Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Page 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 28. september 2006 Guðrún er 44 ára og gift Gylfa Sigurðssyni en saman eiga þau þijú börn. I tilkynningu frá Guðrúnu segir: „Ég hef starfað sem formaður Verslunarmannafélags Vestmanna- eyja frá árinu 1993 og er auk þess starfsmaður kjaramáladeildar VR. Ég sat í miðstjórn Alþýðusambands íslands og sit nú í stjóm Lands- sambands íslenzkra verslunar- manna auk annara trúnaðarstarfa. Ég gegndi starfi bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum frá 1998-2006. í bæjarstjóm gegndi ég m.a. starfi forseta, var formaður bæjarráðs og fjölskylduráðs, auk margvíslegra annara verkefna. Þá sat ég í stjóm Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, auk þess að taka þátt í verkefnis- stjórn um vaxtarsamning við Suðurland. Þessi störf hafa fært mér haldgóða þekkingu á mál- efnum Suðurlands og innviðum sveitarstjómarmála í kjördæminu. Félagsmál, í víðasta skilningi þess orðs, hafa verið mitt helsta áhuga- mál allt frá unglingsárum. Ég tel að með störfum mfnum fyrir verka- lýðshreyfinguna og á vettvangi sveitarstjómarmála hafí ég öðlast dýrmæta reynslu sem gæti komið aðgóðum notum í þingstörfum. Eg tel rétt að aftur verði til ein þjóð á íslandi óháð búsetu og efna- hag. Fyrir því vil ég fá að beijast. Þess vegna gef ég kost á mér í 3.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir þingkosn- ingamar, sem fram fara næsta vor.“ Ásgeir Ásmundsson: Stærri tilraun á næsta ári Ásgeir Ásmundsson, eigandi kiakstöðvarinnar í Fellsmúla, segir margt jákvætt hafa komið út úr tilrauninni. Sjóbleikjan hafi dafnað vel og hann segir að stefnt sé að stærri tilraun á næsta ári. „Eg er auðvitað hundfúll vegna þess hvað lítið magn var í kvínni þegar til átti að taka. Eitthvað af minni fiskinum siapp út um möskvana í byrjun en það á ekki við stærri fiskinn. Eitthvað gæti hafa sloppið út um gat sem kom á netið, en hvað mikið vitum við ekki,“ segir Ásgeir. Hann var þó ánægður með sjálfa tilraunina, reyndar hefði stærri flskurinn, sem er vatnableikja, ekki dafnað en góður vöxtur var í minni fiskinum sem er sjóbleikjustofn. „Sjóbleikjan sexfaldaði þyngd sína að meðaltali á þessum fjórum mánuðum sem er mjög góður vöxtur. Með því að flokka ofan af, þ.e. taka stærsta fiskinn jafnóðum hefðum við náð enn betri árangri því þá hefði minni fiskurinn fengið meiri möguleika. Þá hefðum við tekið rjómann af jafnóðum til að búa til meiri rjóma.“ Ásgeir segir að þessi niðurstaða efli þá til dáða því stefnt er að stærri tiiraun næsta sumar. „Við erum að setjast niður og fara yfir stöðuna og ætlum að fá fleiri aðila til Iiðs við okkur.“ Gleymdi sér við að stilla út- varpið Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið. Á fímmtudaginn var tilkynnt urn árekstur á gatna- Flytja þurfti báða hílana á brott með kranabí). mótum Hraunvegar og Hraun- hamarsvegar en þarna hafði öku- maður verið að stilla útvarpstæki meðan á akstri stóð með þeim afleiðingum að hann fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti á bifreið sem kom úr gagnstæðri átl. