hún hefur m.a. kynnt náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum, haldið fundi og auk þess var námskeiðið Hver tók ostinn minn, í boði Visku sl. föstudag. Valgerður segir að á fyrsta degi í viku símenntunar hafi áhersla verið lögð á breytingar og þess vegna fékk hún Gísla Blöndal til að vera með námskeiðið, Hver tók ostinn minn. „Það var gert með tilliti til þess að miklar breytingar eiga sér stað í samfélaginu nú sem fyrr. Það eru breytingar í pólitíkinni, grunn- skólanum, yfirstjórn stofnana, innan fyrirtækja o.s.frv. Sömuleiðis þurfa einstaklingar að takast á við breytingar í lífi sínu alla daga.” Ég hef kynnt náms- og starfs- ráðgjöf á vinnustöðum í Viku símenntunar en það er gert í beinu framhaldi af því að ríkið greiðir peninga til símenntunarstöðva, sem skulu fara í ákveðin verkefni. Annars vegar eru þeir settir í náms- og starfsráðgjöf og hins vegar í vott- uð námskeið. Þau eru þrjú sem Viska býður upp á núna. Þau eru Landnemaskólinn sem er fyrir Islendinga með erlendan uppruna, Grunnnámskeið fyrir skólaliða og Fagnámskeið I fyrir fólk í heil- brigðis- og félagsþjónustu. Nám- skeiðin eru miklu fleiri en ég ákvað að halda þessi námskeið núna, segir Valgerður en mikill áhugi er fyrir skólaliðanáminu og þegar eru nokkrir búnir að skrá sig. Þessir peningar verða til þess að einstak- lingar þurfa ekki að greiða nema brot af verði námskeiðanna. „Ég kem til með að funda með skólaliðum í næstu viku en þetta nám hentar mjög vel fyrir ófaglært starfsfólk í grunn- og leikskólum. Ég er búin að kynna námsvísinn sem var borinn í hús um helgina. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og nú þegar eru tvö námskeið farin í gang. Það eru hraðlestramámskeið og íslenska fyrir útlendinga en á hvoru námskeiði eru tuttugu manns. Þessi námskeið eru flott start og ég hef þegar fengið fyrirspurnir um annað hraðlestrarnámskeið og framhaldsnámskeið á íslensku fyrir útlendinga. Ef þátttaka verður næg þá er hægt að setja þau af stað aftur en það er staðreynd að ánægðir nemendur hafa margfeldisáhrif. Það sýndi sig með smurbrauðs- námskeiðið í fyrra en þá fréttist út að það hafí verið vel heppnað og skemmtilegt. Nú verður eitt smur- brauðsnámskeið 10. nóvember en það er síðasta námskeiðið í bili. Eins var með silfursmíðina, það voru námskeið í fyrra og árið áður og við ætlum að bjóða eitt enn í vetur Sömu sögu má segja um argentínskan tangó og flugukast- námskeið, þau verða aftur í boði á þessari önn.“ Valgerður segir að ný námskeið verði í boði eins og námskeiðið um Heimaslóð en það er ætlað til að kenna fólki að setja efni inn á vefinn. „Framsögn og ræðumenns- ka er námskeið sem mér finnst van- metiðþvíþað hjálparfólkiaðkoma fyrir sig orði. Þó ekki væri til annars en að auðvelda því að standa upp við ýmis tækifæri og segja nokkur orð eins og í afmælum o.s.frv. Námskeiðið silfur, íslenska víra- virkið verður á dagskránni en Fræðslunet Suðurlands fékk styrk á námskeiðið og aðrar símenntun- arstöðvar njóta þess að fá leið- beinanda gegn lægra gjaldi. Samklippur og akrýlmálning er spennandi námskeið þar sem málað er út frá og í tengslum við Ijós- myndir. Þá verður tölvunámskeið fyrir einstaklinga