Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2006, Side 11
Fréttir / Fimmtudagur 28. september 2006 11 Hvað eru aðkomusjó- menn margir? I bæjarstjóm á fimmtudaginn barst svohljóðandi tillaga frá meirihluta sjálfstæðismenna: Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að láta nú þegar kanna hversu stórt hlutfall sjómanna á bátum og skipum, sem gera út frá Vestmannaeyjum, eru með lögheimili annars staðar en í Vestmannaeyjum. Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Gísli Stefánsson skrifar: Niðurmuldar samgöngur Nokkrar staðreyndir um Vestmannaeyjar: -1 Vestmannaeyjum búa um og yfir 4000 manns. - Allir, mér vitanlega, búa á Heimaey. - Allflestir eyjaskeggja hafa ríka þörf fyrir að heimsækja megin- landið reglulega. - Ungir Vestmannaeyingar vilja koma til Eyja að lokinni skóla- göngu og búa í Eyjum. - Samgöngur á milli lands og eyja eru í molum. Nú þegar Landsflug er hætt að fljúga hefur verið slökkt á þeim möguleika (í bili að minnsta kosti) að hægt sé að fljúga beint til Reykjavfkur nema á leiguvél. Ekki það að Landsflug hafi verið flugfélag sem hægt var að hrópa húrra fyrir. Þessi grey felldu nú niður flug trekk í trekk og oft af óskiljanlegum ástæðum þannig að ég er ekkert hræddur við að segja að ég sé frekar ánægður með að Landsflug skuli vera búnir að kasta frá sér allri ábyrgð hvað flug til Vestmannaeyja varðar. Það er kannski spurning hvort einhver munur sé á samgöngu- mulningnum sem ríkir hér nú, þegar Landsflug er hætt að fljúga, og á mulningnum þegar Landsflug flaug á milli lands og eyja. En hvernig sem þjónustu Landsflugs við Eyjamenn var háttað er það nú alveg ljóst að ekki þykir það arðbært að einkarekið flugfélag standi í þessum rekstri án hjálpar. Það er nú þegar alveg Ijóst að algjör nauðsyn er á að ríkið komi til og niðurgreiði flugið fyrir okkur Eyjamenn eins og Guðrún Erlingsdóttir, fyrrverandi bæjarfull- trúi og Elliði Vignisson, bæjarstjóri bentu réttilega á í sjónvarpsviðtali á dögunum. A meðan ríkið skiptir sér ekki af, gerist ekki neitt. Það kemur kannski inn annað flugfélag en það á enga möguleika á að halda þessu úti frekar en Landsflug. Hvað sem því líður er flugleiðin nauðsynleg. Að sjálfsögðu mundu fleiri fljúga sem og að reksturinn yrði arðbærari ef ríkið greiddi flugið. Fargjöld mundu lækka og þjónustan batna. Það eru fleiri samgönguklisjur svo sem göng, nýr Herjólfur og ferjustæði í Bakkafjöru sem eru að trufla og hrella okkur. Það er alltaf verið að kanna málin og ekkert aðhafst. Þingmenn eru því miður eins og steinrunnar geitur með lafandi spör og kannski ekkert annað en eðlilegt þar sem pólitíkin fer mun meira fram innan flokk- anna en nokkurn tíma meðal þeirra, inn á Alþingi. Mitt persónulega mat er að ég vil fá göng. Og hvers vegna? Vegna þess að ég tel að atvinnutækifærum mundi fjölga sem og leiðum til þess að ungir Vestmannaeyingar sem sótt hafa menntun sfna til höfuðborgarinnar geti komið aftur heim til Eyja og stundað atvinnu við sitt hæfí og alið böm sín upp í mjög mótandi umhverfi. Við komumst í gegn um göngin í þoku sem og í 12 vindstigum en erum ekki innilokuð eins og gerst getur í vondum veðrum. Nútímasamfélag kallar á þessar breytingar. Svo er það, að við fáum engan afslátt á skattgreiðslum okkar sem eiga að ganga til bættra samgangna og þar að leiðandi til Vegagerðarinnar og annarra stofn- ana tengdum samgöngum. Við fáum ekki að njóta alls þess sem við greiðum fyrir. Bæjarstjórn á fimmtudaginn: Starfshópur um heilbrigðis- og heilsutengda ferðaþjónustu Bæjarstjóm hefur samþykkt tillögu minnihlutans að koma á laggirnar fimm manna starfshópi sem hefur það hlutverk að vinna atvinnuskap- andi verkefnum innan heilbrigð- isþjónustu og heilsutengdri ferða- þjónustu brautargengi hjá lands- yfirvöldum og öðrum sem að þess- um málum koma. Hópurinn hafí auk þess það hlutverk að halda utan um og koma af stað undirbún- ingsvinnu til að kanna möguleika á að koma hér á fót heilsuhæli. Hópurinn fengi umboð til að koma fram fyrir hönd bæjarins í