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar kvartaði um eymsli í hálsi og brjósti og var fluttur á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja til athugunar. Tjónvaldar stinga af í tveimur árekstrum í Vest- mannaeyjum í síðustu viku stungu sökudólgarnir af. í fyrra tilvikinu var ekið utan í bifreið á bifreiða- pianinu við Foldahraunsblokkimar en talið er að það hafi átt sér stað að kvöldi 17. september sl. I hinu tilvikinu er ekki vitað um vettavang óhappsins en eins og í fyrra tilvikinu hafði sá sem ók utan í bifreiðina ekki fyrir því að tilkynna um óhappið heldur lét sig hverfa. Það má geta þess að á þessu ári hefur lögreglunni verið tilkynnt um 18 umferðaróhöpp þar sem sá sem tjóninu olli fór í burtu án þess að tilkynna um það. Árið 2005 var lögreglu tilkynnt urn 27 óhöpp þar sem tjónvaldur tilkynnti ekki um óhappið. Lög- reglan undrast óheiðarleika öku- manna er þetta varðar, en auðvitað eru í einhverjum tilvikum eðlilegar skýringar á að ekki er tilkynnt um óhöpp en í flestum tilvikum er þama um hreinan ásetning að ræða að ekki er tilkynnt um tjónið. Lögreglan vill því höfða til samvisku þeirra ökumanna sem lent hafa í umferðaróhappi og ekki tilkynnt um það, að gefa sig fram og létta þannig á samvisku sinni. Prófkjör Samfylkingarinnar: Guðrún stefnir á þriðja til fjórða sæti Guðrún Erlingsdóttir, formaður Verslunarmanna- félags Vest- mannaeyja, býð- ur sig fram í þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingar- innar í Suðurkjör- dæmi vegna komandi kosn- inga til Alþingis. Guðrún var bæjarfulltrúi í Vest- mannaeyjum frá 1998 og fram að síðustu kosningum. Bleikjueldið í Klettsvík: Aðeins fimmtungur eftir í kvínni -Ársgamla bleikjan dafnaði vel - Forsvarsmaður verkefnisins óánægður með aðkomu Háskólasetursins - Forstöðumaður þess segir að eðlilega hafi verið staðið að tilrauninni Tilraun til bleikjueldis í Klettsvík hefur gjörsamlega mistekist þrátt fyrir að náttúrulegar aðstæður hafi verið eins og best verður á kosið. Þetta er mat þeirra sem stóðu að tilrauninni en innan við 20 prósent bleikjunnar reyndust vera í kvínni þega slagta átti á laugardaginn. Forsvarsmaður tilraunarinnar segir sorglegt að svona hafi farið þar sem hann og margir aðrir hafi gert sér vonir um að með þessu yrði hægt að efla atvinnulíf í Vestmannaeyjum. Þann 13. maí í vor komu Guð- mundur Adólfsson, brottfiuttur Eyjamaður, ásamt fleirum með eins og tveggja ára bleikju sem þeir settu í kvína í Klettsvík. Um var að ræða um 330 stykki af tveggja ára fiski og 1300 stykki af ársgömlum fiski. Eftirtekjan var heldur rýr því upp úr kvfnni á laugardaginn komu aðeins 88 tveggja ára fiskar og 210 af árs gömlum fiski. Guðmundur fór fyrir hópi áhuga- manna um verkefnið og fengu þeir Háskólasetrið í Vestmannaeyjum til liðs við sig. Aðkoma setursins var eftirlit og fóðrun fiskins, mælingar og fleira. „Það voru innan við 20 prósent eftir af bleikunni sem við komum með í vor og það segir sig sjálft að þar með er þessi tilraun okkarónýt," sagði Guðmundur sem er vægast sagt mjög óánægður með framlag Háskólasetursins sem átti að gæta fisksins. „Fiskur flýgur ekki og netið var heilt,“ sagði Guðmundur þegar hann var spurður að því hvort ástæðan gæti ekki verið önnur. „Eina skýrinigin sem við höfum um rýrnun frá Páli Marvin Jónssyni, forstöðumanni Setursins, er sú að við köfun í kvínni hafi komið í Ijós önglar og girni í netinu. Laugar- daginn 9. júlí var ég sjálfur í Eyjum og kíkti út í kví og þá sá ég flotholt í kvínni.