með fötlun en það er fyrsta samstarfsnámskeiðið milli Visku og þeirra sem starfa með málefni fatlaðra. Framhald er fyrirhugað á þessu námskeiðshaldi á vorönn en þá er hugmyndin að vera með matreiðslunámskeið. Viska tekur líka að sér að skipu- leggja starfs- eða námsdaga fyrir hópa. Þá er í raun ekkert annað en að koma með þema og ég leitast við að finna leiðbeinendur sem henta. Einnig verð ég með vísindaleið- angur fyrir fjarnema eins og í fyrra,“ sagði Valgerður en það verður margt annað skemmtilegt á döfinni hjá Visku í vetur og hægt að fylgjast með upplýsingum á vefnum www.viska.eyjar.is Bæjarstjórn: Kanna hag- kvæmni stórskipa- hafnar A fundi bæjarstjómar á fimmtu- dag var samþykkt tillaga meiri- hlutans um stórskipahöfn í Vest- mannaeyjum. Tillagan gerði ráð fyrir að fela bæjarstjóra í samráði við framkvæmda- og hafnarráð að láta vinna hagkvæmnisathugun. „Vestmannaeyjahöfn er lífæð samfélagsins og því má ekki dragast að hefjast nú þegar handa við næsta skref í hafnarmálum Vestmannaeyja, markvissan undirbúning að gerð stórskipa- hafnar. Flest bendir nú til þess að þau skip Eimskips og Samskipa, sem nú eru í gangi, séu síðasta kynslóð skipa af þessari stærð. Sú næsta byggist á stærri flulninga- skipum en Vestmannaeyjahöfn ræður við í dag og slíkt hæfir ekki stærstu verstöð landsins. Þá er ótalið hversu gríðarleg lyftistöng það yrði fyrir samfélag- ið að geta tekið á móti þeim ntikla fjölda skemmtiferðaskipa sem í dag sigla hjá þar sem stærð þeirra leyfír ekki hafnarlegu. Ljóst er að undirbúningur og rannsóknir á forsendum stór- skipahafnar hafa nú þegar hafist og þegar liggja fyrir nokkur gögn um straummælingar og fleira. Þó nokkrar umræður hafa verið í Vestmannaeyjum um staðsetn- ingu stórskipahafnar. Ákvörðun um kosti og galla hvers mögu- leika fyrir sig þarf að meta og yfirvega af þar til bærum aðilum og því ber að flýta. Forsendur ákvörðunar á framkvæmd gerðar stórskipa- hafnar eru að sjálfsögðu ekki hvað síst hagkvæmniathugun og mikilvægt að bæjaryfirvöld láti nú þegar vinna slíkt fyrir sig,“ segir í greinargerð tillögunnar sem fulltrúar minnihlutans gerðust meðflutningsmenn að og var hún samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Lúðvík Bergvinsson um flugið: Neyðarástand sem bregðast á við strax Er búinn að fá nóg af ruglinu undanfarin ár Landsflug hefur að minni hyggju brotið allar brýr að baki sér. Það er fráleit hugmynd miðað við það sem á undan er gengið. Þeir hafa reynt að spila á og nýta sér einokunarstöðu og haldið flugleiðinni til Eyja í gísiingu, segir Lúðvík. Lúðvík Bergvinsson, alþingis- maður og bæjarfulltrúi, sagði að það væri mikill misskilningur að halda því fram að Landsflug hafi sinnt flugleiðinni á milli Reykja- víkur og Vestmannaeyja á mark- aðslegum forsendum undanfarin ár. „Flug Landsflugs uppfyllti ekki þær kröfur sem eðlilegt er að gera til áætlunarflugs á stað eins og Vestmannaeyjar. Menn hafa verið á villigötum í þessari umræðu. Sam- gönguráðherra hefur skýlt sér á bak við þau rök að flugið hafi verið á viðskiptalegum forsendum. Væri það á viðskiptalegum forsendum að menn færu til Eyja tvisvar í viku á fjögurra sæta rellum og það gengi upp