viðræð- um við ráðuneyti, önnur yfirvöld og aðra hagsmunaaðila og umboð til samningagerðar með fyrirvara um samþykki bæjarstjómar. Lagt er til að í hópnum verði Gunnar Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Heilbrigðisstofnunar Vest- mannaeyja, Lúðvík Bergvinsson al- þingismaður og bæjarfulltrúi, Guð- jón Hjörleifsson alþingismaður, Hjörtur Kristjánsson læknir og bæjarfulltrúi og Elliði Vignisson bæjarstjóri. I greinargerð er spurt, hvar eru vaxtarmöguleikar í atvinnulífi Eyj- anna? „Að mati Vestmannaeyja- listans liggja þeir möguleikar einna helst í ferðaþjónustu og þá ekki síst á sviði íþróttatengdrar og heilsu- tengdar ferðaþjónustu. Tækifæri eru fyrir hendi á sviði heilbrigðisþjónustu og heilsu- tengdrar ferðaþjónustu. T.d. eru möguleikar á að fá hingað sérhæfð verkefni til Heilbrigðisstofnunar- innar og er verið að vinna að nokkrum slíkum málum. Slík verk- efni eru atvinnuskapandi. I því sam- bandi má nefna að hópur hjúkrunar- fræðinga útskrifaðist úr fjarnámi sl. vor og mikilvægt er að atvinnu- framboð sé fyrir hendi. Yflrleitt þarf aðkomu ríkisins og ýmissa annara aðila til þess að slík verkefni verði að veruleika. Til að hægt sé að nýta þessi tækifæri þarf að kynna þau og skapa þeim góðar viðtökur hjá hagsmunaaðilum. Markmiðið með stofnun vinnu- hóps er að slíkum málum verði skapaður farvegur þegar aðkomu bæjarins þarf með, meðal annars og hópurinn sjái um að vinna þeim brautargengi. Eins og áður hefur komið fram þarf þó að grípa til róttækari aðgerða til að stöðva fólksfækkun- ina. Fulltrúar Vestmannaeyjalistans telja að vænlegur kostur í því sam- bandi sé að athuga möguleika á því að koma hér upp heilsuhæli. Ef undirbúningsvinna skilar jákvæðum niðurstöðum og viðskiptaáætlun liggur fyrir má selja hana fjár- festum. Hins vegar þarf frumkvæði og fjármögnun rannsókna- og undirbúningsvinnu að koma frá bænum. Til að vanda til verks er rétt er að fá fagaðila til slíkrar vinnu. Eitt af hlutverkum vinnuhópsins yrði að koma slíkum undirbúningi í réttan farveg," segir í greinargerð með tillögunni. Lúðvík Bergvinsson, Hjörtur Kristjánsson og Páll Scheving eru skrifaðir fyrir tillögunni en Elliði Vignisson, Páll Marvin Jónsson, Páley Borgþórsdóttir, Gunnlaugur Grettisson gerðust meðflutnings- menn. Vinnumálastofnun Suðurlands: Ráðgjafinn staðsettur á Selfossi í auglýsingu eftir náms - og starfs- ráðgjafa láðist að geta þess að ráð- gjafinn hefur starfsstöð á Selfossi. Um er að ræða starf til eins árs vegna þess að starfandi ráðgjafí á Selfossi fer í fæðingarorlof. Tveir náms- og starfsráðgjafar starfa hjá Vinnumálastofnun á Suðurlandi, annar á Selfossi í 100% starfi en hinn á þjónustu- skrifstofunni í Vestmannaeyjum í 50% starfi. Starfssvið ráðgjafanna er að annast náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnuleitendur á Suðurlandi, einstaklings- og hópráðgjöf. Þeir sjá einnig um skipulag og þróun úrræða fyrir atvinnulausa ásamt þvf að annast almenna upplýsingagjöf og leiðbeiningar til fólks í atvinnu- leit. Atli Gíslason tekur áskorun Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs hefur ákveðið að taka áskorun kjör- dæmisráðs VG í Suðurkjördæmi og gefa kost á sér í fyrsta sæti fram- boðslistans. í tilkynningu segir að Atli hafi látið að sér kveða í baráttu fyrir kvenfrelsi, náttúruvemd og réttin- dum launafólks og útlendinga bæði innan og utan þings síðustu ár. Meðal mála sem Atli hefur flutt á þingi em frumvarp til breytinga á jafnréttislögum um stjórnvald- súrræði til að uppræta kyn- bundinn launa- mun, frumvarp um að uppsag- nir úr starfi skuli vera skriflegar, rökstuddar og málefnalegar og um miskabætur vegna ólögmætra uppsagna. Spurt er: Hvað er svona gott við haustið? Ingi Steinn Olalsson: Það getur verið fallegt og maður spáir líka í veturinn sem er fram- undan. íris Jónsdóttir: Þá kemur regla á hlutina og óreglu sumarsins er lokið. Vilborg Þorsteinsdóttir: Haustlitirnir í gróðrinum og nátt- úrunni eru mjög fallegir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.