“ Aðspurður hvernig bleikjan, sem eftir var, hefði dafnað sagði Guðmundur að eldri bleikjan hefði lítið sem ekkert þyngst en þyngd árs gömlu bleikjunnar hefði allt að því tífaldast. „Tveggja ára bleikja er að taka út kynþroska og þyngist ekki á meðan. Þetta vissum við en yngri bleikjan, sem var 80 gr og 120 gr í vor, tók mjög vel við sér. Var stærsti UNNIÐ við að háfa bleikjuna upp úr kvínni á laugardaginn. fiskurinn rétt tæpt kíló. Þetta sýnir að við höfðum rétt fyrir okkur þegar við ákváðum að gera þessa tilraun." Guðmundur segir að fóðrunin hafi lfka farist fyrir og aðeins hafi verið notuð um 600 kg af þeint 1700 kg sem áætlað var að þyrfti þessa fjóra mánuði sem tilraunin stóð yfir. „Framlag Háskólasetursins var eitt stöðugildi í sumar og ætlaði Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður þess, að sjá um fóðrun og eftirlit en hann hefur verið með hugann við eitthvað annað en þetta verkefni." Einn liður tilraunarinnar var að kanna hvort um markaðsvöru sé að ræða. Segir Guðmundur að það eins og annað hafi farið í vaskinn. „Við gerðum ráð fyrir rýrnun en ekki þessum ósköpum og þetta magn er allt of lítið til að setja á markað. Við erum meira en svekktir, við erum agndofa og fyrir mfna parta er þetta mál dautt. Allir þættir, sem við gerðum ráð fyrir, stóðust nema sá mannlegi. Kostnaðurinn hleypur á einhverjum hundruðum þúsunda,“ sagði Guðmundur sem að lokum sagðist vilja koma eftirfarandi spurningum á framfæri við Pál Marvin: Við óskum eftir upplýsingum og skýringum á rýrnun í kvínni í sumar? Hvers vegna var ekki fóðrað í sam- ræmi við magnið sem komið var með til Eyja. Var það vegna fækk- unar í kvínni sem við vorum ekki lánir vita um? Var haldin dagbók? Hvernig tók fiskurinn við frá einum tíma til annars. Hafði sól, hiti eða sjávarföll áhrif? Eldri fiskurinn þroskaðist ekki sem skyldi. Var umsjónarmanni það Ijóst einhvern tímann áður en tilraun lauk? Tilraunin heppnaðist Páll Marvin Jónsson, forstöðu- maður Háskólasetursins, hefur allt aðra sögu að segja en Guðmundur. Hann segir að tilraunin hafi heppn- ast vel nema hvað stór hluti minni seiðanna hafi sloppið af því að möskvarnir í kvínni voru of stórir. „Mér finnst ótrúlegt að Guð- mundur sé að ilnna að verkefninu," sagði Páll Marvin í viðtali við Fréttir. „Við vissum að þetta yrði svona því seiðin voru minni en haldið var í fyrstu og við sáum fiskinn synda út úr kvínni þegar þeim var sleppt. Það er megin- ástæðan fyrir því hvað lítið kom upp á laugardaginn. Reyndar fann ég línu með tveimur eða þremur krókum í kvínni þegar ég kafaði þar síðast en það er ekki Mynd Sigurgeir Jónasson. hægt að fullyrða neitt um það hvort óprúttnir náungar hafi veitt það mikið upp úr kvínni að það hafi haft þessi áhrif.“ Páll segir að fóðrunin hafi lfka verið eðlileg en minna magn af fiski hafi eðlilega leitt til þess að ekki þurfti eins mikið af fóðri og í fyrstu var áætlað. „Fyrsta mánuðinn fórum við út annan hvem dag og oftar þegar leið á sumarið. Kvíarnar eru reyndar nokkuð stórar og djúpar en lítill þéttleiki getur þýtt verri fóðurnýtingu. Sá fiskur sem kom upp var mjög fallegur og feitur þannig að ég átta mig ekki alveg á orðum Guðmundar." sagði Páll. Hann sagði að um tvo stofna hafi verið að ræða, annar var sjó- bleikjustofn ep hinn var fersk- vatnstofn. Ferskvatnsstofninn var mun stærri og kom fljótlega í ljós að hann þoldi saltið illa, tók ekki fóður og fór fljótt í kynþroska sem er ekki gott. Én sjóbleikjustofninn kom aftur á móti mjög vel út að sögn Páls. „Sá fiskur kom 85 til 120 grömm frá klakeldisstöðinni í Fellsmúla. Vöxturinn var um 3 grömm á dag yfir tímabilið og fiskurinn var fallegur í holdinu. Meðalþyngdin við slátrun var um 500 gr. Það er því Ijóst að þessi stofn hentar vel við þessar aðstæður og að þessi frumtilraun lofar góðu.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.