fjárhagslega? Nei,“ sagði Lúðvík og bætti við að Eyjamenn eigi meira og betra skilið frá rík- isvaldinu. „Framlag Vestmannaeyja til sam- félagsins er slíkt. Hér búa yfir fjögur þúsund manns og ekki má gleyma því að þetta er eyja og við það skapast sérstakar aðstæður." Hann sagði það skýlausa kröfu að nú þegar verði samið við Flugfélag íslands um flug milli Vestmanna- eyja og Reykjavíkur. „Það á að vera lágmarkskrafa að vélar sem taka 36 til 50 farþega fljúgi til Eyja þrisvar á dag. Það er ekki hægt og má ekki gera minni kröfur enda eru það eðlilegar og sanngjarnar kröfur. Eyjamenn eiga að halda þeim fast fram. Menn eiga ekkert með að sætta sig enn og aftur við lágmarks- þjónustu," sagði hann og vildi að skýrt verði kveðið á um stærð véla og fjölda ferða í útboðslýsingu. „Þetta er spurning um búsetuskil- yrði. Við getum tekið dæmi, að strætó fer alltaf upp í Breiðholt, jafnvel þó vagninn sé tómur. Það er enginn að tala um að láta af strætó- ferðum vegna þessa. Samgöngur eru Eyjamönnum gríðarlega mikil- vægar og þetta er svo einfalt að krafan er að Herjólfur sigli og flugvélar fljúgi." Lúðvík segir að margoft hafi hann rætt við fulltrúa Flugfélags Islands og Ijóst sé að þeir hafa verið tilbúnir að hefja flug til Eyja að uppfylltri kröfu um ríkisstyrk. „Ég veit að þeir hafa verið tilbúnir að ganga strax til samninga. Mín skoðun er sú að það eigi að gera tímabundinn samning við Flug- félagið meðan útboðsferillinn er í gangi. T.d. til sex mánaða. Það er ekkert í lögum sem kemur í veg fyrir að gengið yrði frá slíkum samningi strax.“ Fram kom í fréttum Stöðvar 2 á mánudagskvöld að samgöngu- ráðuneytið væri nú í viðræðum við Landsflug. „Það félag hefur að minni hyggju brotið allar brýr að baki sér. Það er fráleit hugmynd miðað við það sem á undan er gengið. Þeir hafa reynt að spila á og nýta sér einokunarstöðu og haldið flugleiðinni til Eyja í gíslingu." Lúðvík vill að brugðist verði við strax. „Það er neyðarástand og þegar það ástand er uppi þá eru mönnum allir vegir færir að leysa málið. Þetta er bara spurning um pólitískan vilja. Ef hann er til staðar er hægt að leysa málið nú þegar. Ég er alla vega búinn að fá nóg af ruglinu undanfarin ár,“ sagði Lúðvík að lokum. Étgefandi Byjnsýn ehf. 480278-054!) - Vestmannaeyjnm. RitBtjóri; Ómar Garðarsson. Bhniamenn: Sigursveinn Þórðai'son, Guílhjörg Sigurgeiisdóttir. íþróttir: Jólíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarssou & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vcstmannacyjnm. Aðsetnr ritstjómar: Stramlvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstnr: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http /www.eyjafivttir.is FltÉTlilt koma út alla fimmtndaga. Blaðið er sclt i áskrift og einnig i lausasölu á Kletti, Tvistinuin, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, lsjakanum, Bónusvideó, verslun 11-11, Skýlinu i Friðarhöfn og i Jolla i llafnarfirði og afgreiðsln Hejrólfs i Þorhikshöfn. FRÉITIK eru prentaðar i 2000 eintökum. FRÉTITR eru aðilar að Sanitökum hæjar- og hóraðsfréttablaða. Eftirpi-entun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda só getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.